Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 7
UESBOK morounbl<lðsins 201 Þar sem nú er eyðimörk, t;ela miljónir manna lifaft }»óftn líli. ÞEGAR Sameinuðu þjóðirnar i'ell- ust á það að skifta Palestínu milli Araba og Gyðinga, flæmdust um 300 000 Araba frá því landssvæði, er Gyðingar fengu í sinn hlut, og hafa verið á hrakningi síðan. Þetta heimilislausa fólk verður að hafast við í tjöldum hingað og þangað, alla lei‘ð frá Betlehem að Libanon, norðan frá Sýrlandi suður í Iraq. í Transjordaníu voru áður 300.000 manna, en nú er þar helmingi fleira vegna flóttafólks. Hvað á að verða um þetta fólk? Það er eitt af hinum miklu vanda- málum. Gyðingar vilja ekki taka við því, þeir vilja fá trúbræður sína til að flytjast til Gyðingalands. Einhverjir verða að skerast í leik- inn til þess að hjálpa hinum arab- isku flóttamönnum. — Arabaríkin geta það ekki, svo að það stendur Sameinuðu þjóðunum næst. Þess vegna hefur komið fram uppástunga um að flytja flóttafólk- ið austur í Mesopotamíu, austur í hið gamla Babyloníuríki. Þar eru að vísu eyðimerkur nú, en það er hægt að breyta þeim í frjóvsamt land. Þarna var einu sinni eitt hið besta land í heimi. Vagga menn- ingarinnar stóð í landinu milli ánna Efrat og Tigris. Fyrir 5000 ár- um var þar ákaflega þjettbýlt. Þar stöð hin volduga Babylon, auðug- asta borg heimsins á sinni tíð, og þá áttu 16 miljónir manna heima í landinu. Og nú er þarna eyðimörk. Hvern ig stendur á því? Frjóvsemi landsins fyrrum staf- aði af því að vatni úr ánum var veitt um það þvert og endilangt. Vegna vatnsgnægðar var það alt eins og einn aldingarður, og vegna vatnsins var hægt að rækta hina frægu hengigarða í Babylon, sem taldir voru eitt af sjö undrum ver- aldar. En svo kom Hulaku Khan hinn mongólski (bróðir Kublai Kiian) og óð með hersveitir sínar yfir landið. Hann lagði Babylon í rústir og spilti öllu vatnsveitukerfi landsins. En enn í dag má sjá leifar hinna fornu vatnsveituskurða og mannvirkja í sambandi við þá. Um leið og vatnsveitukerfið var eyði- lagt, og enginn hafði bolmagn til að gera við það, breyttist landið í eyðimörk og hefur verið eyðimörk síðan. Nú er hugmyndin að gera við vatnsveitukerfið og veita lífgefandi vatni um landið þvert og endilangt eins og áður var. Talið er að þetta verk muni kosta um 60 miljónir dollara og sje unnið með nýtísku vjelum, þá sje hægt að fullgera það á fjórum árum. Og þá gæti miljónir manna lifað þar sem nú er eyðimörk. Ef hafist væri handa um fram- kvæmdir nú þegar, mætti flytja allan fjöldann af arabiska flótta- fólkinu þangað austur og láta það fá atvinnu við vatnsveitufram- kvæmdirnar. En jafnóðum sem landið fer að gróa gæti það svo tekið sjer bólfestu og lifað þar góðu lífi. Það er auðvitað hægra að setja þessa áætlun á pappírinn, heldur en framkvæma hana. Kemur þar margt til greina. En aðalgallinn á henni er sá, segir maður, sem er nýkominn frá Babylon, að hún er viturleg! V 'V EF ÞÚ þarft að drepa tímann, þá reyndu að vinna hann í hel (The Look Around). HVÍSL er ágætt ráð til þess að láta menn trúa því, sem þeir mundu alls ekki trúa annars (Burning Question). n C^uun mín Eyan mín við úthafspól, eldi og hagli grætur. En þar er vor og þar er sól, þar eru draumanætur. Þar er fögur fjallasýn, i'ossar, dalir, elfur. Yst við voga eyan mín í aftanloga skelfur. Norðurljósa leifturbál lýsir vetrardrunga. Þar er fegurst móðurmál, sem mælir nokkur tunga. Þar er orka íss og báls, Egils niðjar þjóðin. Þar eru ómar, steins og stáls, í strengjum fossaljóðin. Þar er heimur Hávamáls, heimur dísa og ragna, vagga og leiði vitra Njáls og veröld fornra sagna. E.van mín, sem altaf býrð í íshafs bylgjuflóði. Þú átt guð í geisladýrð, guð í sögu og ljóði. BJORG PJETITRSDÓTTIR á Húsavík. ÍW ± STADIIR Á REYKJANESI í SEINUSTU Lesbók birtist mynd af Stað á Reykjanesi „eins og Ólafur E. Johnsen bygði hann upp.“ Þetta er ekki rjett. Myndin var tekin eftir að sjera Jón Þorvaldsson hafði bygt upp stað- inn að nýju rjett eftir aldamótin. En kirkjan er hin sama og sjera Ólafur bygði. ^ V ^ Hin öldnu fjöll Eftirtekt og umhugsun hafa leitt í Ijós, að fjöllin, sem menn álitu fmynd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.