Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 2
382 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jeg náði tali af honum og spurði hann um ýmislegt viðvíkjandi leið- angrinum, og hvernig umhorfs er á þessum slóðum, sem eru svo miklu norðar en ísland, að þangað er 11 stunda flug. Fer frásögn hans hjer á eftir. Landshættir SUNNAN og austan að Pearylandi er fjörður mikill, sem heitir Inde- pendence fjörður. Mun hann vera eitthvað um 300 km. langur og alt að 50 km. þar sem hann er breið- astur. Vestan að landinu liggur ann ar mikill fjörður, sem leiðangurs- menn fundu. Hefur honum ekki verið gefið nafn enn, og bíður það þangað til leiðangurinn er kominn heim. Norðurströndin er vogskorin og eru þar mikil tindafjöll, alt að 2000 metra há, en lítt kunn. Suður við Independencefjörð eru einnig fjöll, en þau eru alt öðru vísi, snar- brött og stýfð að ofan og ekki jafn há, líklega um 600—1000 metra á hæð. Annars má skaginn heita nokkurn veginn sljettur, hálsa og hæðaland, þar sem hvergi sjer sting andi strá, en alt er sandur og grjót. Vestanátt er algengust þarna og gerir stundum mikil stórviðri og sandrok afskaplegt. Er einkennilegt að sjá hvernig sandurinn hefur sorf ið landið, svo að steinar eru eins og lábarðir, en klettar hafa eyðst mis- munandi og fengið á sig hinar furðulegustu myndir. Nokkrir jöklar eru þarna, eink- um að norðanverðu, og ganga úr þeim skriðjöklar, sem fletjast nið- ur á sljetturnar. En þeir eru nú óðum að minka. Samkvæmt mæl- ingum styttist einn skriðjökullinn um þessar slóðir um rúmlega 160 metra í fyrra. Veðrátta. LOFTSLAG er þarna ákaflega þurt og lítið um úrkomur. Kemur þarna því tiltölulega lítill snjór nema norður í fjörðunum og á sumrin er mikill hluti landsins auður. Þótti það furðuleg fregn þegar Peary sagði frá því að hann hefði fundið þarna íslaust land 1892. Menn trúðu því ekki þá, heldu að ísbreiðan á landi næði alveg saman við hafís- inn. Og svo mundi vera ef loítslagið væri ekki þarna svo þurt, sem raun er á og mikill munur sumars og veturs. í vetur mældist þarna mest frost 43 stig. Var þá svo kalt að andi manns varð þegar að hjelu og ef við stóðum úti dálitla stund, þá var kominn klaki í skeggið. Þegar hinn ungi maður mintist á þetta, brosti hann og bætti við til skýringar: Auðvitað vorum við allir með alskegg. Maður er ekki að raka sig þarna norður frá. Skeggið hlífir fyrir kuldanum. En jeg ljet raka af mjer skeggið þegar jeg kom hing- að. Og svo strauk hann um vangana eins og til þess að vera alveg viss um að skeggið væri farið og hann væri orðinn unglegur aftur. Síðan helt hann áfram máli sínu: Þarna norðurfrá er sex mánaða nótt, en þar er oftast heiður him- inn. Með vorinu kemur hlýr vest- anvindur og er þá oft asahláka, svo að snjóinn tekur fljótt upp. En rigningar eru ekki teljandi. í vor komu aðeins tveir rigningardagar. Eftir 9. júní kom ekki frost, en kyrt veður og heiðskírt loft á hverj um degi og hitinn oft 15 stig. Mönn- um finst það nú ekki mikill hiti heima í Danmörk eða hjer, en þarna norður frá er öðru máli að gegna. Vegna þess hvað loftið er þunt og ljett verður 15 stiga hiti steikjandi hiti, svo að maður er kófsveittur frá morgni til kvölds og getur sig varla hreyft. Bækistöðvarnar. BÆKISTÖÐVAR leiðangursins voru í Brönlundsfirði, en það er mjór fjörður, sem skerst til norð- urs úr Independencefirði innarlega. — Flugvjel var send með efnivið þangað norður og hús bygt þar 1947. Haustið 1948 settust svo leið- angursmenn þar að, átta alls, en jeg var þá ekki með. Þann vetur var jeg suður í Danmarkshavn, loftskeytamaður. En í fyrra sumar fór jeg norður og var þar í vetur sem leið. Þarna er yndislega fagurt lands- lag eins og svo víða í Grænlandi. Enginn, sem ekki hefur sjeð, getur gert sjer neina grein fyrir náttúru- fegurðinni þar, hvað hún er marg- brotin, stórbrotin og heillandi. Norðan við bústaðinn var um 600 metra hátt fjall, þverhnýpt á alla vegu en rennsljett að ofan. Við gáfum því nafn og kölluðum það „Plankeværket" vegna þess að það stóð þarna eins og girðing. í fjarðarbotninn rennur allstór á og er hún sjerstaklega mikil í leys- ingum á vorin og brýtur þá upp ísinn á firðinum, en annars bráðnar hann líka þegar fer að hlýna, und- an sandinum, sem hleðst á hann á veturna. í vetur mældum við 248 sentimetra þykkan ís á firðinum um 100 metra frá landi. Hinn 6. júní reif áin ísinn af sjer og rúmum mánuði seinna var f jörðurinn allur auður og verður svo fram í septem- ber. En ísinn fer aldrei af Inde- pendence firði, og þar úti fyrir er hella af hafís um 100 km. á haf út. Gróðurlaust má kalla þarna, því að hvergi vex gras nema meðfram ánum og á bökkum lækja. Er ein- kennileg sjón að sjá þær grænu rendur. — En þótt landið virðist hrjóstrugt, þá er þarna fjöldi sauð- nauta. Dýralíf. SAUÐNAUTIN eru friðuð, en þó mega menn skjóta dýr í lífsnauð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.