Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 383 syn, eða þegar matur er orðinn af skornum skamti. Leiðangursmenn feldu nokkur dýr og þótti kjötið af þeim herramanns matur. Selir sjást stundum þegar fjörð- urinn er orðinn auður, en ekki mundi nú vera hægt að lifa þarna á selveiði. Af dýrum á landi má nefna refi og hjera. Einnig rjúpur, fálka og snæuglur. í fyrra voru rjúpur þarna þúsundum saman, en svo einkenni- lega brá við, að þær hurfu gjörsam- lega og á þessu ári hefur ekki sjest þar ein einasta rjúpa. Vita menn ekki hvernig á þessu getur staðið. Þarna er líka nokkuð af læmingj- um. Þeir gerðu sig heimakomna hjá okkur, skriðu undir húsið og komust í matvælageymsluna, al- veg eins og rottur. Tveimur náðum við lifandi og ætluðum að ala þá, en þeir þoldu ekki ófrelsið og dóu í höndunum á okkur. f fyrra var lika geisimikil lax- gengd í Brönlundsfirði. Var það stór og feitur lax og hefði mátt veiða firn af honum. Við veiddum þá eins mikið og við gátum torgað og höfðum lítið fyrir því. En það fór með laxinn eins og rjúpuna. Haim hvarf. í sumar veiddum við aðeins einn lax. Merkar fonuninjar. VETURINN 1948—49 fór Knuth greifi langa sleðaferð út með Inde- pendence firði og norður með aust- urströndinni. — Pearyland skagar lengst til austurs skamt fyrir norð- an fjarðarmynnið og heitir þar Kap Eiler Rasmussen. Þarna hafði flugvjel kastað niður birgðum handa leiðangursmönnum um sum- arið og áttu þeir að geta gengið að þeim vísum. En vegna þess að þarna var þá nokkur snjór, varð þeim leit að birgðunum og leituðu í þrjá daga. Á þriðja degi sáu þeir eitthvað dökkleitt upp úr snjónum og reynd- ist það vera haus af sauðnauti. Fór Knuth greifi að rannsaka þetta nánar og rakst þá á leifar af forn- um kvenbáti. Var þetta hreinasta hending, en þarna voru fundnar hinar merkilegustu fornleifar. Telja fróðir menn að kvenbátur þessi geti ekki verið yngri en 300 ára, og er því hinn elsti sem þekkist. Viðir voru allir ófúnir og negldir saman með beinnöglum og reyrðir bönd- um, sem enn heldu honum saman, þótt skinnið, eða byrðingurinn væri farinn. Kjölurinn er 10 metra lang- ur Og gerður af einu trje. Má af því mgrka stærð bátsins. Að öllu hefur hann tekið fram þeim kven- bátum, sem áður eru þektir. Um haustið eftir fór Knuth greifi svo aftur til að rannsaka staðinn betur og ná upp bátnum. Kom þá í ljós að þarna hefur einhvern tíma verið stór bygð, því að þar voru umhverfis fjölda margir tjaldhring ar. Fanst þar afar mikið af vmis- konar áhöldum úr beini, svo sem skutlar, búsáhöld og örlítill sleði, sem eflaust hefur verið barnaleik- fang. Alt benti til þess að íbúarnir hefði af skyndingu yfirgefið bú- staðinn. Fyrst datt mönnum í hug að drepsótt mundi hafa lagt bygðina í eyði, en þá hefði átt að finnast þar mannabein. En svo var ekki. Fólkið hefur yfirgefið bústaðinn og skilið alt eftir. Hvers vegna? Það er ein af mörgum ráðgátum um ör- lög grænlenskra kynflokka. Máske hefur hvalveiðimenn borið þar að landi og Eskimóar orðið hræddir við þá og flúið. Máske hefur ein- hver hjátrú valdið því að þeir flýðu staðinn. Hver veit? Vjer höfum ekki við neitt að styðjast nema þessar fornu leifar mannabústaðar og gripina, sem þeir hafa skilið eftir, mjög dýrmæta gripi frá þeirra sjónarmiði. Hjer hefur gerst sorgarleikur, en fólkið er horfið út í myrkur fortíðarinnar og hefur ekki tekið neitt með sjer nema sög- una um sín hörmulegu afdrif. Til fornminja mætti líka telja það, að lengst inni í Independence firði fundum við mikið af fornum rekavið um 200—300 metra frá ströndinni. Þessi rekaviður hlýtur að vera kominn þangað frá Síberíu og það sýnir að þá hefur fjörður- inn verið auður og opið haf úti fyrir. Hlýtur að vera langt síðan og rekaviðurinn mörg hundruð ára gamall. Og þar sem hann er langt •frá fjöruborði nú, þá má á þvi marka að landið hefur risið úr sjó síðan hann bar þar að. Það er ó- hugsandi að brim hafi skolað hon- um svo hátt á land, því að svona- langt inni í firðinum hefur hafróts ekki gætt. Þarna voru líka stór trje, sem engin smábára hefur get- að kastað langt upp fyrir stór- straums fjöruborð. Rekaviðurinn bendir til þess, að einhvern tíma hafi verið alt annað loftslag en nú er á þessum slóðum. Menn vita líka að einhvern tíma endur fyrir löngu hefur verið hlýtt loftslag þarna norður frá og mikill gróður, því að á ey, sem er skamt frá firðinum, hafa fundist kolalög. Frá lciðangursinönnum. — Hvernig leið ykkur þarna norður frá? — Okkur leið ágætlega, enda höfðum við nóg af öllu og loftið er svo heilnæmt að okkur Varð aldrei misdægurt. — Urðuð þið ekki leiðir hver á öðrum? — Nei, enda höfðum við nóg að gera. Við skiftumst á um matreiðsl- una vikulega. Aðallega höfðum við niðursoðinn mat. Stundum var vont að ná í vatn. Þegar fór að kólna í veðri varð áin nær vatnslaus og svo botnfraus hún. Þá urðum við að höggva klaka og bræða hann. Svo voru farnar langar sleðaferðir, þvert og endilangt yfir landið til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.