Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 Leiðbeining um ferðalög á íslandi fyrir 90 árum EfUr Ólaf Pálsson dómkirkjuprest. SUMARIÐ 1860 ferðaðist hjer um landið skoskur maður, Andrew James Symington að nafni. Hann komst í kynni við Olaf Pálsson dómkirkjuprest og bað hann að gefa sjer upp- lýsingar um það hvernig eriendir ferðamenn skyldu búa sig út til ferðalaga á íslandi, Og ýmislegt annað, er þeim mætti að haldi koma. Sjera Ólafur skrifaði honum svo brjef, og er það birt aftan við ferðasögu Symingtons sem leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn. Er fróðlegt að bera þá frásögn saman við það hvernig ferðalögum hjer á landi er nú háttað. höfninni, mundi sprengingin ekki hafa orðið því að grandi. EFTIR að ítalir gáfust upp gengu margir ítalskir liðsforingjar í lið með bandamönnum. Penna var einn þeirra. Árið 1944 tók hann þátt í árás, sem gerð var á her- skipastöðvar Þjóðverja í Spezia og gekk þar svo vel fram, að Morgan skipherra, sem nú var orðinn yfir- maður hans, krafðist þess að hann væri sæmdur heiðursmerki fyrir framgöngu sína. En herstjórnin neitaði og bar því við, að enn væri ekki saminn friður með ítöl- um og bandamönnum. Svo var það í marsmánuði 1945 að Umborto ríkiserfingi ítala kom til Taranto til þess að sæma heið- ursmerkjum ítalska menn, sem unnið höfðu frábær afrek. Penna liðsforingi var kallaður fram til þess að taka við heiðurs- merki fyrir hugrekki það er hann hafði sýnt er hann rjeðist á „Vali- ant“. Þá sneri Umberto sjer til Morgans flotaforingja og sagði: „Komið þjer hjerna Morgan, þetta er yðar verk“. Og Morgan flotaforingi gekk fram og festi heiðursmerkið á brjóst þess manns, sem hafði eyði- lagt skip hans fyrir þremur árum og þremur mánuðum. V V ^ Prófessorsfrúin hafði skrifað bók og samtimis og bókin kom út eignaðist frúin barn. Þegar prófessorinn kom í næstu kenslustund í háskólanum höfðu nemendur skrifað með stórum stöfum á skólatöfluna: „Til hamingju". Pró- fessorinn var að hugsa um nýútkomnu bókina konunnar sinnar og sagði: „Þakka ykkur fyrir, og jeg fullvissa ykkur um það að hún gerði þetta alein*. Stúdentarnir fóru að skellihlæja. „Jeg segi þetta alveg satt“, sagði prófessorinn. „Þið megið trúa mjer, hún gerði þetta alein, nema hvað pró- fessor Jones hjálpaði henni ósköp lít- ið“. Reykjavík, 20. nóvember 1861 Kæri vinur — Samkvæmt ósk yðar í vingjarn- legu brjefi 15. ágúst s.l skal jeg nú reyna að svara þeim spumingum, sem þjer leggið fyrir mig um ýmis- legt er erlendum ferðamönnum á íslandi mætti að haldi koma. Jeg hefi talað um þetta við Zoega sem er áreiðanlega besti fararstjóri hjer í bæ, og gagnkunnugur öllu því er að þessu lýtur. Þær upplýs- ingar, sem jeg get gefið, eru þá þess ar og í þeirri röð, sem spurning- arnar eru. 1. Jeg er ekki svo kunnugur strandlengju íslands að jeg geti lýst öllum höfnum, því að þær eru margar. En jeg er viss um að það er ekki ráðlegt fyrir erlent skip að leggja að suðurströndinni, því að á allri strandlengjunni frá Reykja- nesi að Berufirði er engin höfn, nema ef telja skyldi Vestmanna- eyjar, sem eru tíu mílur undan landi. En þar sem verslunarstaðir eru sýndir á kortinu, eru yfirlevtt sæmilegar hafnir. 2. Englendingar eða enskumæl- andi menn, sem koma til Reykja- víkur, þurfa ekki nauðsynlega á annari málakunnáttu að halda, því að hægt er að fá þar enskumælandi fylgdarmenn, sem eru sæmilega kunnir öllum landsháttum. En þessu er tæplega til að dreifa ann- ars staðar á íslandi. 3. Um kostnað við ferðalög get jeg sagt það, að fylgdarmönnum verður að greiða um tvo ríkisdili á dag (4 sh. 5 d.). Hver ferðamaður verður að hafa tvo til reiðar, og er leiga fyrir hvern reiðhest 64 skild- ingar á dag (1 sh. 5 d.). Áburðar- hesta er hægt að fá fyrir 48 skild- inga leigu á dag, en það má varla ætla þeim að bera meira en 100— 120 pund. Ef áburðarhesti fylgir reiðingur og koffort til þess að flytja farangur í, þá er leigan 64 skildingar á dag. Ef ferðamenn ætla að vera langdvölum í óbygðum, þá verða þeir að hafa með sjer tjöld og nauðsynlegar vistir o. s. frv. Tveir ferðamenn verða þess vegna að hafa að minsta kosti fimm áburð arhesta og tvo fylgdarmenn. Ann- ar þeirra verður að hugsa um hest- ana og farangurinn, en hinn að fylgja ferðamönnunum ef þeir vilja ferðast hraðar en lestin, eða fara einhverja útúrkróka. Á þessum upplýsingum vona jeg að menn geti sjeð hvað það kostar að ferðast hjer svo sem vikutíma. En til lengri ferðalaga borgar sig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.