Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Page 2
414 LESBÓK MORGUNBLADSINS Fyrir nokkru höfðu systurnar frá Brimnesi komið í ráðuneytið, sagst hafa fengið styrk úr sambands- sjóðnum, eftir að þær fengu styrk- inn í ráðuneytinu, og því væru þær nú komnar til þess að skila aftur styrknum. Málið var lagt fyrir ráð- lierrana. Jeg sagði, að mjer þætti vænt um að heyra þessa sögu um landa mína. „Hvernig haldið þjer að málalokin hafi orðið?“ spurði hann. Það vissi jeg auðvitað ekki. „Jeg þurfti enga umhugsun. Auð- vitað skulu þær halda ríkissjóðs- styrknum líka. Svo óvenjuleg fram koma verðskuldar tvöfaldan styrk, og þótt meira væri.“ Jeg hef aldrei gleymt því, hve þessar tvær fátæku stúlkur gerðu garð íslands frægan með þessari framkomu sinni, og mjer finnst að slíku eigi að halda á loft. Og nú gefst tilefni til þess við andlát ann- arar þeirrar. Bessastöðum á höfuðdaginn 1950. Galdralæknar frumþjóðanna búa yfir aldagömlum vísindum VÍSINDAMENN eru nú farnir að viðurkenna það, að lækningaaðferð -ir töframanna, skemanna frum- þjóðanna, sje ekki hjegóminn ein- ber, svo sem talið hefir verið fram að þessu. Enda er það nú svo, að læknavísindin eiga frumstæðum mönnum margt að þakka. Kínín er eitthvert merkilegasta lyf, sem þekkist og því er það að þakka að hvítir menn hafa getað numið hitabeltislönd, þar sem malarían strádrap þá fyrst í stað. En kínín er ekki fundið upp af hvítum vísindamönnum. Það voru hinir menningarsnauðu töfralækn- ar Indíána í Suður-Ameríku, sem höfðu fyrir óra löngu fundið upp á því að nota börk af chichona- trjenu sem lyf gegn hitasótt. Læknavísindin nota nú mjög digitalis-lyf við ýmiskonar hjarta- sjúkdómum. Þessi lyf eru ýmist gefin inn sem duft eða í pillum, einnig er til digitalis-seyði og drop- ar bæði til inntöku og innspýting- ar. Voru það vísindamenn vorir, sem fundu það lyf? Ónei. Töfra- læknar Indíána höfðu notað digi- talisjurtina sem meðal við hjart- veiki, löngu áður en hvítir menn komu til Ameríku. Allir kannast við aspirin, þetta ágæta verkeyðandi meðal, sem ekkert heimili þykist mega án vera. En löngu, löngu áður en læknar vorir komust upp á að nota þetta meðal, höfðu töfralæknar í Afríku og Ameríku notað mulinn börk af pílviði til þess að draga úr þján- ingum. En í pílviðarberki er ein- mitt salicyl, það efni, sem aspirin er búið til úr. Meðal frægustu uppgötvana vís- indamanna vorra eru aðferðir til þess að gera menn ónæma fyrir ýmsum sjúkdómum. En löngu áður höfðu töfralæknar Kaffa í Suður- Afríku fundið þessa aðferð og not- að hana. Þeir tóku eitur úr snák- um, blönduðu það og gáfu mönn- um inn um hríð í vaxandi skömt- um, til þess að gera þá ónæma fyrir eitri úr slöngubiti. HINIR fáfróðu töfralæknar gera enn í dag kraftaverk, sem hvítir læknar undrast. Til sannindamerk- is um það er þessi saga, sem birt var í „London Calling". Er hún höfð eftir manni sem heitir Char- les Grosse og var í lögregluliði Breta suður í Afríku. Grosse var við annan mann að olta morðingja nokkurn langt frá bækistöðvum hvítra manna. Vildi þá svo óheppilega til að eitraðasta slangan sem til er, mamba, beit fjelaga Grosse í ennið. Vegna þess að bitið var á þessum stað, var ekki hægt að stöðva blóðrásina með bindingu. Hafði Grosse því ekki önnur ráð en skera krossskurð í bit sárið og núa þar í pottösku. En þetta gerði ekkert gagn, og eftir 20 mín- útur virtist maðurinn kominn að dauða. Þá kom þangað innlendur töfralæknir. Hann var svo visinn og skorpinn að hann var líkastur fuglahræðu. Hann hoppaði í kring um sjúklinginn, tók svo ýmiskon- ar grös upp úr pússi sínu. Svo tók hann laufblað, ljet á það eitt- hvert duft, vafði blaðið saman og stakk því upp í sig. Svo tugði hann þetta í graut. Svo tók hann mjóa pípu og spýtti leginum í gegn um hana í skurðina, sem Grosse hafði gert á enni sjúklingsins. Að því loknu fór hann. En klukku- stund seinna fór líf að færast í sjúkhnginn. Og fjórum dögum seinna var hann orðinn svo hress, að hann gat haldið áfram för sinni. í „Sunday Mirror Magazine“ seg- ir Lawrence Griswold frá öðru kraftaverki. — Suður í Venezu- ela á amerískt olíufjelag olíulind- ir. Þar varð sprenging og vjel- fræðingur nokkur brendist svo hastarlega, að læknir sagði að ekki væri unt að bjarga lífi hans. Morg- uninn eftir var sjúklingurinn horf- inn. Menn heldu að hann hefði far- ið á iætur í óráði og steypt sjer í á, sem þar var nærri. Var hann því talinn af. En þremur mánuð- um seinna kemur hann heill á húfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.