Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Side 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
259
berki. Þar voru líka leðurskór
þvengjaðir nokkuð á annan veg,
þannig að þvengjunum var brugðið
tvisvar undir vörpin og myndaðist
þá kross á ristinni.
Nálhúsin sem saumnálar, sílar
og skónálar voru geymdar í, voru
búin til úr fjaðurstöfum og þar
nefnd nálaprillur. Það digrasta var
skorið úr fjöðuj-stafnum, bútunum
svo raðað hlið við hlið, en sterkur
dúkur saumaður utan um, en lok
fyrir opið og hnept niður á nál-
húsið og gjarnan saumuð rós í lok-
ið. Þar var togþráður mikið not-
aður til skógerðar, og þá marg-
faldur á vörpin. Þessi nálhús þekt-
ust líka á Suðurlandi.
í Norður-Þingeyarsýslu var kálf-
slcinn mikið notað í spariskó. Var
það litað úr hellulit og þóttu
skór úr því fallegri og traustari en
úr sauðskinni. Þar voru saumarnir
ekki stangaðir heldur fellu brún-
irnar saman, og saumurinn leit út
eins og laufaskurður, e£ vel - og
jafnt var saumað. Þenna saum má
glögglega sjá á mynd í „Þjóðhátt-
um“ Jónasar frá Hrafnagili, bls. 19.
Þessi saumur þektist líka á Suður-
landi og var kallaður skósaumur,
og helst notaður ef gerðir voru
mjög þykkir leðurskór.
Selskinn mun allmikið hafa verið
notað til skæða, þar sem selveiði
var, bæði með hárinu og hárlaust.
Selskinnskór höfðu þann stóra kost
að þeir urðu aldrei harðir, en í
bleytu voru þeir svo hálir að varla
var stætt á þeim. Að þoli var skinn
af gömlum selum talið jafngilda
kýrskinni.
Þá er að minnast á roðskóna, sem
helst munu hafa verið notaðir á
Vestfjörðum. Þeir munu lítið hafa
verið notaðir eftir aldamót, enda
fekkst þá nóg af skóleðri í versl-
unum, bæði útlent og innlent.
Gerð roðskóa var mjög einföld
og fyrirhafnarlítil, efnið var ýmist
steinbítsroð eða hákarlsskrápur. Ef
um hákarlsskráp var að ræða, var
hreistrið eða skrápurinn skafið af
brúnum skæðisins; síðan var gerð-
ur hælsaumur, og svo dreginn
þvengur í brúnir skæðisins, og
skórinn dreginn saman með hon-
um. Eins og geta má nærri voru
þessir skór mjög þollausir, ef geng-
ið var á grjóti eða hrjúfri jörð, svo
að það gat borið við að menn
þurftu að hafa með sjer mörg pör
skóa, ef þeir ætluðu í langa göngu.
— Um aldamótin var notkun þeirra
því alveg lokið til slíkra ferða, en
þá voru þeir þó notaðir, ef ganga
átti á mjúkum snjó, því til þess
þóttu þeir mjög hentugir, ljettir á
fæti og mjúkir. — Þá þektist það
líka að menn gerðu sjer einskonar
legghlífar eða vefjur úr sköturoði
til að verjast aur og bleytu, í stað
skinnsokka úr sauðskinni, sem alls
staðar voru notaðir.
SÚ VAR tíðin að jeg hafði dálitlar
áhyggjur af því að strákurinn í
karlskoti, sem sótti Búkollu fyrir
foreldra sína í tröllahendur, hefði
orðið að ganga langa leið með lítið
nesti, ef hann hefði átt að ganga
niður úr þrennum leðurskóm. En
auðvitað hefur hann verið á roð-
skóm og leiðin verið rúmur stund-
ar gangur, og tröllabælið hinum
megin við hæðina. Og þetta hafa
allir krakkar á Vestfjörðum vitað,
meðan litlir Sunnlendingar voru að
basla við að gera honum Ieðurskó
á fæturna.
ÞÁ SKAL að lokum farið nokkr-
um orðum um þá skó, sem gerðir
voru úr sauðskinnum. Af þeim
skinnum hafa án efa safnast mikl-
ar birgðir, þar sem mörgu sauðfje
var slátrað, því skinnin voru ekki
útflutningsvara fyr en farið var
að selja gærurnar.
Til þess bendir lítil saga um einn
fjárbóndann:
Hann kom í kaupstað um vor
og gekk inn í sölubúðina. Var kaup
-maðurinn þar fyrir og heilsar
honum vingjarnlega, og býður
honum að koma inn á skrifstofuna
og fá einn bjór. En bóndinn, sem
ekki kunni að gera greinarmun á
svaladrykknum og ærskinnunum,
svaraði tómlátur: Jeg á nóga bjóra
heima.
Sauðskinnin voru stundum lituð
úr sortulyngi og þótti það fallegra
ef notuð voru í spariskó.
Sniðning sauðskinnskónna og
gerð var hagað á sama hátt og leð-
urskónna, nema að ekki þurfti að
skera undan brúnunum, og í stað-
inn fyrir snúruna voru þeir brydd-
aðir með ljereftsreim, eða ef meira
var við haft með vel hvítu elti-
skinni. En eltiskinn var þannig
overkað að tekinn var ólitaður,
helst þunnur lambs- eða ærbjór og
hann eltur á stólpa eða stundum á
hrútshorni, þar til hann var orðinn
mjúkur og voðfeldur og Ijós á lit.
Endurminningin um sauðskinns-
skóna vekur alt aðrar kendir en
um leðurskóna. Þar veldur mestu
um að þá notuðu menn helst er
þeir skemtu sjer eða hvíldust eftir
erfiði og vosbúð. — En hjá mörgu
eldra fólki geta þeir líka vakið upp
fleiri endurminningar. — Þeir geta
mint á unnustuna snauðu, sem átti
ekki annað að gefa unnusta sín-
um en sortulitaða sauðskinnsskó
með rósaleppum úr þelbandi, en
þetta var ávöxtur af stopulum frí-
stundum hennar. Þeir voru líka vel
þegnir, því að þeir töluðu sínu
máli um velvild og hlýar hugsanir,
með hverju nálspori og lykkju.
Og þeir geta líka mint á fátæka
móður, sem ekki hafði annað að
gleðja börnin sín með um jólin en
með því að gefa þeim öllum nýa,
velgerða skó, sem gerðir voru í
svefntíma annara heimamanna, en
gátu á sínum tíma vakið samstilta
gleði þeirra, sem við áttu að taka.
Þessa tilfinningu, sem allir vilja