Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Side 2
318
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Jón SignrSsson, málverk Asgríms Jónssonar, er hann málaSi fyrir nemendur
Mentaskólans 1911. MálverkiS keypti síðan Andrjes heit. Fjeldsted, augnlæknir.
Það er nú í eigu Ólafs Thors.
'S’ EXSK’ FANINN
Fánamálið var hjartans mál Islend-
inga á þeim árum. Bláhvíti fáninn, sem
Einar Beflediktsson orti til, átti að
útrýmá „Dannebrog" hjer á landi á
næstu árum. Hann var tákn frelsishug-
sjóna vorra og sjálfstæðisstefnu.
Þó hafði þjóðin ekki nándar nærri
orðið samhuga um gerð þessa fána síns.
Enda voru á því alvarlegir meinbugir,
að hann gæti nokkurntíma orðið lög-
helgaður fáni.
M. a. var hann svo til af sömu gerð
og Grikklands fáni, eða „Krítarfáninn",
sem hann stundum var nefndur, hon-
um til óvirðingar.
Sú saga var sögð á þeim árum, til
merkis um að bláhvíti fáninn gæti
aldrei orðið þjóðfáni íslendinga, vegna
líkingarinnar við hinn gríska, að þegar
Friðrik konungur VIII. var hjer á ferð
sumarið 1907 og fór norður um land,
sigldi vjelbátafloti ísfirðinga til móts
við konungsskipið.
Allir voru þeir bátar prýddir íslenska
fánanum. Konungur stóð í lyftingu,
þegar bátaflotann bar að skipi hans.
Var mælt að hann hefði þá komist svo
að orði: „Þetta mundi hafa glatt Georg
bróður minn,“ en hann var þá konung-
ur í Grikklandi.
HATÍÐ mentaskólans
Þannig stóð á ferðum mínum þennan
morgun að jeg hafði sammælst við
nokkra skólafjelaga mína í Mentaskól-
anum að mæta þar klukkan sjö, til
þess að raða bekkjum í hátíðasalnum,
og koma þar öllu í röð og reglu fyrir
samkomu, sem þar átti að befjast kl.
8% f. h.
Með þessari athöfn í Mentaskólanum
hófust hátíðarhöldin þennan dag hjer
í hænum. Sú athöfn hafði verið stund-
sett svo snemm-degis, vegna þess, að
mikið stóð til um daginn, margir sömu
mennirnir, sem áttu að vera þarna við-
staddir, höfðu mörgu öðru að sinna
þann dag.
Stúdentspróf stóðu yfir í Mentaskól-
anum. Höfðum við stúdentsefnin lokið
hinu skriflega prófi fyrir þennan laug-
ardag. En munnulegu prófin voru eftir.
FORSETAMYNDIR
Á heustnóttum þennan vetur hafði
verið ákveðið á almennum skólafundi,
að nemendur skólans gæfu honum mál-
verk af Jóni Sigurðssyni, til að hengja
upp í gamla Alþingissalnum, uppi yfir
þeim staú, þar sem forsetastóll Jóns
hafði staðið, er þing var þar háð. Hafði
mjer verið falið að annast þessi sam-
skot, ásamt nokkrum skólabræðrum
mínum, og undirbúning að afhjúpun
myndar þessarar þessa morgunstund.
Þennan vetur var ákveðið, að reisa
Jóni Sigurðssyni líkneski hjer í bæ.
— Nefnd manna stóð fyrir reisn
forsetamyndarinnar, og gaf út ávarp
1. janúar 1911, þar sem auglýst voru
þjóðarsamskot til þessarar myndar.
Þegar fram yfir nýár kom, vann Einar
Jónsson að myndagerð þessari, í her-
bergi í Alþingishúsinu, vestan fordyris,
Það húsnæði var lítið notað þá, vegna
þess að þaðan var Landsbókasafnið ný-
flutt i hina nýu byggingu við Hverfis-
götu. Enda skyldi hinn óstofnaði há-
skóli fá þau húsakynni til umráða.
Við Mentaskólanemendurnir litum
svo á, að. þar sem forsetinn hafði háð
alla sína þingbaráttu í hinu virðulega
skólahúsi, þá stæði okkur næst að
minnast 100 ára afmælisins, með því að
sjá skólanum fyrir sjerstakri forseta-
mynd. Enda var samband Jóns Sigurðs-
sonar við Latínuskólann svo ofarlega
í hugum manna að til orða kom að
reisa mynd hans fyrir framan skólann.
TVEIR MÁLARAR
Tveir voru þá íslenskir listmálarar
Þórarinn Þorláksson og Ásgrímur Jóns-
son. Samskotanefnd skólapilta fanst
rjett að gefa þessum báðum íslensku
málurum kost á að mála þessa mynd
fyrir skólann. Skyldum við síðan fá
nefnd manna, er allir höfðu verið per-
sónulega kunnugir Jóni Sigurðssyni, til
að dæma um það, hvor myndin þeir
teldu að hæfði minningu forsetans bet-
ur.
Málararnir tveir fjellust á þessa til-
högun og höfðu lokið verki sínu nokkru
áður en hátíðisdagurinn rann upp. —
Hvorugur þeirra hafði sjeð Jón Sig-