Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Blaðsíða 6
322 LESBOK MORGUNBLAÐSINS að halda 100 ára aímæli Jons Sigurðs- sonar hátiðlegt. Og svo þurfti nokkurn tima til að skipuleggja hina hátiðlegu skrúðgöngu, Fremstir i *krúðfylkingunni gengu ?rðstu embættismenn landsins. Ráð- herrann Kristján Jónsson vantaði þó þar, þvi hann var i útlöndum. Hafði hann að þingi loknu farið með lögin á konungsfund til undirskriftar. í>á komu erlendir ræðismenn, þa Alþingismenn, þá barnaflokkur. Það vakti geysilegan fögnuð að i barnafylkingunni vai; þvi nær hvcrt einasta barn með fánann bláhvita. Því næst kom Stúdentafjelagið undir fána sínum, þá við Mentaskólanemendur undir skólafánanum og svo hvert fje- lagið af öðru er fána átti o. fl. o. fl. Alls var talið að i skrúðgöngunni hefðu verið 7000 manns. Það þykir vitaskuld ekki mikið nú. En saman- borið við mannfjölda í bænum þá, þyrfti þátttakan nú að verða nálcga 35 þús. manns til þcss að vcra ámóta. Jeg get ekki neitað að jeg varð fyrir dálitlum vonbrigðum í þessum þætti hátiðarinnar. Skrúðgangan staðnæmd- ist að sjálfsögðu i Suðurgötunni. Meðan við stóðum þarna urðu samræður okk- ar skólafjelaganna með litlum hátiðar- brag, og að sjálfsögðu vorum við svo fjarri leiði forsetans i kirkjugarðinum og fjarri sáluhliðinu, aö við höfðum lítið samband við það, sem fram fór í fylkingarbrjósti. En þaðan voru blóm- svcigar bornir inn að lciði forsetans. Lúðraflokkurinn, sem gekk fyrir skrúð fylkingunni og fjörgaði að sjálfsögðu allan söfnuðinn, hafði hætt meðan fylk- ingin stóð þarna kyr. En blómsveig- arnir, sem settir voru á forsetalciðið voru þessir, að þvi er scgir í ísafold: Frá landsstjórninni, bæjarstjórn Reykjavikur, Þjóðvinafjelaginu, Bók- mentafjelaginu, Verslunarstjett Rc.vkju vikur, Heimastjórnarflokknum, bróður- börnum Jóns Sigurðssonar og börnum þeirra, frá Tryggva Gunnarssyni (til minningar um frú Ingibjörgu konu íorsetans), frá Ungmennafjelaginu Ið- unni, Ungincnnafjelagi Reykjavikur og frá hinum sænska stjórnmálamanni, er á þeim árum ritaði oft um islensk stjórnmál, Ragnari Lundborg. Skrúðgangan beygði svo um Skothús- veg niður i Tjarnargötu og staðnæmd- ist á Austurvelli. AÐALHATIÐIN Nú hófst aðalhátið dagsins. Sú at- höfn, sem sterkast hefur lifað í endur- minning minni hin liðnu 40 ár, er Jón sagnfræðingur Aðils flutti hátiðarræðu sina frá Alþingishússvölunum og söng- flokkur Sigfúsar Einarssonar söng kvæði Hannesar Hafsteins og Þorsteins Erlingssonar, er þeir höfðu ort í til- efni af þessu 100 ára afmæli. Söngflokkurinn stóð norðan vallarins gcgnt Alþingishúsinu, á svölum Hótel Reykjavíkur. Svo kyrt var veðrið þessa stund að hinn viðstaddi mannfjöldi á vellinum naut ræðunnar og söngsins likt og Austurvöllur væri ein salar- kynni, þar sem ræðustóll og söngpallur væru innan veggja. hAtíðablað ísafoldar Sjerstakt blað af ísafold hafði komið út þá um morguninn með þessari ræðu Jóns sagnfræðings og kvæðum Þor- sæins Erlingssonar og Vorvísum Hann- csar Hafstein. Á forsíðu blaðsins, þar scin ræðan var prentuð var og mynd Ásgrims af Jóni Sigurðssyni, sem nann málaði fyrir okkur Mentaskólanem- endurna. Þar var líka forsetamynd Einars Jónssonar i leir, tekin í Alþingishúsinu, áður en myndin var send til afsteypu. Það þótti í þá daga alveg sjerstök frjettaþjónusta að geta flutt hjer blaða- myndir, sem voru í svo nánum tengsl- um við liðandi stund sem að þcssu sinni. Enda var prentmyndagerð þá cngin í landinu, og varð að fá allar prentmyndir, slórar og smáar, frá úl- löndum. Við þetta tækifæri sem oftar færði Ólafur Björnsson ritstjóri, en hann var þá fyrir 2 árum tekinn við ritstjórn blaðsins, sönnur á, að hann var blaða- maður í „nýa stíl“, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, cr þá voru á blaðaútgáfu, scm nútímamenn eiga erfitt með að gera sjcr grein fyrir. 6NILDARRÆÐA JÓNS AÐILS Ræða Jóns Aðils af Alþingissvölun- um þennan dag cr sígilt verk að mínu áliti. Hann tafði ekki tímann með því að rekja sögulegan æviferii forsetans. Hann flutti mannlýsingu svo mcitlaða og áhrifarika, að hún prentaðist inn í hug mannfjöldans, sem á hana hlýddi. Hjá ræðumanni fór saman meitlað efm og frábær flutningur. Segir í Isafold að ræðumaður hafi talað svo hátt og snjalt „að hvert mannsbarn hafi vel mátt heyra, allra þeirra er þar voru og fólk í húsunum Jon J. .'ious sagniræðingur i kringum Austurvöli. Mun það ei of- sögum sagt að Jón sje snjallrómað- aslur allra ræðumanna vorra.“ Jón hóf mál sitt mcð þessum orðum: „Háttvirta samkoma. Þegar citthvað óvenjulegt stendur til, cinhver mann- fagnaður eða hátíðahöld úti við, mun flestum hugleikið, að veðrið sje sem best. Þess hafa aúðvitað allir óskað í dag. En þó liggur mjer við að segja, að einu gildi hversu viðri, svo fögur er minning dagsins. Land vort er á marga lund öfganna land, og andstæðanna. Það er kuldalegt og ömurlegt og cyðilegt umhorfs þcg- ar ekki sjest tih sólar. Þegar þoka og dimmviðri taka fyrir útsýn alla. En það getur aldrei orðið svo dimt í lofti, svo napurt og kuldalegt að ekki birti fyrir hugskotssjónum vorum, að ekki ylji um hjartaræturnar, er vjer rennum hug- anum til Jóns Sigurðssonar.“ Fyrir mannfjöldanum, sem var við- staddur þessa minningarhátið, var sem Jón Sigurðsson eða andi hans væri í sólskininu og við fengum þá trú að andi hans ætti eftir að skapa þjóðinni framtiðarsólskin. „Það er fagurt umhorfs hjerna á heiðskírum sumardcgi,“ sagði ræðu- maður, „með dökkbláan fjallahringinn á 3 vegu og sólglitrandi sjóinn og skín- andi jökulinn i vestri — svo hreint og bjart og tignarlegt, að fátt mundi jafn- ast á við það. Eitt veit jeg þó, sem er fegurra og bjartara og hugljúfara. Það er fögur endurminning, það er minning dagsins í dag, og mannsins, sem við öll höfum i huga á þessari stundu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.