Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 þáverandi barnaskóla bæjarins, við Pósthússtræti, þar sem nú er lögreglu- stöð. Sýning þessi vakti mikla athygii, og var fjölsótt, enda var mikið til hennar vandað. Hafði undirbúningur hennar staðið yfir frá áramótum, og sýningar- nefndin kostað kapps um að fá sýn- ingarmuni víðsvegar að af landinu eða „iðnaðarmuni og hvers konar heimilis- og handavinnu karla og kvenna,“ enn- fremur búnaðaráhöld og afurðir, eins og segir í auglýsingu, sem sýningar- nefndin gaf út 1. janúar. Þar segir enn- fremur, að Búnaðarfielag íslands hafi heitið verðlaunum fyrir sýningarmuni, sem koma landbúnaði við, og sýningar- nefndin greiði flutningskostnað sýning- armunanna með strandferðaskipum. Mig skortir þekkingu á að gera grein fyrir því gagni, sem sýning þessi hefur gert fyrir iðnframleiðslu landsmanna. En það man jeg glögt að margt bar þar nýstárlegt fyrir augu. Þótti sýningin með meiri myndarbrag en menn gátu búist við að óreyndu. HÁSKÓLAVÍGSLAN Sama góða veðrið hjelst fram eftir deginum. Var að sjálfsögðu óvenju mikil mannaferð á götunum er fram á daginn kom. „Undir kl. 12,“ segir í ísafold, „barst straumurinn að Alþingishúsinu. Þar átti að fara fram á hádegi sú hin stór- merka athöfn — vígsla Háskóla ís- lands“. Sú athöfn fór fram í neðri deildar salnum. Hafði þingborðum ver- ið rutt úr salnum og stólar settir um allan salinn fyrir boðsgesti. Salurinn var skreyttur fánum. En beint á móti forsetastól stóð á háum stalli klædd- um bláum dúk mynd Bergsliens af Jóni Sigurðssyni í marmara. Það vakti furðu margra, og var gert að umtalsefni í Isafold m. a. að bláhvíti fáninn, sem skreytti Alþingishússsvalirnar þennan dag, sást ekki innan veggja við þessa hátíðlegu athöfn. Boðsgestir voru komnir til sæta sinna fyrir kl. 12. Þá var húsið opnað fyrir almenningi. Ruddist þar hver sem betur gat, uns hliðarherbergi og aðrar vistar- verur voru fullar af fólki, er vildi fyrir hvern mun fá tækifæri til að sjá eða heyra hvað fram fór, við þessa merku athöfn. En ekki varð jeg meðal þeirra, sem hreppti það hnoss, þó jeg feginn vildi og hefði gert tilraun til þess. SKEYTI FRÁ FRIBItrK KONUNGT VIII. í upphafi voru sungin háskólaljóð Þorsteins Gíslasonar, kórsöngurinn, fvrri hluti. En frú Stefanía Guðmunds- dóttir leikkona las sólóna, Að því búnu steig Klemens Jónsson landritari í forsetastóiinn „til að af- henda háskólann háskólaráðinu," segir í ísafold. Hann hóf mál sitt með því að lesa upp símskeyti, sem honum hafði borist frá Friðrik konungi VIII. og hljóðaði þannig: „Um leið og jeg á þessum minningar- degi með öilum íslendingum tek undir endurminninguna um hinn mikla for- vígismann og göfuga talsmann þjóðar- innar, bið jeg yður að flytja fram óskir mínar um að háskóli sá, sem stofnaður er á þessum degi til minningar um hans mikla lífsstarf megi verða íslending- um til sóma og landi og þjóð til gagn- semdar." Björn M. Olsen. Stóð þá upp Björn M. Olsen, en hann hafði af hinu nýkosna háskólaráði ver- ið kjörinn fyrsti háskó'arektor. Bað hann konung lenai lifa. En þinaheimur tók undir með níföldu húrrahrópi, seg- ir í blaðinu. ÞJÓÐSKÓLI — HÁSKÓLI Landritari Klemens Jónsson rakti síðan sögu háskólamálsins og mintist þess sjerstaklega, að 18. júlí 1881 eða tæpum 30 árum áður en háskólinn var stofnaður, bar Benedikt Sveinsson sýslumaður fram málið í neðri deild og komst m. a. þannig að orði: „Eins og orðið mamma er hið fvrsta orð, sem við heyrum af vörum barns- ins, þannig er orðið „þjóðskóli“ hfð fyrsta orð af vörum Alþingis árið 1845, fram borið í umboði þjóðarinnar, af þeim manni, þeirri frelsishetju (þ. e. Jóni Sigurðssyni) sem nú er að vísu látinn, en hin andlega og líkamlega ímynd hans mænir yfir ocs hjer í saln- um. Jeg vildi óska að hún æ og æfin- lega hefði sem mest og best áhrif á oss innan þessara helgu vjebanda." Að lokinni ræðu landritara flutti svo prófessor Björn M. Olsen ítarlega setn- ingarræðu. Þakkaði fyrst og fremst konungi og síðan íslandsráðherrunum þrem, Hannesi Háfstein, Birni Jónssyni og Kristjáni Jónssyni, sem að því hefðu stuðlað að Háskólinn væri nú settur á stofn. Mintist því næst á, hve mikils- verðar slíkar stofnanir væru, ef þær reyndust það, sem þær ættu að vera: vísindaleg rannsóknarstofnun, vísinda- leg kenslustofnun með fullkomnu rann- sóknarfrelsi. Mentafrömuðurinn og bókasafnarinn Benedikt S. Þórarinsson kaupmaður byrjaði fljótt að sýna Háskólanum vel- vild sína. Færði hann á stofndegi hon- um að gjöf sjóð, er verja sk.yldi til verðlauna fyrir söguleg íslensk vísinda- rit. Svo var mjer sagt að yfir þessari vígsluathöfn hafi ríkt hátíðleg alvara. En söngur hátíðaljóðanna með fram- sögn Stefaníu Guðmundsdóttur gaf at- höfninni glæsibrag. En síðasti þáttúr háskólaljóðanna, sem ort eru undir þjóðsöngsiaginu, hefst með þessum ljóðlínum sem kunnugt er: Ó, vakið, vakið vættir lands, sem vöktuð hjá fámennri afskektri þióð á reynslunnar tíð, þar sem aldrei dó út á arni, hin heilaga glóð. Verndið hollvættir landsins í lengd og í bráð, vorrar lífssögu, dýrastan arf. Því með lotning við feðranna fornment skal háð vort framtíðar menningarstarf. SKRÚÐGANGAN Vígsluathöfnin í Alþingishúsinu stóð yfir í klukkustund. Mikill mannfjöldi stóð á Austurveili allan þann tíma, þó ekki væri gjallarhorn til að flytja söng- inn og hið talaða orð frá vígsluhátíð- inni til mannfjöldans. En þetta var einu sinni hátíðisdagur, veðrið dásamlegt og nú skyldi aðalhátíðin hefjast méð skrúð göngu mannfjöldans suður í kirkju- garð. Það var ekki nema éinu sinni, sem Reykvíkingar höfðu tækifæri til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.