Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
319
urðsson i lifanda lífi. Þvi var ekki
annars kostur fyrir þá, en að fara eftir
myndum af Jóni.
Þórarinn heitinn valdi sjer þá aðferð,
að gera eftirmynd af mynd þeirri, sem
var og er f Alþingishúsinu, máluð að
Jóni lifandi, eftir danska málarann
Molbeck.
En Ásgrímur valdi hinn kostinn að
mála sjálfstæða mynd af forsetanum,
eftir þeim ljósmyndum, sem hann gat
aflað sjer, og taldi rjettast að hafa sjer
til leiðbeiningar.
Þennan vetur hafði Ásgrímur vinnu-
stofu sina í Vinaminni við Mjóstræti.
Mjer var kunnugt um að hann vann
lengi að forsetamyndinni. Heimsótti jeg
hann nokkrum sinnum og hafði þá í
fyrsta skifti tækifæri til að kynnast
verki listmálara.
DOMNEFNI)
Þegar svo langt var komið að yið í
samskotanefndinni þurftum að fá úr-
skurð um, hvora myndina við ættum
að taka handa skólanum, fengum við
5 menn í dómnefnd, til þess að úr-
skurða það. Voru það þeir Tryggvi
Gunnarsson, hann var formaður í minn-
isvarðanefndinni, Þórhallur Bjarnarson
biskup, Klemenz Jónsson landritari,
Steingrímur Thorsteinsson rektor og
Indriði Einarsson.
Asgrímur Jónsson verðlagði sína
mynd á 300 krónur. En þareð mynd
Þórarins var „kopía'1, vildi hann ekki
taka hærra verð fyrir hana cn kr. 250.
Dómnefndin vaidi mynd Þórarins. Hef-
ur hún siðan í þessi 40 ár, verið í há-
tíðasal Mcntaskólans. Það mun vera
fyrsta málverkið, sem þangað kom.
Tryggvi Gunnarsson sagði mjer sið-
ar, að hann einn af dómnefndarmönn-
um hefði kosið mynd Ásgrims.
Þegar litið er á þa$, hvað gerst hefur
í islenskri málaralist á þeim 40 ár-
um, sem síðan eru liðin, hugsa jeg oft
til þess, að þá voru hjer aðeins tveir
hstmálarar. Og það sem meira var.
Menn töldu eðlilegt, að þeir myndu
ekki verða öllu fleiri næsta mannsald-
urinn.
ERFITT IIM ÖFLUN BLÓMA
Frá undirbúningnum að þessari há-
tíðarstund í Mentaskólanum fyrir 40
árum, er mjer þetta einna minnisstæð-
ast:
Þá voru ekki blómabúðirnar i Reykja
vík á hverju strái. En okkur fanst
nauðsynlegt, að skrcyta hina veglegu
Jón Sigurðsson, litil líkneskja, cr Einar
Jónsson gerði 1911. samhhoa írummynií
af líkncskjunni á Austurvelli. Myndin
er nú eign fru líorghildar Björnsson.
mynd, þegar hún vrði afhent skólan-
um. Þá var það siður hjer í Reykjavík
þegar mann vanhagaði um blóm, til
skreytingar, að gengið var í hús til
þeirra, sem höfðu gluggablóm og betl-
að út af þeim, sem fyrir hendi var.
Tveirn dögum áður hafði jeg lagt í
ferðalag urn bæinn, ásamt hinni hjálp-
söpiu konu, frú Cathincu Sigfússon. Á
þeim árum bjuggu þau hjón i Menta-
skólanum, Jóhannes Sigfússon kennari
og frú hans Cathinca. Þau voru bæði
altaf boðin og búin til þess að rjetta
okkur skólapiltunum hjálparhönd, hve-
næa- sem við leituðum til þeirra.
Við frú Cathinca höfðum komist að
þeirri niðurstöðu að rjettast væri að
leggja aðaláhersluna á að safna bláum
seneraríu-blómum til skreytingar á for-
setamyndinni. Það var bláhvíti litur-
inn, sem okkur fanst mest viðeigandi.
Svo var að ganga um göturnar og
skima upp í glugga, til að komast á
snoðir um hvar væri seneraríur fyrir
hendi. Suddarigning var þennan dag og
ákaflega ömurlegt að ganga um göturn-
ar. Við byrjuðum, man jeg, í Þing-
holtsstræti og Ingólfsstræti, fórum svo
um Skólavörðustíginn og Laugaveginn.
Leiðangur okkar endaði langt inni í
Skuggahverfi. Ekki man jeg hvar. Þá
vorum við búin að safna saman það
mörgum seneraríu-bJómum í pappirs-
poka, sem við höfðum meðferðis, að
okkur fanst að skreytingarþörf forscta-
myndarinnar gæti orðið fuilnægt.
Ekki man jeg hvort við höfðum
nokkra aura meðferðis, eða buðum
nokkra borgun fyrir blómin, eða þess
væri óskað. Mjer er nær að halda að
svo hafi ekki verið. En á sumum heim-
ilum man jeg cftir að okkur var
tekið með innilegum fögnuði. Fólki
þótti vænt um að fá tækifæri til að
leggja fram þennan Jitla blómaskerf úr
stofunni sinni til hátíðahaldsins.
HÁTÍÐAHÖLDIN hefjast
Þennan 17. júní morgun, er jeg var
snemma á ferli um bæinn, var skreyt-
ingin á myndinni eftir. Leysti frú
Cathinca hana af hendi með sinni ein-
stöku alúð og smekkvísi. Bekkjunum
var raðað í salinn eins og þurfti fyrir
hinn tilsetta tíma, og alt í lagi.
Nokkrir æðstu embættismenn þjóð-
arinnar komu þar, kennaralið skólans
alt að sjálfsögðu og flestir nemendur.
En mig minnir að tiltölulega fáir gestir
hafi verið þarna aðrir. Voru þeir ckki
fleiri en svo að þeir rúmuðust vel á
bekkjunum i salnum.
Frú Cathinca Sigfússon