Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Qupperneq 4
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skáld HIÐ ÁTTRÆÐA ÞJÓÐSKÁLD Rektor Mentaskólans var þá góð- skáldið og þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson. Hann hafði ort kvæði fyrir þetta tækifæri. Hann var þá átt- ræður að aldri, skáldfáki hans Íarið að daprast flugið eins og eðlilegt var. Enda var ekki laust við að við ungling- arnir hentum gaman að sumum hend- ingunum og orðatiltækjunum í kvæði hans. Einkum þótti okkur það sjer- kennilegur háttur gamla mánnsins, að hann valdi sjer það kvæðisform að ávarpa „salinn'*. Kvæði hans byrjar svona: ,.Þú salur, þar nú sitjum vjer, þín saga er frá þeim degi ger, í þjer er vígð'ist þiftg." Þegar hann svo hefur lýst i kvæði sínu Jóni Sigurðssyni og athöfnum hans í salnum, þá kemst hann m. a. svo að prði: „Og því er myndin snillings sett, vor salur, á þinn vegginn rjett, hún mitt sje meðal vor.“ En hvemig svo sem kvæðið er, sem gamli maðurinn orti við þetta tækifæri og útbýtt var þarna meðal gestanna, þa vill svo til, að af öllum viðstödd- um þessa morgunstund í Mentaskóla- salnum er mjer Steingrímur Thorsteins -son einn minnisstæður. Er jeg stóð upp í pontunni nokkur augnablik, til að mæla þar fáein orð og afhenda myndina skólanum til eignar, varð mjer litið á hinn áttræða rektor. Rann I upp fyrir mjer ljósara en áður, hve ævi hans var orðin löng. Hann var ekki nema tveimur áratugum yngri en þjóð- hetjan, sem verið var að heiðra þennan dag. Enda þótt jeg hefði haft rektor daglega fýrir augunum þrjá undan- farna vetur, og hann hefði lagt sig í lima, til þess að kenna mjer latínu undanfarna mánuði og það var sann- arlega ekki ljett verk, þá fanst mjer jeg aldrei hafa sjeð hann eins vel og ein- mitt nú. Yfir hinum skörpu svipdrátt- um hans hvíldi göfgi og friður ellinnar, ásamt lifsrúnum langrar ævireynslu. Þá fann jeg til þess, hve ómerkilegir við vorum 6-bekkingarnir, sem höfðum átt að læra af honum latínuna og vor- um nú að kveðja skólann eftir nokkra daga, að við skyldum hafa fengið það af okkur að láta ryðgaða tappatogara og sjálfskeiðinga hrjóta ofan í \iða jakkavasa gamla mannsins, þegar hann var að kenna okkur, til þess að hafa ánægjuna af því daginn eftir að sjá vandræðasvip hans, er hann var að bera þáð upp við okkur, að hann vissi ekki hvar hann hefði fengið þetta lánað. MERKILEGT KYNNINGARSTARF Steingrímur rektor sagði við þetta tækifæri, frá nokkrum endurminning- um sínum um Jón Sigurðsson. Síðan flutti Þorteifur H. Bjamason adjunkt aðaíræðuna. Kvæði rektors var sungið. Og þá var þessum lið hátíðahaldanna lokið. Þó mín þátttaka vasri næsta lítil- fjörleg, þá var mjer stórum ljett, þegar þetta var afstaðið. Þorleifur H. Bjamason kennari átti einn veigamesta þátt í því kynningar- starfi á Jóni Sigurðssyni, sem fram fór í samb. við afmælið, með útgáfu sinni á brjefum forsetans. Brjefin, sem Þor- leifur gaf út, og sjerstakt hefti af Skirni, með mörgum greinum um for- setann, færði Jón Sigurðsson nær vit- und þjóðarinnar, en hann áður var. Þjóðin hafði vissulega gert sjer grein fyrir forystu hans og forystuhæfileik- um í hinni löngu stjórnmálabaráttu. En sú þekking var að mestu utan við alt sem snerti og kalla mætti persónuleg kynni. Með því að fá brjefin í hendur, var almenningur Teiddur inn í vinnu- stofu Jóns, gat virt hann fyrir sjer, kynst leyndum hugsunum hans og hug- renningum í blíðu og stríðu, er hann skýrði samtíðarmönnum og samverka- mönnum brjeflega frá merkum við- burðum og daglegum atburðum í lífi sínu. Heimur Jóns Sigurðssonar opnað- ist þjóðinni gegnum brjefin. Eftirminnilegastar eru mjer þó grein- arnar i Skírni, einkum grein Indriða Einarssonar, þar sem hann lýsir for- setanum, daglegum störfum hans, dag- fari og heimilisbrag, á heimili þeirra hjóna. Við lestur þessara greina kom for- setinn ljós lifandi á móti manni. — Glöggar myndir af honum urðu þá þjóðareign. DAGSKRÁIN Þegar athöfninni í Mentaskólanum var lokið, hófust hin meiriháttar há- tíðahöld dagsins. Kl. 9Vá guðsþjónusta í Dómkirkjunni, sr. Bjarni Jónsson prjedikaði og lagði út af textanum „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Klukkan 10 var iðnsýning sett í barna- skólanum og klukkan 12 var háskólinn settur eða vigður, í Neðri deildar-sal Alþingis. Draumur forsetans um þjóð- skóla skyldi rætast á 100 ára afmæli hans. Klukkan 1 hófst skrúðganga suður að kirkjugarði, blómsveigar lagðir á leiði forsetans. En er mannfjöldinn sneri aftur úr þeirri för, og gekk niður á Austurvöll, rann upp hátíðlegasta stund dagsins, með ræðu Jóns Aðils, frá Alþingissvölunum, og söng karlakór Sigfúsar Einarssonar á svölum Hótel Reykjavíkur norðan við Austurvöll. Þá i fyrsta sinn söng karlakórinn góð- kunni, er seinna hlaut nafnið „17. júní.“ Klukkan fjögur fór fram minningar- athöfn í Bókmentafjelaginu. Hpn var líka i Mentaskóla-salnum. Við þá at- höfn voru deildir Bókmentafjelagsins sameinaðar. Áður var fjelaeinu skipt í Hafnardeild og islensku deildina, en nú var Hafnardeildin lögð niður. Kl. 5 var sett íþróttamót, á hinum nýa iþrótta -velli á Melunum, er vígður hafði verið viku áður. Mikið stóð til þennan dag og eftir- væntingin var margvísleg. IÐNSÝNING Kl. 10 var svo iðnsýning opnuð í barnaskólanum er Iðnaðarmannaf jelag- ið gekst fyrir. Var formaður fjelagsins Jón Halldórsson trjesmíðameistari, að- alforgöngumaður þeirrar sýningar. — Hjelt hann ræðu við þetta tækifæri. Þetta var önnur almenna iðnsýningin, sen\ haldin hafði verið hjer í Reykja- vík. Sú fyrsta var haldin árið 1883 í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.