Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Blaðsíða 8
324 var eins og hvorttveggja hefði verið samið í samræmi við stemningu eða geðhrif fólksíjöldans á Austurvelli þennan dag. Er þessari minningarathöfn á Aust- urvelli var lokið, dreifðist mannfjöld- inn smátt og smátt. Járngrindurnar, sem voru utan um völlinn í þá daga, höfðu verið opnaðar til hátíðabrigðis. Höfðu margir sest eða lagst niður í grasið og sóluðu sig þar og ræddu at- burði dagsins. 1 BÓK.MF.NTAFJELAGINU Fáir sintu næsta lið á dagskránni, er var minningaratliöfn Bókmentafjelags- ir.s í hátiðasal Mentaskólans, þar sem hinn nýi háskólarektor Björn Olsen flutti ræðu um hið mikla starf Jóns Sigurðssonar fjtrir Bókmentaíjelagið. Á þeim fundi voru lagðar fram minn ingarbækurnar tvær er ofan getur — Brjef Jóns, er Þorleifip- H. Bjarnason gaf út, og Skírnisheftið með greinunum um Jón. ÍÞRÓTTIRNAR íþrottamótið er opnað var kl. 5 á hinum nývígða íþróttavelli komst á fyrir forgöngu ungmennafjelaganna. Við opnun mótsins flutti þáverandi biskup Þórhallur Bjarnarson ræðu. Þetta var fyrsta allsherjar íþrótta- mót íslands og hið veglegasta og fjöl- breyttasta íþróttamót, sem nokkru sínni hafði verið haldið hjer á landi. Jeg man það glögt hversu almenn hrifn ing var meðal almennings með þetta iþróttamót og vissulega voru miklar vonir við það tcngdar að upp af því gætu sprottið glæsileg afrek og örugg framtið íslenskra iþrótta. Jeg hef altaf haft litla þekkingu og litil aískipti af íþróttum, enda aidrei komið nær þeim í verki en einmitt þennan dag. Af einhverjum ástæðum sem mjer eru gleymdar varð jeg á iþróttavellinum þennan dag í hópi gæslumanna með hvítt band um hand- legginn til auðkenningar frá almenn- um áhorfendum. Því er það eðiilegt að nug bresti kunnleik á að geraigrein fyrir hversu merkur þáttur þetta iþrottamot var Jyrir framtíð islenskra iþrótta. En svo mikið er vist, að is- lenskir íþróttamenn sýndu hug sinn i verki tíl minningar um Jón Sigurðsson og þessa fyrstu afmælishátíð, sem hald- in var hjer á landi honum til heiðurs. Því það voru íþróttamennirnir, sem helguðu sjer þennan dag á næstu árum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og hjeidu uppi þjóðhátíðinni 17. júni þegar hún að öðru leyti var að lognast út af. En æskilegt væri að einhvcrjir þeirra manna, sem störfuðu að þessu íþróttamóti 1911 tækju saman athug- anir sínar um það hvern þátt einmitt þetta íþróttamót átti i örum vexti og viðgangi iþróttahreyíingarinnar hjer á landi. LITIÐ ATVIK Áður en jeg lýk máli mínu langar mig tii að skjóta fram persónulegri endurminning frá 21. sama manaðar, en þá kom út það tölublað ísafoldar, er sagði frá hátíðahöldunum þann 17. júni. Oft hefur mjer verið hugsað til unggæðislegrar forvitni minnar á því hvort góðkunningi minn, ljúfmennið Ólafur Björnsson ritstjóri hcfði látið þess getið í blaði sinu að jeg hefði orðið svo frægur að koma fy/stur fram opinberlega á aldarafmæli forsetans, þ. e. við afhending myndarinnar í Menta- skólanum. Svo hjegómlegur var jeg, eins og tilheyrði aldri mínum, að mjer Einar Ólafsson hjet maður er heima átti i Vopna- íirði á seinni hluta 19. aldar. Var hann þar i lausamcnsku cg vann mest hjá Einari lækni Guðjohnsen, en tók að sjer vetrarpóstíerðir til Raufarhaínar nokkur ár. í þeim póstferðum var hann altaf gangandi, enda annálaður göngu- garpur. Einu sinni var hann fenginn til þess að fylgja Jóni profasti Jóns- syni úr Vopnafjarðarkaupstað inn að Hofi. Prestur var ölvaður og hafði hest góðan, en Einar var gangandi. Þegar kom inn að Sandvík við fjarðarbotn- inn, vildi klerkur losast við fylgdar- manninn; hann sagðist mundu koma „þeim rústarhaug aítur fyrir sig,“ og sló í hestinn um leið. Einar greikkaði þá sporið. Prestur reið sem af tók inn að Ásbrandsstöðum, en þá var Einar orðinn nokkuð á undan. Hætti þá sjera Jón kappreiðinni, og urðu þeir sam- ferða þaðan inn að Hofi. • Hofið á Bjolfstindi Sagt er að Bjólfur landnámsmaður byggi i Firði — innan við fjarðarbotn- fanst þetta mundi skipta feikilega miklu máli fyrir mig. Vonbrigði mín voru því sár það augnablik, er jeg sá, að mín var að cngu getið eins og eðlilegt var, því svo margt stórmenni hafði látið til sín taka þennan dag. Jeg efast um að jeg hafi dulið von- brigðin við þennan ágæta vin minn, Ólaf Björnsson, þó jeg að sjálfsögðu hefði varast að erfa þetta nokkuð við hann. En þetta atvik hefur margoft rifjast upp fyrir mjer á undanförnum árum, þegar hinir og þessir, ungir og gamlir, konur og karlar, hafa orðið óánægð yfir þvi, er mjer hefur láðst að gera þeim nægileg skil í frásögrium Morgunblaðs- ins og ísafoldar. Þegar mjer hefur fundist framkoman hjá þeim bera vott um óþarflegan eða jafnvel litt skiljanlegan sjálfsþótta eða smámunasemi, hcf jeg átt hægar með, a(' setja mig í þeirra spor, með þvi að rifja upp hve hjegómlegur jeg sjálfur var fyrir 40 árum. V. St. inn í Seyðisfirði, cða þar sem hjet Forni-bær. Þar upp af er tindurinn. Því trúðu menn, að helgihald hcfði mikið verið á Bjólfstindi og jafnvel hof mikið og veglegt uppi á honum, scm fornmenn slógu goðahelgi-Ruldu yfir. í síðari tíð bar svo til, að stúlku i Firði vantaði nokkrar kvíær og leit- aði þeirra víða; lenti hún lolcs upp á dindinn og kom þá að húsi, mjög veg- legu, og ólíku þeim, sem hún hafði þekt. Þar stóð lykill í skrá. Hún verð- ur forvitin, grípur í lykilinn og vill sjá inn. En hún sneri hann sundur og varð skeggið eftir í skránni. Hrökk hún þá írá. Fann hún þá ærnar og rak þær heim og sagði sögu sina og sýndi höld- una til sönnunar viðburði þessum og var haldan síðan lengi við líði. Næst er hún kom þarna, sá hún eigi nema klelt einn; hún hafði hitt fyrir hofið á Bjólfs- tindi, því gæsluveran hafði þá verið fjarstödd (Árb. Fornl.fjel. 1932). Lcirhnúkur i Mývatnssveit var fyrrum grasi gró- ið fell, en á öndvgrðu árinu *1725 kom þar upp eldgos með sand og ösku- falli. Brast feilið alt i sundur og varð að gjám og gjótum, sem spúðu brenni- steins leirleðju lengi á eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.