Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 2
353 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' til sjerstaks fulltrúaþings, er semja skyldi nýja stjórnarskrá handa ríkinu. Þess er enginn kostur hjer að skýra frá öllum aðstæðum, er hjer lágu til. Svo var til ætlast, að íslendingar ættu kjörna fulitrúa á grundvallarlagaþing- inu, en þess var ekki kostur tímans vegna, að koma við kosningum hjer. Hafði stjórnin svo það ráð að velja sjálf hina íslensku fulltrúa. STEFNAN I STJÓRNMALA- BARáTTUNNI MÖRKUÐ Hjer á landi vöktu tíðindi þessi mikla athygli. Jón Sigurðsson birti nú í Nýjum fjelagsritum hina gagnmerku ritgerð sína, „Hugvekja til íslendinga“, þar sem hann gerði grein fyrir hversu ástæður hefðu breytst við lok einve.d- isins, og rakti sögu sambandsins við Noreg og síðan Danmörku af mikilli glöggskygni og þekkingu. Með þessiri ritgerð var stefnan í stjórnmálabar- áttu þjóðarinnar mörkuð fyrsta sinni, og á þeim hólmi var hún síðan háð. Hjer kom það fyrst til greina, að þjóð- in mætti ekki og ætti ekki að una lög- sögu hinna dönsku grundvallarlaga- samkomu um samband íslands við Danmörku. Um það efni ættu íslend- ingar einir að semja við konung, er hann legði niður einveldi sitt. Að forgöngu þeirra síra Hannesar Stephensen á Innrahólmi, þm. Borg- firðinga, og Jóns Guðmundssonar, þm. Skaftfellinga, var siðan kvatt til full- trúafundar á Þingvöllum sumarið 1848, til þess að ræða þetta mál. Er þetta upphaf Þingvallafundanna, er síðan verða margir og áttu mjög mik- inn þátt í sjálfstæðisbaráttunni. Á þessum fundi var ákveðið að æskja þess eindregið, að hin væntanlegu nýju stjórnarlög íslands yrðu lögð fyrir þjóðfund og voru ráðstafanir gerðar til þess að safna almennum undirskrift- um víðsvegar um land undir áskorun þess efnis. Annað höfuðverkefni þessa fundar var að treysta samtök um að vinna áfram að þessu mikilvæga máli. Viðbúnaður þessi allur og einhugur sá, er hjer kom fram, hafði þau áhrif á stiftamtmanninn, Rósenörn, að hann ritaði stjórninni skýrslu um málið, er miklu mun hafa valdið um þá stefnu, sem stjórnin tók, en með brjefi 23. sept. 1848 afsakar konungur það, að eigi hefði verið unnt að haga þátttöku íslendinga í grundvallarlagasamkom- unni á þann veg, sem ráðgert hafði verið og myndi hann kveðja sjálfur til fulltrúa af þeirra hálfu. En „það er þó ekki ásetningur vor, að aðalákvarð- anir þær, sem þurfa kynni til þess að ákveða stöðu íslands í ríkinu að lög- um, eftir landsins frábrugðna ásig- komulagi, skuli verða lögleiddar að fullu og öllu, fyrr en eftir að íslend- ingar hafa sjálfir látið álit sitt um það í ljós á þingi sjer, sem þeir eiga í landinu sjálfu, og skal það, sem þörf gerist um þetta efni, verða lagt fyrir alþingi á næsta lögskipuðum fundi“. Þetta loforð konungs var harla mikils vert, enda var oft skírskotað til þess síðar. Hjer hyllir undir þjóðfundinn, en viðbúnaðurinn til hans Verður stærsta pólitíska viðfangsefnið hjer á landi hin næstu ár. LAUSNAR SLJESVÍKUR- DEILUNNAR BIÐIÐ Alþingi 1849 gekk frá frumvarpi til laga um kosningar til þjóðfundar. Var nú ráð fyrir gert, að þjóðfundurinn yrði haldinn sumarið 1850. En hjer fór á annan veg. Meðan öllu þessu fór fram, átti ríkisstjórnin í ströngu f>ð stríða vegna afstöðu hertogadæmanna, Holtsetalands og Sljesvíkur, er frá fornu fari höfðu lotið Danakonungi. Holtsetaland var þýskt hertogadæmi. En Sljesvík var í upphafi aldanskt land, en er hjer var komið, gætti þar mjög þýskra áhrifa, enda hafði lands- hlutum þess langa hríð stjórnað verið sem einni heild. Og er til mála kom að skilja hertogadæmin að og tengja Sljesvík sem fastast við Danmörku, eða jafnvel skipta henni og láta hinn þýsk- asta hluta hennar fylgja Holtsetalandi, gerðu hinir þýsksinnuðu íbúar hertoga- dæmanna uppreisn og kröfðust sam- einingar Holtsetalands og Sljesvíkur og frjálslegrar stjórnar þessara landshluta í sem lausustum tengslum við Dani. Gegn þessu risu Danir og sem mót- vægi við þessa sjálfstæðishreyfingu í hertogadæmunum reis sú stefna hátt að binda alla hina dösnku rikishluta sem fastast saman og slaka hvergi til. Fram til þessa höfðu ýmsir áhrifamenn úr hópi frjálslyndari stjórnmálamanna í Danmörku lagt Islendingum lið og stutt mál þeirra. En þegar bóla fór á þvi, að íslendingar vildu krefjast aukins sjálfsforræðis, með líkum hætti og Sljesvíkurbúar, tók hjer að kveða mjög við annan tón. Meðan úrslitin í Sljesvíkurstyrjöldinni voru enn í nokk- urri óvissu,.var stjórnin með engu móti við því búin að ganga frá tillögum um íslenska stjórnarskrá, síst frjálslega, því slíkt myndi styrkja uppreisnarhreyf- inguna. En að bjóða íslendingum harða kosti gat líka haft ill áhrif og komið óorði á stjórnina fyrir kúgun- arviðleitni og ofbeldi við smúþjóð. Úrræðið var að bíða, þangað til Sljes- víkurdeilan væri leyst. ÞINGVALLAFUNDURINN 1850. Heima á íslandi var hafður viðbún- aður um að halda Þingvallafund sum- arið 1850, áður en Þjóðfundurinn kæmi saman, en er það vitnaðist, að þjóð- fundinum yrði frestað til næsta árs, var eigi að síður kvatt til Þingvallafund- ar, að ráði Jóns Sigurðssonar. Gekkst Hannes Stephensen fyrir því. Fundur- inn var mjög fjölmennur, og sátu hann um 180 fulltrúar. Hlutverk fundarins var að kjósa nefnd, sem stjórna skyldi hreyfingu þeirri, sem nú var vakin, um að þjóðin skipaði sjer sem fastast saman um ákveðnar óskir í stjórnlaga- málum. Þennan fund sat m. a. J. D. Trampe greifi, er þá var nýorðinn stiftamtmaður hjer á landi. Fundur- inn samþykkti ávarp til konungs, um að stjórnlagafrumvarp stjórnarinnar yrði sent hingað sem fyrst, svo mörin- um gæfist góður tími til að íhuga það. Enn fremur yrði fyrir þjóðfundinn lagt frumvarp til laga um algert verslun- arfrelsi og skýrsla um fjárhagsvið- skipti íslands og Danmerkur. Einnig var samþykkt ávarp til þjóðarinnar, þar sem lýst var þeirri stefnu í stjórn- lagamálinu er fundurinn aðhylltist. Voru tillögur nefndarinnar sem vænta mátti mjög í anda Jóns Sigurðssonar. Því næst var kjörin framkvæmda- nefnd, er gangast skyldi fyrir funda- höldum og umræðum um málið hvar- vetna í sveitum landsins. Áttu fulltrú- arnir, sem Þingvallafund sátu, að gang- ast fy-ir fundahöldum, hver í sínu umdæmi, og skyldi framkvæmdanefnd- in, að fengnum ályktunum þeirra funda, semja frumvarp til stjórnar- skrár, er lagt yrði fyrir Þingvallafund, sem haldinn yrði sumarið 1851, áður en Þjóðfundurinn kæmi saman í Reykjavík. Enn fremur skyldi nefnd- in láta prenta blað, undirbúningsblað undir þjóðfundinn, þar sem birt yrði fundarskýrsla Þingvallafundarins og tillögur hjeraðsfunda um málið. Svo undarlega vildi til, að Trampe greifi var kjörinn i framkvæmdanefndina. Kom síðar í ljós, hversu heppilegt þetta var, eða hitt þó.heldur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.