Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 359 Jón Sigurðsson. FRUMVARP TIL STJÓRNARLAGA Allur þessi mikli viðbúnaður var gerður í þvi skyni, að málið fengi sem rækilegastan undirbúning og fram kæmi sem fyrst og gleggst vilji þjóð- arinnar, svo að stjórnin gengi þess ekki dulin, hver hann væri. Það er aug- ljóst, að Jandsmenn voru furðuleea bjartsýnir og væntu sjer góðs. En úti i Kaupmannalröfn sat Bardenflcth, fyrrum stiftamtmaður á íslandi, nú ráðhcrra og mikill vinur Friðriks VII, áhrifamikill valdamaður og eindreginn fylgismaður dönsku alríkisstefnunnar, er nú þóttist mega hrósa sigri yfir klofningsmönnunum í Suður-Sljesvík, og skyldi ganga frá frv. til stjórnarlaga Jianda íslcndingum. Honum þótti stefna íslendinga, eins og fram kom lijá Þingvallafundi og í samþykktum margra hjeraðsfunda, bcra iskyggilcg- an vott um sjálfstæðisanda, sem bcst niundi vera að berja sem skjótast nið- ur. Frumvarp Bardenflcths var þvi alls kostar miðað við það, sem honum og flokksmönnum hans virtist hollast fyr- ir ríkisheildina, án alls tillits til óska landsmanna. Trampe stiftamtmaður fjekk vitneskju um stefnu þessa þegar haustið 1850. Var nú ljóst, að hvergi mundi saman fara vilji landsmanna og stjórnarinnar. Trampe virtist hafa ver- ið alveg á bandi stjórnarinnar og cnga Jón Guðmundsson, ritstjóri. tilraun gert til þcss að miðla málum. Hinsvegar var hann smeykur um, að til óþægilegra atburða kynni að draga, er landsmenn fengju vitneskju um þá kosti, sem þeim skvldi nú settir. Var það því ráð hans, að hingað yrði send- ur herflokkur nokkur með vori 18al, er hafður yrði til taks, ef til uppþota drægi. Ljet stjórnin þetta eftir stift- amtmanninum, þótt annars verði eigt sjeð, að hún óttaðist skort á langlund- argeði þegna sinna á islandi, þvi ann- ars hefði hún að líkindum sparað þeim þá skapraun að senda þeim í þokka- bót frv. til verslunarlaga, þar sem hafn- að var margítrekuðum kröfum þjóð- arinnar um fullt verslunarfrelsi. Nú dró til úrslita. Þótt frv. stjórnar- innar væri hvergi birt, kvisaðist sitt- hvað um stefnu þess og dró þá úr kjarki sumra manna, er heldur cn ekki voru óvanir að sitja i andófi gegn sjálfri ríkisstjórninni. Þegar Ilánnes Stephenscn vildi boða Þingvailafund og fá fundarboðið prentað i Landslið- indum, þorði ritstjórinn, Pjetur Pjct- ursson, síðar biskup, ekki að birta það, nema með lcyfi Trampes, en Trampe kallaði fundinn ólöglegan. ef haldinn yrði án sins levfis. Einnig reyndi Trampe að fá sýsjumenn til þess að koma i veg fyrir, að stjórnarmálíð væri rætt á lijeraðsfundum, og var þetta reyndar Jögleysa og aðcins til þess gert að drepa kjark úr mönnum. Hannes Steplrensen ljet ekki hræða sig og boðaði Þingvallafund. En Trampe bannaði að prenta Undirbuningsblað Jlannes Stephensen. þjóðfundarins, og varð þá að prenta það i Kaupmannalröfn. Að sjálfsögðu höfðu slíkar aðgcrðir öfug áhrif við það, sem til var ætlast. Nú var blað-' inu snúið við. Á Þingvallafundi 1850 hafði Trampe setið bi'osandi og blíð- máll og tekið við kjöri i undirbúnings- nefnd Þingvallafundarins 1851. Nú kom hann þar ekki, en sendi þangað Jögreglustjórann í Árnessýslu og hafði hann tiltæka hraðboða til þess að flytja Trampe jafnharðan tíðindi af tiltektum fundarmanna. ÁVARl* TIL ÞJÓÐFUNDARINS Þingvallafundurinn 1851 var haldinn Jörgeu 0. Trampe grciíi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.