Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 6
362 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Varúðarráðstafanir vegna kjarnasprengju árása VÍÐTÆKUR undirbúningur fer nú fram i Bandarikjunum til þess að verjast væntanlegum árásum flugvjela, sem hafa kjarnasprengjur inn- an borðs. Fólki er einnig kent hvernig það á að haga sjer ef til slikra árása kemur. Er þar bygt á reynslunni i japönsku borgunum, sem urðu fyrir slikum sprengjuárásum. Þegar lpftárásir cru gerðar, hvort heldur eru með venjulegum sprengjum cða kjarnasprengjum, farast langílestir vegna þess, ao þeir verða undir húsum, sem hrynja. En þegar um kjarnasprengj ur er að ræða, bætist við hættan vegna loítþrýstingsins og ósýnis- geislanna. Af þeim, sem fórust í Nagasaki og Hiroshima, ljetust 15—20% af áhrifum ósýnisgeisla. Hinir urðu undir húsum eða fórust í bruna. Geislarnir drápu menn svo að segja samstundis. Helmingur allra þeirra, er geislarnir urðu að bana, fórst á fyrstu sekúndunni eftir sprenginguna. En hinum beinu geislaáhrifum var lokið eftir eina mínútu, og ekki drápu þeir á lengra færi en svo sem 4 km. frá sprengjustaðnum. Loítþrýstingurinn varð afskap- iegur, og fór bylurinn með nær 210 km. hraða þar sem hann var svæsnastur. Hann sviíti þökum af húsum og feykti bílum 200—300 metra leið og spýtnabrak fór í all- ar áttir cins og skotfleygar. Talið er að um 34.000 af þcim ibúum Iliroshima, sem af komust, hefði hiotift brunasár, en alls særð- ust þar um 05 þúsundir manna svo að þeir þurftu á læknishjálp að halda. Fjöldi þessara manna dó. íbúar borgarinnar voru alls um 300.000. Hið mikla tjón, sem þarna varð, stafaði mest af þvi hvernig borg- in var bygð. Húsin voru mest hrófa- tildur yfirleitt og mjög ólik bygg- ingum á Vesturlöndum. En þar var heldur enginn viðbúnaður og alt lenti í örvæntingu og reiðilevsi. Ekkert hjúkrunarlið var þar við búið að hlynna að sjúklingum og hjúkrunargögn af skornum skamti. Og læknar stóðu uppi ráðþrota. Ef þessar 34 þúsundir manna, sem fengu brunasár, hefði átt að fá fullnægjandi aðhlynningu, hefði þurft að vera þar 170.000 hjúkrun- armenn og iæknar og hafa undir höndum 8000 smálestir af hjúkr- unargögnum. Sjerfræðingar í Bandaríkjunum segja, að hægt helði verið að bjarga lífi þúsunda manna, ef nokkur tök heíði verið á að veita þeim aðhlynningu. Mann- tjónið í Hiroshima hafi orðið marg- falt vegna þess að ekkert skipu- lag var á hjúkrunarstarfsemi þar í marga daga. Geislavcrkanir. Ef kjarnasprcngja lendir í sjó eða vatni, eru geislar hennar ekki hættulegir, þvi að þeir drcifast í vatnið og verður það mengað lengi á eftir. Verði sprenging í 2000 feta hæð á björtum degi, er hún hættu- legust. Þá mun loftþrýstingurinn feykja burt öllum húsum, sem ekki eru úr steinsteypu cða járni, og þó munu slík hús hrynja að nokkru leyti þar sem bylurinn er ofsafengnastur. Engar líkur eru til að nokkur maður komist af beint undir sprengjustaðnum. En geisl- arnir geta drepið menn í 2 km. fjarlægð, ef þeir hafa ekkert sjer til varnar. Verði sprenging í stór- rigningu, er ógerningur að segja fyrir um afleiðingarnar. Nokkur hætta getur stafað af því að ryk í andrúmsloftinu verði geislamagnað, en bá koma gas- grímur að góðu haldi. Vísindamenn höfðu búist við alls konar eftirköstum af áhrifum ó- sýnisgeisla, og kemur það því al- veg á óvart, að langflestir af þeim, sem veiktust af geislaáhrifum í Japan, virðast nú hafa náð sjer al- veg og vera stálhraustir. Menn sögðu líka að engum vörn- um væri hægt að koma við gegn kjarnasprengju. En yfirvöldin í Bandaríkjunum eru ekki á því. Þau segja að menn muni altaf hafa dálítið ráðrúm til að forða sjer, það muni hægt að vara fólk við sprengjuárás svo sem hálftíma áð- ur en hún skellur á. Og þess vegna hafa þau gefið út þessar varúðar- í'eglur. Lciðbcmingarg 1. Leitið ávalt í cins örugt skjól og kostur er á. 2. Ef þjer eruð í bíl þá yfirgefið hann undir eins og leitið skjóls. 3. Forðið yður niður í kjallara þar er tiltölulega öruggast að vei'a. 4. Leggist á grúfu undir sterkasta veggnum. 5. Gangið i ljósum fötum. 6. Hafið aldrei axlabönd nje bönd yfir axlirnar. 7. Farið hvað eftir annað í bað eftir að sprenging er um garð gengin. 8. Þvoið hár yðar lxvað eftir aim-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.