Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 361 GENGIÐ ÞVERT Á MÓTI HINUM ÍSLENSKA MÁLSTAÐ Óþarft er að rekja efni frv. nánar, en af því, sem nú var greint, er ljóst, að hjer var gengið svo þvert á móti hinum islenska málstað, að engin von var til þess, að um nokkurt samkomu- lag gaetj verið að íæða. Islendingar neituðu því, að ísland væri eða hefði nokkru sinni að lögum verið hluti af Danmörku eða Danmerkurriki. Þeir neituðu því einnig, að Danir eða ríkis- þing þeirra hefði öðlast nokkurn rjett til afskipta af málum íslendinga við einveldisafsal konungs. Einveldisrjetti sínum yfir íslandi gæti konungur hins vegar aðeins afsalað sjer i hendur Is- lendinga, eins og hann hefði öðlast hann frá þeim. Þá væri hjer og rofið loforð konungs frá 23. sept. 1848, scm átti að vernda þjóðina gegn því, að ríkislög Dana yrðu lögleidd hjer. En nú, á þjóðfundi íslendinga, sem í eðli sinu var og átti að vera algerlega hliðstæður grundvallarlagaþingi Dana 1848—49, leyfði ríkisstjói-nin sjer að halda því fram, að grundvallarlögin dönsku væru þegar í gildi á íslandi og ætlaðist til þess, að þjóðfulltrúar ís- lendinga væru svo aumir, að gangast undir slíkt. Hjer verður ekki greint frá gangi annarra mála á Þjóðfundinum, en Stjórnlagamálsins, er kallað var. Frv. til laga um stöðu tslands í fyrirkomu- lagi ríkisins og um ríkisþingskosning- ar á Isiandi. Frv. kom fyrst til um- ræðu 21. júlí og höfðu þjóðfundar- menn haft nokkurn tíma til að kynna sjer efni þess. Ræður fundarmanna hnigu sem vænta má'tti gegn þeim skilningi á stöðu íslands, sem fram kom í frv. Reis þá upp Trampe stift- amtmaður og konungsfulltrúi og kvað öllum ókeimilt að fara út fyrir þann grundvöll, sem frv. væri á reist, hvort heldur væri í umræðum eða tillögum um málið. En grundvöllurinn væri sá, að ísland væri hluti Danmerkurríkis og giltu dönsku grundvallarlögin um það ríki allt. Tveir fundarmenn, Þórð- ur yfirdómari Jónasson og Pjetur Pjet- ursson iektor, síðar biskup, studdu heldur mál Trampes. Jón Sigurðsson hjelt aðalræðuna gegn frv. Að lokinni umræðu var kosin 9 manna nefnd í málið. Samdi sú nefnd nýtt frv., sem byggt var á þeim meginatriðum, sem áður höfðu fram komið í samþykktum Þingvallafunda, tvö undanfarin ár og hjeraðsfundir víðsvegar um landið höfðu faliist á. Einn nefndarmanna, Þórður Sveinbjörnsson hóyfirdómari, vildi notast við frv. stjórnarinnar en breyta flestum greinum þess. Tillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir fund- inn 7. ágúst. Var nú mjög liðið á þann tima, sem Þjóðfundinum var a-tl- aður til starfa, en Trampe hafði tjáð forseta fundarins 22. júlí, daginn eftir að stjórnarmálið kom til 1. umræðu, að hann vænti þess, að störfum fund- arins yrði lokið 9. ágúst. Nú hafði málið tekið þá stefnu, er hann síst vildi, og þvi var þess að vænta, að hann gripi til þeirrar heimildar að slíta fundinurn, þegar honum þætti henta. „VJER MÓTMÆLIM ALLIR‘< 8. ágúst boðaði forseti til fundar um hádegi daginn eftir, en þá mundi kon- ungsfulltrúi bera fram erindi nokkuit við fundarmenn. Fundur þessi, einn hinn sögulegasti í þingsögu íslendinga, hófst á tilsettum tíma 9. ágúst. Tók Trampe þá til máls og var all-þung- orður í garð fundarmanna og þó eirk- um stjórnlaganefndarinnar. Kvað hann málum nú í óvænt efni komið, en tilgangslaust væri að halda slíku ófram og myndi hann því slíta fund- inum pá þegar. „Og lýsi jeg því yfir, í nafni kon- ungs------“. Jón Sigurðsson grípur fram í: „Má jeg biðja mjer hijóðs, til að forsvara aðgerðir nefndarinnar og þingsir.s". Páll Meisted: „Nei“. Trampe: „— — að fundinum er slitið.“ Jón Sigurðsson: „Þá mótmæli jeg þessari aðferð-----“. Um leið og Trampe og forseti, Páll Melsted, viku frá sætum sínum, mælti Trampe: „Jeg vona, að þingmenn hafi heyrt, að jeg hef slitið fundinum í nafni konungs.“ Jón Sigurðsson: „Og jeg mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og jeg áskil þinginu rjett til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hjer er höfð í frarnmi". Þá risu þingmenn upp og mæltu ná- lega í eiriu hljóði: „Vjer mótmælum allir“, Þannig lauk þjóðfundinum. Um eftirmál þau, sem hjer urðu, mætti rita alllanga frásögu, en nú verður staðar að nema. Hjer hefur verið stikl- að á stóru, lauslega drepið á flest og mörgu sleppt, sem vert var að riíja upp, en við það verður nú að sitja. Þjóðfundurinn markar timimót í stjóinmálasögu íslands. Undir því merki, stm hann hóf, barðist þjótVvnr til sigurs fyrir sjálfstæði’ sínu. ‘ííðan eru nú rjett hundrað ár, en á minn- ingu hans hefir hvergi móðu dregið. Hún mun aldrei fyrnast, meðan íslensk þjóð byggir þetta land. Þorkell Jóhannesson. % 1 4 r Asmundur Gcstsson: HEITI ÞETTA á bænum hefir lcngi þótt einkennilegt og mörgum verið torráðin gáta. Æði-oft kendu hinir fyrstu landnámsmenn bæinn við sitt eigið nafn, en ef svo var eigi, var nafnið ekki ósjaldan valið eftir lands- lagi, staðháttum, útsýn eða atvikum og ýmsu íleiru. Og oftast þá með þeim snilldarbrag, að eigi varð um bætt. Margar getgátur hafa verið leiddar að þessu nafni og er mjer eigi unnt að fallast á neina þeirra, sem mjer er kunn. Sennilegast þykir mjer, að hjer hafi útsýn ráðið. Vart mun ofmælt þótt sagt sje að á allri ströndinni sje hvergi jafn víður nje fegurri sjóndeildar- hringur, frá neinum bæ að sjá, sem á Ferstiklu. í austurátt niun tilefni nafnsins fljótt og auðveldlega finnast. Þar rís fjallið Botnssúiur hátt við loft og mun það hvergi annarsstaðar fra sjást jafn faguit og skipulegt í mátu- legum fjarlægðar bláma, til að sýna himinháu súlurnar sínár, -sem frá bæn- um að sjá, eru svo greinilegar og jafn- laga sem fjórir (horn-) stiklar á höfði fjallsins. Súiur eru dagmála evktar- mark frá Ferstiklu. í heiðskíru eru þær þá töfrandi fagrar undir sól að sjá, er geislar hennar merlast um fann- skreytta stiklana fjóra og aftur um miðaftansleytið, þá þær vita beint við sól. Þetta heíir Kolgrímur hinn gamli án efa sjeð og kunnað að meta. Þótti honum því vel til fallið,. að kenna þar bæ sinn við. Og betra gat náumast val- ið verið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.