Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 7
■ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 363 SLö opun mannóinó Sögn Pygmy svertingja að og gætið þess að engin ó- hreinindi sje undir nöglunum. 9. Lokið öllum gluggum. 10. Komið á burt úr húsum öllu eldfimu sem unt er áður en árás hefst. 11. Drepið eld í eldfærum. 12. Grafið eða brennið þau föt, sem þjer voruð í meðan á árás stóð. 13. Forðist að koma nálægt sprengjustaðnum, en flýið þangað, sem örugt er að vera. Til þess að sýna hve nauðsynlegt er að fara í skjól, er getið um Japana, sem fleygði sjer niður í göturæsi skamt frá sprengingar- staðnum í Hiroshima. Hann gætti þess ekki að annar hællinn kom upp fyrir ræsisbrún. Hann slapp óskemdur að öðru leyti en því, að hællinn brendist. Þá er þess og getið ,að víð föt hafi veitt nokkra vörn gegn bruna. Hvít föt reynd- ust best, því að þau hrundu frá sjer geislunum, en dökk föt drógu þá í sig. Hvar sem föt þrengdu að mönnum, fengu þeir brunasár og sjerstaklega undan axlaböndum. Það eru tómar ýkjur, að hvert mannsbarn bíði bana þar sem kjarnasprenging verður. Það eru líka ýkjur að ein sprengja geti lagt stórar borgir í rústir. Ekki má miða við manntjónið og skemdirn- ar í Japan. Menn voru þar alger- lega óviðbúnir og byggingarnar ljelegar. Þrátt fyrir geisilegt mann- tjón, komst þó annar hver maður af á því svæði, sem var 2—3 km. frá sjálfum sprengjustaðnum. Annar viðbúnaður. Þúsundir lækna, hjúkrunar- kvenna og hjúkrunarliða verður altaf til taks, sáraumbúðir og með- ul, þar á meðal þúsundir potta af blóði til innspýtingar. Skipulagð- ar eru sveitir manna, sem eiga að fara með Geiger-mæla um alt sprengjusvæðið, rannsaka hvar FYRIR LANGA löngu var enginn maður til á jörðinni. Þar var aðeins hinn mikli og góði Zambey. Og einu sinni sagði hann við sjálfan sig: — Mjer leiðist að vera hjer einn. Jeg ætla að skapa nokkra menn og þá getum við veitt saman, borðað sam- an, sungið saman og dansað saman. Daginn eftir tók hann fullan poka af hnetum og gekk með hann niður að ánni. Þar tók hann eina hnetuna úr pokanum, stakk henni upp í sig og vætti hana með munnvatni sínu. Síðan fleygði hann henni í ána og sagði: — Fljóttu þarna, láttu þig reka að landi og þegar þú kemur á land skaltu verða að manni. Eins fór hann með allar hinar hnet- urnar. Og þegar hann sneri sjer svo við, þá voru allar hneturnar orðnar að mönnum og þeir biðu þar eftir hon- um. Síðan settust þeir allir að heima hjá honum, og allir voru ánægðir. Þeir veiddu vel, þeir sungu saman, þeir sögðu sögur og þeir dönsuðu. Þannig liðu mörg ár. En svo var það einn dag að einn af veiðimönnunum kom til Zambey og sagði: — Mennirnir eru ekki ánægðir herra. Þeir eru orðnir magaveikir af því að eta altaf sama matinn, altaf kjöt steikt í viðarfeiti. Við kunnum ekki aðra matreiðslu. En broddgöltur- inn, sem snapir um viðarrætur, hann mönnum er óhætt að vera vegna geislana, rannsaka drykkjarvatn og matvæli, sem kunna að vera menguð af geislunum. Þá eru og skipulagðar hjálparsveitir, sem eiga að flytja sjúka menn og særða á lækningastöðvar. „Vonandi þarf aldrei að grípa til þessara neyðarráðstafana", segja þeir, sem starfa að undirbúningn- um, „en allur er varinn góður og ekki er ráð nema í tíma sje tek- ið“. á sjer konu til að matreiða fyrir sig. Við mennirnir eigum enga konu. ó, Zambey, gefðu okkur konur. Zambey vissi vel hvað af því mundi hljótast, alls konar vandræði og fjand- skapur. Hann maldaði í móinn. En maðurinn þrábað hann því betur. Og að lokum sagði Zambey: — Úr því þið viljið endilega steypa ykkur út í ógæfuna, þá skal jeg gefa ykkur konur. í fyrra málið skuluð þið allir fara á veiðar. Þið megið ekki fara saman, heldur hver út af fyrir sig. Og svo skal hver ykkar færa mjer það dýr, sem hann hefir veitt. í býtið næsta morgun þustu allir mennirnir á stað. Svo tíndust þeir heim einn og einn, og um kvöldið voru allir komnir. Og vegna þess að þeir voru margir, þá höfðu þeir lagt að velli mörg dýr og af mörgum tegundum, nema fíl, því að fíllinn er svo vitur skepna að hann lætur ekki einn mann veiða sig. Einn hafði náð í skjaldböku, annar í apa, sá þriðji í broddgölt og svo framvegis. Zambey kom út úr kofa sínum og hann sagði: — Ó, þjer menn, hlustið á mig. Þið hafið óskað eftir að eignast konur, og nú breyti jeg veiðidýri hvers ykkar í konu, og þá fær hver maður konu úr því dýri, sem hann hefir veitt. Vegna þessa eru konurnar svo mis- jafnar. Sumar eru latar eins og skjald- bakan. Sumar þvaðra stöðugt eins og apar. Sumar eru snefsnar eins og broddgöltur. Góðar konur? Þær eru að vísu til, en þær eru svo fáar, að ekki er orð á gerandi. Og engin þeirra er vitur, vegna þess að engum veiðimann- anna tókst að veiða filinn. & &’ & & Prestur nokkur hætti prestskap og ætlaði að gerast lögregluþjónn. Lög- reglustjórinn sá að hann var bæði stór og sterkur, en vildi fá að vita um aðra hæfileika hans. — Hvað munduð þjer taka til bragðs, spurði hann, ef þjer ættuð að tvistra óðum mannfjölda? — Leita samskota.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.