Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1951, Blaðsíða 4
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
360
28.—29. júní. Var þar samþykkt ávarp
til Þjóðfundarins í sex liðum. Ávarp
þetta er hið rnerkasta, vegna þess að
þar kemur fram stefna þjóðfundarins
sjálfs, sem síðar kom í Ijós, og er það
m. a. vottur þess, hversu rækilega
stjórnarmálið var nú undirbúið af
hálfu landsmanna. Efni ávarpsins var
á þessa leið:
1. Alþingi fái fullt löggjafarvald með
konungi og svo fjáröflunar og fjár-
veitingavald. Dómsvaldið verði inn-
lent og svo framkvæmdavaldið, en
þjóðin hafi erindreka í Kaupmanna-
noin.
2. Íslendingar njóti jafnrjettis við
Dani i afgreiðslu sameiginlegra mála.
3. Landið hafi aðgreindan fjárhag frá
öðrum hlutum ríkisins og taki að sín-
um hluta þátt í sameiginlegum kostn-
aði. '
4. Verslunin verði fullkom'.ega
frjáls.
5. Tryggt verði fundafrelsi og prcnt-
frelsi í landinu.
6. Þrir til fimm menn fari til Dan-
merkur í haust með bænarskrá Þjóð-
fundarins um stjórnarbót, ef þörf kref-
ur.
Af síðasta lið ávarpsins má ráða, að
menn hafa gert sjer ljóst, að sam-
þykktir þjóðfundarins. mundu þurfa
stuðnings við ytra, ef vel ætti að fara.
BYRJUKIN SPAÐI ENGTJ GÓÐU
Þjóðfundurinn hófst allólaglega af
hálfu stjórnarinnar og spáði sú byrj-
un engu góðu um framhaldið. Þjóð-
fundarmönnum var að konungsboði
stefnt saman í Reykjavík 4. júlí og
þaxm dag komu þeir saman í alþingis-
salnum í Lærða skólanum, til þess
að hlýða þar á boðskap konungs til
fundarins. En þar var þá enginn fyrir
af konu.ngs hálfu, enda enginn boð-
skapur þar tluttur. Snjeru fundar-
menn sjer þá brjeflega til stiftamt-
manns með fyrirspurn um það, hvern-
ig á þessu stæði. Svaraði stiftamtmað-
ur því, að hann hefði enga ákveðna
vitneskju íengið um það, hver vera
ætti konungsíuiltrúi á fundinum, enda
engin þau gögn í hendur fen.gið, er
fyrir fundinn ætti að leggja. Þó kvaðst
hann hafa ástæðu til að halda, að sjer
væri ætlað að vera fulltrúi konungs
og myndi hann því setja fundinn dag-
inn eftir.
Þjóðfundurinn var síðan settur 5.
júlí. Forseti fundarins var kjörinn Páll
Melsted amtmaður. 10. júlí var fram
lagt umboð Trampes stiítamtmanns,
en þar var honum fengið vald til að
slíta fundinum, þegar honum þætti á-
stæða til, og loks'12. júlí voru fram
lögð þau mál, er stjórnm vildi leggja
fyrir íundinn. Gögn þessi komu með
herskipi, er jafnframt flutti hingað
herflokk, er fyrr var getið. Kom
mönnum sú sending mjög á óvart og
er einn fundarmanna gerði fjrrirspurn
um það, hverju slíkt herhlaup sætti,
neitaði Trampe með brjefi að svara
þeirri spurningu.
Nú gaf íslendingum loks á að líta
kosti þá, er ríkisstjórnin danska hafði
fyrirhugað þeim. Ýmislegt hafði áður
um þetta kvisast, svo að menn bjugg-
ust ekki lengur við neinu góðu, en
þó var það, sem upp kom, öllu verra
en menn bjuggust við. Þess er enginn
kostur hjer að vfkja ýtarlega að frum-
varpi þessu, nje þeim röksemdum, sem
það hvíldi á. Höfuðatriðið var það, að
Danir töldu ísland að rjettum lögum
hluta af danska ríkinu og því hlyti
grundvallarlög danska ríkisins að gilda
hjer á landi. Samkvæmt því áttu ís-
lendingar að eiga fulltrúa í danska
ríkisþinginu. Landið sjálft átti að vera
svo sem amt í Danmörku og alþingi
hafa álíka starfssvið og amtsráð. í
þeim málum, sem eingöngu snertu ís-
land skyldi löggjafarvaldið vera hjá
konungi, með þeirri tilhlutan alþingis,
sem því nú væri veitt eða yrði veitt
síðar. En um vald alþingis í æðri stjórn
innanlandsmála skyldi ákveðið með
lagaboði sjer í lagi fyrir ísland, likt
því sem ákveðið yrði um æðri sveitar-
stjórnir í Danmörku.