Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 2
r 550 n LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um, og látið net reka undan straumi, sbr. frásögnina í Eddu um veiðiskapinn hjá Fránangursfossi. Enn fremur er líklegt að þeir hafi stíflað árnar og tekið laxinn á þurru, eins og gert var löngu síð- aj og kallað „að gera í ár“. Eftir að kristni var lögtekin, voru kirkjurram lögð mörg helstu hlunnindi. Sjáum vjer því á mál- daga frá 1235 að þá hafa bæði Laugarneskirkja og klaustrið í Viðey fengið nokkurn hlut veiði- rjettindanna í Elliðaánum. Þá er veiðiaðferðin sú, að dregið er á við árósana og út með voginum beggja vegna, eða kvíslarnar stíflaðar til skiftis, til þess að geta tekið laxinn þar á þurru landi. Við siðaskiftin sölsaði konungur undir sig veið- ina í Elliðaánum og helt þeim „eignarrjetti“ fram til 1853. Allan þann tíma var veiðiaðferðin hin sama, r.ema hvað seinni árin bætt- ust við laxakistur. Til eru frásagn- ir nokkurra erlendra ferðamanna um veiðiskap í ánum á fyrri hluta aldarinnar sem leið, og sjest á þeim að þá var „gert í ár“ ákveðna daga og urðu það helstu skemti- dagar Reykvíkinga, þvi að þá fór hver sem vetling gat valdið inn að ám til þess að horfa á veiði- skapinn. Segir Hooker t d. að dag- inn sem hann var þar (1809) hafi veiðst 2200 laxar, en aðrir geta um 900 laxa (1810) og 800 laxa veiði (1845). Eins og sjá má á þessu hefir hjer farið fram hreinasta rányrkja og ekki batnaði eftir að Thomsen eignaðist árnar,- þvi að þá þver- girti hann þær meö laxaktstum og hirti svo að segja hvern einasta lax, sem upp í árnar gekk, áður en hrygning gæti farið fram. Árið 1890 seldi H. Th. Thomsen árnar og var kaupandinn enskur maður, Payne að nafni. Upp frá því er laxinn aðeins veiddur á c Btöng og á þá jafnan frjálsa *leið upp til hrygingarstöðvanna. Reykjavíkurbær keypti árnar árið 1906 og höfðu ýmsir laxveið- ina á leigu fram yfir stríð. Bær- inn hafði þar jafnan varðmann til þess að verja árnar fyrir veiðiþjóf- um og skyldi hann jafnframt gæta þess að ekki væri notaðar aðrar veiðiaðferðir en stangarveiðá Rafmagnsstöðin kemur til sögunnar. Árið 1919 er svo ákveðið að reisa rafmagnsstöð hjá Elliðaánum, Til þess þurfti að stífla þær og voru menn ekki vissir um að hraun- botninn væri svo öruggur að hann heldi uppistöðuvatni. Var þá Kirk verkfræðingur hafnarinnar feng- inn til að rannsaka það mál. Hann ljet gera stiflu í árnar og þornuðu þær þá þar fyrir neðan og mátti tína laxinn þar með höndunum. Er sagt að þá hafi orðið handagangur í öskjunni, þvi að margir vildu hag- nýta sjer þennan auðfengna veiði- skap. Ekki er nú kunnugt hve margir laxar fóru þarna forgörð- um, en þeir hafa sjálfsagt verið margir. Var þetta upphafið að þeirri truflun, sem rafstöðin gerði á laxgöngu í ánum. Árið 1920 og ’21 var stíflan gerð hjá Árbæ, en náði þó ekki þvert yfir, svo að enn rann þar nokkuð vatn og hafði laxinn því enn færa leið upp eftir ánum og helst veið- in nokkurn veginn eins og áður var. En nú kom það í ljós, að laxinn sótti mjög í frárensliskurð- inn hjá stöðinni og lá þar makráð- ur tímunum saman í þjettri torfu. Þarna hefir honum liðið vel, bæði vegna þess að þar * var vatnið hlýrra en annars staðar í ánum, og þó einkum vegna þess að mikið var í því af lofti og því meira súr- efni þar en annars staðar. Reynt var með mörgu móti að íæla lax- inn út úr skurðinum, en það vildi ganga treglega. Þá var tekið það ráð að setja járngrindur í skurð- kjaftinn til þess að varna laxin- um að komast þar inn. En hann komst þangað samt einhvern veg- inn. Var það ekki fyr en nokkrum árum seinna að mönnum tókst að ganga þannig frá þessum grind- um, að þær urðu laxheldar. Árnar stíflaðar. Nú víkur sögunni til ársins 1929. Þá er stíflan hjá Árbæ fullger þvert yfir og lokaði alveg farveg ánna. Kom þá til mála að gera laxastiga þar, svo að laxinn kæm- ist upp fyrir stífluna, en veiðimenn þeir, sem mestan hug höfðu á því að veiða í ánum, voru á móti því. Þeir sögðu að laxinn mundi setjast að í lóninu þar fyrir ofan og ekki ganga upp í efra hluta ánna fyr en seint og síðar meir, og við það mundi veiðitíminn styttast mikið. Vildu þeir heldur að laxinn væri tekinn lifandi neðan við stöð og fluttur upp í efri grnar. Varð þaðað ráði og síðan hefir allur lax, er kom upp að stöðinni, verið veidd- ur þar fyrst í laxakistu og síðan fluttur lifandi í vatnskössum á bíl upp í efri árnar og slept þar, til þess að veiðimennimir geti síðan veitt hann þar aftur á stöng. Út af því kom á loft í bænum það spaugsyrði, að menn væri að veiða „taminn lax“ í Elliðaánum. En ekki var nú laxinn fluttur upp eftir aðeins í því augnamiði að menn gæti skemt sjer við að veiða hann þar, heldur líka til þess að hann gæti hrygnt þar og aukið kyn sitt. Á hverju einasta sumri verður mikið eftir af þeim laxi, sem fluttur er upp eftir. Kemur hann fymi hluta vetrar niður í lónið hjá Árbæjarstíflunni, og svo er sætt lagi þegar nóg vatn er í ánum, að hleypa honum niður fyr- ir svo að harín komist til sjávar. Dregst það stundum nokkuð fram á vetur, eftir því þvernig tíðarfar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.