Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 7
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r' 553 Klakstööia hjá Eltiöaánum. auðvitað mikið fje að koma slíkri stöð upp, en sá kostnaður fæst fljótt endurgreiddur, þegar silung- urinn vex svo mikið á einu sumri að hann er orðin verslunarvara að hausti. Vanhöld verða þar og hverf- andi lítil á móts við það sem er um laxinn. Talið er að nú skili sjer aftur í árnar um 5% af þeim laxi, sem þar hefir verið klakið út. En í uppeldisstöð silungs þar sem alt gengur vel og hendinni er aldrei slept af honum, er gert ráð fyrir að 80% nái fullum þroska. í hinni upphaflega áætlun var gert ráð fyrir því að klak og upp- eldisstöð með tveimur þróm mundi kosta um hálfa miljón króna. Nú er það meira. Auk þess þarf að tryggja land fyrir miklu fleiri þrær til uppeldis, svo að hægt sje að hafa þar 1—IV2 miljón fiska í eldi. Ðanir hafa mikið stundað slíka silungsrækt og selt óhemju til Þýskalands á hverju hausti af ársgömlum fiski, og hagnast vel á því. Og því skyldi þá ekki fiski- þjóðin íslenska færa sjer slíkt í nyt líka? Hugmyndin um fiskrækt- arstöð við Elliðaárnar er ekki grafin og gleymd. Hún verður máske tekin upp aftur áður en langt um líður. Laxveiðistofnum í Elliðaánum var bjargað þrátt fyrir það þótt alt vatnið úr þeim væri tekið til rafmagnsframleiðslu. Hefir þar verið unnið mjög merkilegt starf, sem ekki á sjer neina hliðstæðu hjer á landi og jafnvel þótt víðar sje leitað. Þessar merkilegu laxár halda enn sæti sínu meðal bestu veiðiánna á íslandi, þrátt fyrir það þótt þær sjeu í tvennu lagi, líkt og elfur, sem hverfur í hraun eða sand og kemur upp aftur miklu neðar. Þegar laxinn kemst ekki lengra af sjálfsdáðum, kemur mað- urinn þar og býður honum kurteis- lega í „bíltúr“ til efri ánna, þar sem hrygningarstöðvarnar eru. Síðan greiðir maðurinn fyrir því að hann geti aukið þar kyn sitt og tekur afkvæmi hans í fóstur og heldur yfir þeim hlífiskildi á með- an þau eru ósjálfbjarga. Þetta er að vísu ekki gert af einskærri mannúð, heldur er þetta hagsmuna- mál fyrir manninn. En nú vofa nýar hættur yfir lax- stofninum í Elliðaánum, miklu alvarlegri heldur en þvergirðing- arnar forðum^ ádráttur, „gerningur í ár“, „húkk“ eða aðrar veiðibrell- ur. Bygð mannanna færist nær og nær ánum á alla vegu, hægt en með óstöðvandi þunga eins og skriðjökull. Bygðinni er nauðsyn- legt að hafa frárensli. Hvernig á að komast hjá því þegar hún er komin alt umhverfis árnar að lokræsin verði lögð út í Elliðaár- vog? Þá er laxinn fældur svo ræki- lega frá ánum, að hans mun ekki verða þar vart er fram líða stundir. Og nú heyrir maður að í ráði sje að setja áburðarverksmiðjuna niður öðru hvoru megin við Elliða- árvoginn. Hún þarf á geisi miklu kæhvatni að halda og það er ekki um annað að ræða en hafa frá- renslið beint út í voginn. Það frárensli verður blandað margskon- ar ólyf jan frá verksmiðjunni. Sumt af því eru eiturefni, laxinum ban- væn, nema þá ef svo er sem sumir telja, að þau verði svo útþynt af kælivatninu að ekki komi að sök. Úr því getur varla annað skorið en reynslan, og verði hún laxinum andstæð, þá verður það ekki aft- ur tekið. Máske finnur maðurinn einhver ráð til þess að bægja þessum hætt- um frá. Máske tekst honum jafn vel að greiða fram úr þessum vanda eins og hinum, þegar vatnið var tekið af laxinum, svo að Elliða- árnar haldi stöðugt áfram að vera með bestu laxám landsins. Fari svo, þá er vonandi að í fram- kvæmd komist tillaga, sem nýlega er komin frá manni, sem hugsar mikið um fegrun bæarins og um- hverfi hans. Hann hefir stungið upp á því að fegraður sje dalur- inn, sem Elliðaárnar renna um, frá stíflu til ósa. Hann vill láta gera þar nokkurs konar þjóðgarð eða uppáhaldsstað Reykvíkinga, breyta hrauninu í hólmunum í skógar- og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.