Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 4
552 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~r Svilmjólkinni dreift yfir hrojnin. við að minni vanhöld verði á þeim þar. Vanhöldin verða óefað mjög mikil og eru til þeirra ýmsar or- sakir. En mestan usla gerðu veiði- andir í stofninum upphaflega, meðan mikið var af þeim á ánum og kvíslunum. Nú má heita að andirnar sje horfnar síðan villi- minkurinn kom til sögunnar og hefir tekið sjer aðsetur á þessum slóðum. Mgrgir hafa talið minkinn vágest í veiðivötnum, en hann mun þó ungviðinu hvergi nærri jafn skaðlegur og andirnar. Minkurinn mun ekki drepa mikið af seyðum, en pitthvað1 drepur hann af silungi og meðaistórum laxi, og er það hverfandi hjá því tjóni er andir valda. Þess vegna er það, að sums staðar í Kanada hafa menn flutt mink til veiðivatna til þess að fæla andirnar á brott. Árangur af klakinu. Á árunum 1938 og 1939 gerði mag. Árni Friðriksson athuganir á laxinum í Elliðaánum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að nokkur seyði fara þegar til sjávar er þau eru ársgömul, fleiri fara þegar þau eru tveggja ára, en langflest þeg- ar þau eru þriggja ára. Sum dvelj- ast þó í ánum 4 vetur áður en þau leita til sjávar. En allur þorr- inn af þessum fiski dvelst aðeins einn vetur í sjó, og gengur þá upp í árnar aftur. Jafnvel þeir laxar, sem fóru ársgamlir úr ánum til sjávar, dveljast ekki nema einn vet- ur í sjó og koma þá aftur. En þá er mikill munur á þeim og jafn- öldrum þeirra, sem hafa haldið kyrru fyrir í ánni. Seyðið, sem hefir dvalist í ánni, er ekki nema svo sem 50 gr. á þyngd, en jafn- aldri þess, sem kemur heim eftir einn vetur í sjó, er orðinn 2 kg. að þyngd og hefir því á einu ári fertugfaldað þunga sinn. Langmest af laxinum í ánum er ^ 4 vetra lax, sem hefir dvalist 3 ár í ánum en eitt ár í sjó. Sumir hafa þó dvalist lengur í sjó (2—3 ár) og eru þeir langvænstir. Þarna fundust laxar, sem áður höfðu gengið í ár til að hrygna og var þar með afsannað að laxinn hrygndi ekki nema einu sinni. Gera má ráð fyrir því, að sá lax, sem nú gengur í árnar, hafi eytt þar æskuárunum. Nokkrir laxar hafa verið merktir og hafa þeir seinna veiðst í Elliðaánum, en nokkrir í Laxá í Kjós. En til þess að ganga úr skugga um að laxinn leiti aft- ur á æskustöðvarnar, þyrfti auð- vitað að merkja seyðin, en það hefir reynst miklum annmörkum bimdið fram að þessu. En enginn af þeim, sem fróðastir eru um þessi mál, efast um að laxinn, sem klak- ið er út í Elliðaánum, leiti þangað aftur, og þess vegna haldist stofn- inn við, þrátt fyrir það hvernig farið hefir verið með árnar. Megin- þorrinn af laxinum í ánum er 4 ára lax, sem þar er upp alinn og hefir aðeins verið einn vetur í sjó. Og vegna þess að hann hefir dval- ist svo stuttan tíma í sjó, er hann yfirleitt smár. Mikill munur er á laxgöngu í árnar frá ári til árs, og eru til þess ýmsar orsakir. Menn hafa tekið eft- ir því að laxagöngur fara mikið eftir því hve mikið vatn er í án- um. Þegar ár eru vatnslitlar geng- ur jafnan minna af laxi í þær en endranær. Hugsanlegt er einnig, að sumir árgangar af laxinum verði fyrir meiri skakkaföllum en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.