Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 6
554 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafði þó framrás til hliðar við garðinn, varð meiri renslisjöfnuð- ur í austuránni en fyr hafði verið, og þetta sumar gekk svo mikill lax í árnar að veiðimenn mundu tæplega annað eins. Mátti þá kalla að iax lægi við lax alla leið neð- an frá sjó og upp undir stöð um tíma. Hefir sagt mjer veiðimaður að hann hafi þá einn daginn feng- ið 48 laxa á litlum bletti, en sumir hafi fengið meira. Það sumar er talið að veiðst hafi 1787 laxar í ánum, og hafa þó tæplega komið öll kurl til grafar. Þegar Árbæarstíflan var fullger 1929 og sama sem ekkert vatn var rennandi í farveginum þar á milli og stöðvarinnar, lögðust af marg- ar góðar veiðistöðvar. Og til þess að nöfn þau, er veiðimenn höfðu gefið þeim, glatist ekki, skulu þau rakin hjer. Rjett fyrir ofan rafstöðina var dálítil beygja á ánni og var þar pollur eða iða, sem hjet Kastur- hola. Skamt þar fyrir ofan voru steinar upp úr ánni og pollar milli þeirra og hjetu þeir Rottuholur. Næsti veiðistaður þar fyrir ofan var Pottxuúim, ofurlítill foss og ágætur hylur undir honum. Þar fyrir ofan komu Skáfossarnir; þeir voru margir og á allstóru svæði, en milli þeirra ýmsir pyttir og áttu sumir þeirra sjerstök nöfn. Þar fyrir ofan var svo Árbæar- fljótið, allmikil breið og ágætur veiðistaður. Þar fyrir ofan var svo Stórhylur og Árbæarfossinn, þar sem stíflan er núna. Undir lónið hafa ekki farið neinir merkir veiði- staðir nema Fljótshá’s, þar sem nú er efri endinn á lóninu. Þar hefir verið sett girðing til að varna því að laxinn, sem fluttur er upp í árnar, hlaupi niður í lónið. Veiðistaðirnir sem enn eru ó- skemdir fyrir neðan rafmagnsstöð- ina, eru þessir: \SC Neðst er Eldhúshylur alveg nið- ur við sjó og flæðir upp í hann. Þar íyrir ofan er Strengurinn við steininn. Og þar rjett fyrir ofan heitir Hola. Þá kemur Breiðin og nær alveg upp að brú. Fyrir ofan brúna eru Strengimir og þá kem- ur Fossinn (Sjávarfoss). Fyrir ofan hann er Neðri Móhylur og síðan Efri Móhylur. Þar fyrir ofan er Strengurinn og staðnæmist lax- inn þar oft áður en hann fer í kisturnar hjá stöðinni. Neðsti veiðistaðurinn fyrir ofan Árbæarlónið heitir Fjárhúshylur. Þar fvrir ofan höfðu Englending- ar gefið veiðistöðum nöfn, og voru þau lengi notuð. Nú hafa þessum stöðum verið gefin íslensk nöfn, en tæplega komin festa í þau. Síðan ámar skiftust í tvö veiði- svæði og farið var að flytja lax- inn upp í efri árnar, hafa verið nokkurn áhöld um það á hverju sumri hvað mikið hefir veiðst í hvorum stað. Þó hafa að jafnaði veiðst fleiri laxar fyrir ofan raf- magnsstöð, enda er veiðitíminn fult svo langur í efra hlutanum. Stangarveiðifjelag Reykjavíkur hefir nú um mörg ár haft veiði- rjettinn á leigu (og að undan- förnu hefir verið samið um hann til þriggja ára í senn). Fjelagið hef- ir mikinn áhuga fyrir því að kenna mönnum að veiða eftir listarinnar reglum, og hefir t. d. bannað tvö seinustu árin að veiða á maðk í efra hluta ánna. Það hefir og út- rýmt jafn „barbariskum“ veiðiað- ferðum og „húkki“ og að krækja lax, en það vildi brenna við áður að menn ljeti sjer slíkt sæma. Uppeld'sstöð f ánum. Þegar Þór Guðjónsson var veiði- málastjóri, hafði hann mikinn á- huga fyrir því að auka klak í Elliðaánum og koma þar á fót uppeldisstöð fyrir vatnafiska. Fekk hann þá stjórn Rafmagnsveitunn- ar og Stangaveiðafjelagið í lið við sig um þessa hugmynd og var gerð áætlun um stofnun og rekstur slíkrar stöðvar og send bæarstjórn Reykjavíkur. En svo varð ekki meira úr því í bili, vegna þess að Þór hætti að gegna starfi veiði- málastjóra. í þessari áætlun var gert ráð fyr- ir því, að þarna færi ekki aðeins fram klak á hrognum úr laxi í Elliðaánum, heldur einnig úr laxi í stærri ám, þar sem hann er stærri. Skilyrði til þess að ná í got- lax í Elliðaánum eru betri en ann- ars staðar, því að hægt er að króa laxinn þar af og handsama hann eftir vild. Víða annars staðar hafa klakstöðvar lagst niður vegna þess að aðstaða er þar svo slæm að það mundi kosta stórfje að gera þann útbúnað við árnar, að auðvelt væri að ná í gotlax. í Elliðaánum hagar einnig þannig til, að unt er að hraða vexti laxaseyðanna að mikl- um mun. Vatnshitinn í ánum kemst upp f 12 stig á sumrin og er það hæfilegur hiti, en má þó ekki meiri vera fyrir seyðin. En svo var hug- myndin að geyma seyðin í þróm og ylja vatnið þar upp með heitu vatni frá stöðinni þann tíma sem kalt er í veðri og vatnið of kalt fyrir ungviðin. Með þessu móti, að hafa seyðin altaf í hæfilega hlýu vatni og fóðra þau, var gert ráð fyr ir að hraða mætti svo vexti þeirra, að þau færi öll til sjávar tveggja vetra í stað þriggja vetra eins og nú er. Á þennan hátt yrði þroska- tíminn styttur um eitt ár og laxinn gengi ári yngri í árnar heldur en hann gerir nú. Hraðari vöxtur þýð- ir örari laxgengd og jafnvel mætti búast við að minni vanhöld yrði á laxinum með þessu móti, að minsta kosti á fyrsta þroskaskeiði hans í ánum. En svo var líka hugmyndin að hafa þama uppeldisstöð fyrir bráð- þroska silunga-tegundir, eins og t. d. regnbogasilung. Það kostar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.