Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 2
566 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eins minnisstæður og Ólaíur Guð- mundsson. Ekki tóku þó Rangeeingar þannig á móti ólafi lækni, sem sómdi, eða þeir hefðu sjálfir kosið sjer síðar, er þeir k;/ntust honum. í júníbyrjun árið 1890 var hann skipaður hjeraðslæknir í Rangár- hjeraði og reið hann þá jafnskjótt austur til þess að hiita hj.eraðsbúa að máli og útvega sjer samastað. Dag þann, sem Ólafur kom að Stórólfshvoli hittist svo á að þar var hrossamarkaður. Hann var öllum ókunnur og sat lengi dags upp á rjettarvegg og horfði á það sem fram fór. Enginn varpaði á hann orði, enda gaf hann sig ekki á tal við neinn. Hann mun þó hafa skemmt sjer um daginn. Markaðshaldarar voru tveir og hið mesta kapp milli þeirra. Vildu báðir nota rjettina fyrir stóó sitt og munaði mjóu að barist væri um hana. Annar mark- aðshaldarinn var Grimur Thorar- ensen írá Móeiðarhvoli, sem þá var nýfarinn að búa á Biólu. Hann bar hærrahlut íþessari viðureign, enda sjálfur víkingsmaður og naut þá þegar traustrar og verðskuldaðrar fyígdar sveitunga sinna. Að lokum reis læknir á fætur og tók hest sinn og reið að Vestri- Garðsauka. Dar bjó þá Jón hreppstjóri Árna- son, hinn ríki, með konu sinni Sig- riði Skúladóttur læknis Thoraren- sen. Jón var búhöldur góður og jafn- an vcl birgur af mat og öðrum nauðsvnjum og nutu sveitungar hans þess oft. Var löngum þröng- býlt og harðbýlt í Hvolhreppi í þá daga. Er Ólafur læknir kom að Garðs- auka gerði hann boð íyrir Jón. Kom har.n til dyra og heilsaði ÓI- afur honum og kynti sig sem hjer- aðslækni Rangárhjeraðs. Svaraði Jón og heldur stutt: „Við höfum lækni.“ Treindist ekki meira úr þeim viðræðum og eigi baðst lækn- ir viðtöku þar svo sem hann hafðí ætlað sjer. Tók hann hest sinn og reið að Móeiðarhvoli til Þorsteins bónda Thorarensen og fekk þar inni um sumarið. Það sagði læknir oft vini sínum og fylgdarmanni Þórði Jónssyni frá Bjóluhjáleigu.að aldrei gleymdi hann móttökum Jóns og kveðju- orðum. Sátu þau jafnan í honum þótt sljett væri milli þeirra. Það var einhverju sinni löngu síðar að fiskganga mikil var fyrir Landeyjasandi, en þar var þá út- ræði. Urðu margir til þess að senda lækni fisk og safnaðist saman svo mikill íiskur á StórólfshvoU að nauð&ym bar til að geyma hann í salti. Með því að salt var ekki til og vitað var að Jón Arnason var birg- ur af því sem öðru, stakk einhver upp á því við lækni að hann sendi þangað og íengi salt lánað, svo sem gert höfðu nógrannar hans. Kvað hann skjótt nei við þeirri uppá- stungu, en Ijet vinnumann sinn taka hest og sækja salt út á Eyrar- bakka. Það má telja alveg víst að Jóoi hreppstjóra muni ekki hafa verið kunnug veiting Ólafs læknis, þegar hann bar þar að garöi. Björn augn- læknir Ólafsson, settur læknir, sat þá á Móeiðarhvoli, eins og orð Jóns báru með sjer, og var hvers manns hugljúfi, þeirra er honum kyntust. Mun bæði Jón og aðrir Rangæ- ingar hafa vonað, að hann fengi hjeraðið. Um haustið fluttust þær austur frú Margrjet Olsen kona læknis og tengdamóðir hans Ingunn Jpns- dóttir. Settist þá læknir að í þing- húsinu á Stórólfshvoh og bjó þar fram á næsta sumar. Stórólfhvoll var þá eign Jóna hreppstjóra Árnasonar. Var þar löngum tvíbýh, en fyrir þrem ár- um hafði annar bóndinn farið það- an. Nú bjó þar Guðmundur Einars- son hins ríka á Reyðarvatni Gunn- arssonar i Hvammi á Landi. Góður bóndi og drengur hinn besti. Á Stórólfshvoli var þá forn torf- bær. Vestan við hann stóð þing- húsið undir brekkunni og var ann- ar gafl þess grafinn inn í hana. Það var bygt úr torfi og grjóti og með torfþaki, en þiljað að innan. Sæmi- legur gluggi var á vesturgafh, en annar htih á hlið. Áður læknir flutti í það með fjölskyldu sína, ljet hann slá upp þili um þvert húsið, þannig að öðrum megin varð rúmgóð stofa, en hinum megin lítið herbergi. Stofuna notuðu þau læknishjón- in fyrir alt í senn: apótek, lækn- ingastofu, gestastofu, setustofu, borðstofu og jafnvel eldhús. Stofan var hituð upp með lágum ofni, sem hægt var að elda mat á. Venjulega var matur soðinn í útieldhúsi fornu sem uppi hjekk. í herberginu sváfu þau læknis- hjónin ásamt frú Ingunni, sem ætíð var nefnd madama. Þar stóð einnig olíuvjel, sem hitað var kaffi á. Þinghúsið var hinn mesti hjallur og hlýtur vistin þar um veturinn að hafa verið bæði köld og erfið. Lítilsháttar var þó dyttað að því áður en læknir flutti í það. Þrem- ur árum síðar telja þó sýslunefnd- armenn það með öllu óhæft fyrir fundi sína. Vorið 1891 fjekk læknir hálfan Stórólfshvolinn til ábúðar. Sá hluti jarðarinnar var húsalaus. Hann Ijet þegar hefja smíði íbúðarhúss úr timbri. Það var allstórt, með háu risi, svo nálega mátti það heita tví- lyft. Það voru hin mestu viðbrigði, er þau hjónin fluttu í nýja húsið að áhðnu sumri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.