Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5?g MúmíurrLar UM MARGAR aldir fluttu Egyptar út smurlinga, og talið er að 400—500 hafi verið fluttir út á áii hverju frá Alexandría og fóru til ýmissa landa. Af þessu stafar það, að nú er mjög örðugt að fá smurlinga í Egyptalandi handa söfnum. Hitt mun þó þykja merkilegra, að horfinn er með öllu allur þessi fjöldi smurlinga, scm flutt- ur var út frá Egyptalandi öldum saman. Hvað hefur orðið af þeim? Svarið er jafn einfalt og það er ógeðslegt: Menn hafa etið þá. Þegar á dögum Rómverja voru til skottulæknar, sem seldu niðurmulda smurlinga í laumi. Það var þá trú manna, að með því að blanda þessu dufti í sósur eða einhvern mat og gefa óvinum sínum að eta, mundi það leiða stprkostlega ógæfu yfir þá. Á miðöldunum heldu skottulæknar uppteknum hætti að selja mulda smurlinga, en þeir gerðu það á ann- an hátt. Þeir blönduðu duftinu í sýróp, hægðameðul og böð. ,,Mumia“ var þá talið óbrigðult meðal við allskonar kvillum, og algjörlega óbrigðult við tæringu. Þannig gekk þetta öld fram af öld, að smurlingar voru malaðir í þúsund- um lyíjabúða um alla Norðurálfu og sjúklingar látnir eta mjölið. Og menn höfðu tröllatrú á þessu yndra- lyfi. Eítirspurnin jókst stöðugt og gráðugir kaupsýslumenn Ijetu greipar sópa um hinar fornu grafir í Egypta- landi, til þess að fullnægja eftirspurn- inni. Á 15. öld var þvi svo komið, að mikill hörgull var orðinn á smurlineum. Læknastofnunin í París greip þá til þess að kaupa ýstru af þeim mönnum, sem hengdir voru og gerá úr þeirri fitu gerfilyf í staðinn fyrir „Mumia“. En það kom fljótt í Ijós, áð fitunni af um tekið með þökkum. Þótt þær sje óframkvæmanlegar eins og upphafsmaðurinn hefir frá þeim gengið, geta þær leitt til nýrra upp götvana, sem mönnum hafði ekki hugkvæmst áður. vorti etnar þjófum og bófum fylgdi ekki slikur laíkningakraftur, sem mjölinu af smurlingunum, og þá jókst eftirspurn að smurlingum að nýu. Kaupmennirnir í Alexandria, sem útvega skyldu smurlingana, vildu fegnir verða við óskum viðskifta- manna sinna, en því miður fundust nú ekki fleiri grafir með smurlingum. Þetta varð til þess að svartamarkaðs- brask kom upp. Það var farið að falsa smurlingana. Ferðamenn, sem kornu frá Alex- andria, vöruðu menn við þessu falsi. Þeir sögðu, að þeir, sem seldu smurl- inga, væri nú farnir að bralla það, að kaupa lík, fylla þau innan með asfalti og baka þau síðan hæfilega lengi í sól. Þegar þau voru orðin hæfi- lega skorpin, voru þau öll vafin með böndum, eins og smurlingarnir og líkt- Læknir konungsins af Navarra var á ferðalagi um Nilardalinn árið 1564, og þá vildi svo til, að hann fekk að sjá 40 gerfi-smurlinga, sem höfðu verið búnir til fáum mánuðum áður. Þegar heim kom varaði hann menn við þessu, en það hafði engin áhrif á lyfsalana í Evrópu. Þessir gerfi-smurlingar voru jafn góðir og hinir, þegar þeir höfðu verið malaðir, og ekki var hægt að ust þeim mjög. finna neinn mun á duftinu. Fram til skamms tíma gerðu forn- fræðingar hæfilegt gys að forfeðrunum fyrir heimsku þeirra og hjátrú, og kváðu það mátulega hefnd á þá fyrir það að ræna smurlingagrafir áður en söfn fóru að tryggja sjer smurlinga, að þeir skyidu eta alla þessa gerfi-smurl- inga og telja þá lækningu gegn öllum meinum. En svo var það einn dag, að fornfræðingur nokkur gerði það af rælni að Ilöntgenmynda einhvern besta smurlinginn í sínu safni. Myndin vakti skelfingu meðal allra fornfræð- inga. Undir vefjunum var ekki annað en rusl. Svo voru fleiri smurlingar myndaðir á sama hátt, og árangurinn varð hinn sami. Innan í böndunum var eitthvert beinarusl — og það voru ekki altaf mannabein. Og þó var vissa fyrir því, að þessa smurlinga höfðu vísinda- menn tekið úr óhreyfðum steinkistum í Egyptalandi. Þessar mörgu falsanir virtust benda til þess, að á dögum Faraóanna hafi þeir, sem smurðu lík, þegar verið farnir að leika á ættingja hins fram- liðna. Það var að minsta kosti þriggja mánaða verk, að ganga frá einum smurling, ef rjett var farið að. Fyrst þurfti að taka úr honum innýflin og heilann. Síðan þurfti að baða hann í þrjár vikur í sjerstökum legi (natrón- blöndu). Því næst þurfti að þurka líkamann og herða, smyrja hann og vefja innan í bönd, sem voru margan mílur að lengd. Líksmurningamenn áttu ekki heima í borgunum, heldur á afskektum stöð- um handan Nílar. Það þótti svo mikill ódaunn að smurningastöðvunum, að þær mátti ekki vera nærri manna- bygð. Farið var með líkin til þeirra, og voru smurlingarnir sóttir aftur eft- ir nokkra mánuði. Engum manni hefir dottið í hug að opna likkisturnar og rekja upp öll böndin til þess að ganga úr skugga um að brögð hefði ekki verið höfð í tafli. Þess vegna hafa smurninga- mennirnir leikið þann hættulitla leik, til þess að spara sjer kostnað og ómak, að afhenda ættingjum gerfismurling, sem þeir gátu búið til á nokkrum dög- um. í staðinn fyrir smurt lík afhentu þeir ættingjum vafningsstranga, sem leit út eíns og smurlingur, og undir böndunum var allskonar rusl, svo sem mold, hrís, leirkerabrot, dýrabein og þess háttar, sem venjulega er kastað út á öskuhauga. Sumir hafa þó gefið þá skýringu á þessari fölsun, að hinn látni hafi verið skeltur af krókódíl og ekki annað eft- ir af honum en nokkrir bútar, sem smurningsmönnunum hefði verið fengnir í hendur. Herodotus getur þess að það hafi verið venja í Egyptalandi að grafa þessa líkamsbúta með sömu viðhöfn og venja var um lík, en að næsta þorp, þar sem Ieyfar mannsins fundust, hafi greitt allan kostnað við útförina. Það kom þá í hlut smurn- ingamanna að ganga frá þessum lík- amaleyfum, eins og um óskaddað lík væri að ræða, að gera úr þeim smurl- ing. Ekki er það alveg rjett, að Evrópu- menn hafi etið alla smurlingana. Þegar menn mistu trú á lækningamátt smurlingaduftsins, hættu lyfsalar að hafa það á boðstólum, en þá tóku mál- ararnir við. Þeir komust að því, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.