Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 4
r>68 I Ólafur læknir var reiðmaður mikill, jafnvel oft um skör fram. Meðan faðir minn átti Viljuga- Jarp, annálaðan kostagrip, er Ellef- sen hvalveiðimaður keypti og flutti með sjer til Noregs, kom hann oft við, þótt krókur væri, þegar færi var gott og ís á vötnum, til þess eins að fá að koma á bak Jarpi og hleypa honum nokkra skeiðspretti. Kunni hann manna best að meta \ kosti góðhesta, en ætlaði þeim í naumast alltaf af. ? Sjálfur átti hann jafnan góða og ( trausta ferðahesta, enda varð hann 1 oft að grípa til þeirra og hesta sig sjálfur í læknisferðir. Ólafur var maður óágjarn og hirti lítt cða ekki um greiðslur fyr- ir störf sín. Hinsvegar rættist von- um framar úr innheimtu, vegna vinsælda hans. Ólafur læknir var ör til ferðalaga og svo fljótur í heimanbúnaði að með ólíkindum þótti. Aldrei taldi hann eftir að vitja sjúkra. Oft tók hann sjer ferð á hendur og vitjaöi þeirra óbeðinn, þegar hann taldí þess þörí eða tók á sig langa króka í því skyni. Um daga hans voru hvorki brýr nje vegir í allri Rangárvallasýslu. Það kom sjer því oft vel á vetrum, að læknir kunni ekki að hræðast neina torfæru, sem á leið hans varð. Að sundríða stórár eða ríða fram af ísskör, þótt hyldýpi væri urdir, var honum leikur einn. At' öllu þessu kann það ekki að undra neinn, þótt hann yrði skjótt svo ástsæll af hjeraðsbúum sínum, að lengra verði ekki til jafnað. Komið gat það fyrir að læknir væri einn á ferð, einkum ef fylgd- armenn voru illa ríðandi og gátu ekki fylgt honum eftir. Hitt var þó oftar, að bændur riðu með honum tveir eða fleiri, til þess að njóta ' glaðlyndis hans og eldlegs fjörs. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þess eru einnig dæmi að piltar riðu með honum til þess að sýna honum reiðhestsefni sín. Yfirleitt mátti heita, að allt hjeraðið væri á ferð og flugi kringum hinn glaða, gáfaða og ljúfa lækni sinn. Enginn er algjör eða alfullkom- inn. Svo var einnig um ólaf lækni. Hann var nokkuð vínhneigður strax í skóla, en einkum mun hann snemma hafa tekið að deyfa þreytu og vosbúð langra og tíðra læknis- ferða með vínnautn. Gætti hann minna hófs í því efni eftir því sem árin liðu og þolið og fjörið dvín- uðu. Ekki haggaði þetta þó vin- sældum hans, og kom enda minna niður á sjúklingum hans, en efni stóðu stundum tiL Það varð síður en svo til þess, að draga úr þessum eina bresti lækn- is, að bændum þótti það skjótt sjálfsagður hlutur að luma á víni til þess að geta boðið hinum ávalt kærkomna gesti velþegna hress- ingu. Enda þótt þetta væri hið versta verk og miklu hefði það verið lækni hollara að fá matarbita að góðgerðum, því oft var hann á ferð bæði svangur og þreyttur, var staup þó ávalt boðið fram af ein- lægni og góðum huga. Allir vildu þóknast sem best hinum ljúfa lækni sínum. Flestir stóðu í þakk- arskuld við hann fyrir veitta vel- gerð og þjónustu. Hinsvegar er því heldur ekki að leyna að vínhneigðir gleðimenn drógust að vonum að honum um skör fram. Er líklegt að það hefði orðið til lítils fagnaðar fyrir heim- ilið og búreksturinn ,ef hin trausta og skörulega frú hans hefði aldrei látið til sín taka. Hlaut hún af því ómaklegt ámæli einstöku manna, sem töldu hana í meira lagi skapstóra. Þótt Ólafur læknir væri bæði veitull og gestrisinn, bauð hann unglingum aldrei vín hvernig sem á stóð. Ólafur læknir var mjög vel kvæntur. Kona hans var vel ment- uð og mikilhæf, fríð og fönguleg. Staða hennar var oft erfið. Einka- soninn misti hún og tók sjer það að vonum mjög nærri. Gestanauð var ákaflega mikil og öllum tekið með virktum, en sjaldan af miklu að má. Þótt bú væri allgott á Stór- ólishvoli var efnahagur læknis jafnan frekar þröngur. Einkum reyndi mikið á hina gagnmerku konu eftir að heilsa læknis tók að bila. Þoldi hann illa svaðilfarir síð- ustu árin, en virtist þó alls ekki una sjer án þeirra. Að iokum krepti banameinið svo að honum, að hann varð að segja af sjer embætti á besta aldri og leggjast í rúmið. Má nærri geta hve þung þau spor hafa verið slíkum áhuga- og fjör- manni og kona hans hafi ekki kom- ist hjá að bera sinn hluta af þeirri ógæfu. Það eitt hve Ólafur læknir var afburða duglegur ferðamaður, var svo mikils vírði í hinu víðlenda og erfiða læknishjeraði, að enst hefði honum til mikilla vinsælda, þótt aðrir kostir hans, svo sem getið hefur verið, væru ekki með yfir- birrðum. Vetrarferðir í Rangárþingi, áður brýr voru bygðar og vegir lagðir, yfir frostbólgnar ár og fannþaktar brotamýrar, voru erfiðari en svo að skýrðar verði fyrir þeim, sem nú eru að vaxa upp og byggja land- ið. í læknistíð Ólafs voru nærri helmingi fleiri íbúar í hjeraðinu en nú er, og vegur það upp á móti því hve læknis er nú oftar vitjað vegna smávægilegra meina. Ómælanlegir erfiðleikar urðu títt á vegi læknisins í starfi hans, stundum vegna illviðra og ófærðar, en miklu oftar vegna sárrar fátækt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.