Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 6
r 570 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r óskunda, vaída hávaða, flytja til hluti, jafnvel svo þunga, að eng- inn á heimilinu gæti hreyft þá. Það er því engin furða þótt fjelag- inu þyki matur í þeim sögum, sem nú hafa borist. Hjer skal nú sagt frá nokkrum þeirra. Kona, sem kallar sig frú Sylvíu Y, og á heima í Logansport í Indianaríki, skrifar svo: — Jeg tel að draugagangur sje á heimili mínu og er þetta til sannindamerk- is: í fyrsta lagi ganga fjaðrirnar í rúmdýnunum upp og niður eins og einhver sje undir rúmunum og lyfti þeím. I öðru lagi sá jeg konu í gulum kjól ganga umhverfis rúm- ið mitt og hverfa svo. í þriðja lagi sá jeg konu með fjórar fætur rjett við höfðalag mitt. í fjórða lagi sá jeg hauslausan mann niðri í kjall- ara. Hann var í fötum en hvarf samstundis. — Ungfrú Rósa R. frá Massaehu- setts skrifar: — Fyrir nokkrum ár- um leigði faðir minn stórt hús og skemmtilegt í South Hadley Falls í Massachusetts. Þegar hann sagði vini sínum frá því að hann hefði tekið þetta hús á leigu, hrópaði hann: Draugahúsið? Fólk hefur heyrt þar allskonar gauragang og jafnvel sjeð gamlan mann sitja í hægindastóli á hverju kvöldi úti á verondinni. Þú munt ekki hald- ast lengi við þarna. Ekki víldi faðir minn trúa þessu, en skömmu eftir að við fluttumst þangað, byrjuðu lætin. Það var eitt kvöld eftír að allir voru hátt- aðir og öllúm gluggum og hurð- um hafði verið vandlega lokað. Þá heyrðu allir þungt fótatak í kjall- arastiganum og svefnherbergis- dyrnar voru opnaðar. Fótatak stað- næmist við rúm mömmu, en þá var eins og göngumaðurinn sneri við, fótatakið fjarlægðist og heyrð- ist seinast þegar gengið var niður kjallarastigann. Svo var farið að berja í bitana undir eldhúsgólfinu. Síðan heyrðist glamra í diskum og að hurðin á eldavjelinni var opnuð. Séinast var barið harkalega á úti- dyr. Pabbi rauk á fætur, opnaði útidyrnar og kallaði: Hver er þar? En þar var enginn. Hann fekk sjer þá ljósker og léitaði alt í kring um húsið, en varð einkis var. Föl var á, en engin spor sáust þar. Nokkrum dögum seinna heyrði alt fólkið undarlegan hávaða niðri í kjallara. Pabbi og eldri bróðir minn fóru þá að forvitnast um þetta. Bróðir minn helt á ljósi. Þegar þeir komu í kjallaradyrnar sýndist þeim þar vera eitthvert ferlíki, eins og risavaxinn svartur köttur, með glóandi glyrnum og gapti eldrauðum kjapti. Bróðir minn varð svo hræddur að hann flýði upp stigann og pabbi á eftir. Amma svaf á bekk í stofunni og þar var einnig píanó. Einhverja nótt sá hún mann í dökkum föt- um og hvítri skyrtu sitja við pía- nóið. Hún ætlaði að hljóða af hræðslu, en kom ekki upp stunu hvað þá meira. Og svo hvarí mað- urinn. Einu sinni þegar mamma sat inni í stofu heyrði hún eitt- hvert þrusk frammi í eldhúsi. Hún fór þangað, en þá heyrði hún þruskið inni í stofu. Og þegar hún kom þangað aftur, þá heyrðist þruskið frammi í eldhúsi. Að lokum flýðum við úr húsinu. Og þegar við sögðum frá því hvað við höfðum sjeð þar og heyrt, kiptu nágrannarnir sjer ekkert upp við það. Þeir sögðu: „Hver maður, sem hefur átt heima í þessu húsi, hefur orðið var við hið sama.“ Þessar sögur eru teknar hjer vegna þess, að vísindamenn telja nú víst, að þær sje sannar og gerist víða vegna miðilshæfileika einhvers á heimilinu. Þetta sjáist á því, að sje hægt að finna miðil- inn og flytja hann burt, þá hætta fyrirburðimir. Venjulega eru þess- ir miðlar unglingar, og eitthvað öðru vísi en fólk er flest, og um kynþroskaaldur. Sjaldnast standa fyrirburðirnir í sambandi við full- orðið fólk. Iljer skal nú sagt frá einu dæmi um þetta og minnir það eigi lítið á ýmsar sögur, sem gerst hafa hjer á landi, svo sem Fróðárundrin, Hjaltastaðaíjandann, Núpsdraug- inn, Garpsdalsdrauginn og Þistil- ftarðarundrin. En sá er munur á, að nú hafa vísindamenn rannsakað undrin og komist að þeirri niður- stöðu að þau væri ekki vísvitandi af manna völdum. Aðalmaðurinn í sögunni er fjórtán ára drengur, sem John heitir. Hann þótti mjög efnilegur piltur og geðþekkur hverjum manni. Fyrir rúmum tveimur ár- um heyrði hann að það var eins og verið væri að klóra loftið og veggina í herberginu, þar sém hann sat. Hann skéytti þessu ekki fyrst í stað, helt að rotta eða íkorni hefði komist þar milli veggja. En honum fór ekki að verða um sel þegar hann heyrði þetta hvar sem hann fór, og jafnvel þar sem harm var gestkomandi. Foreldrar drengs- ins voru guðhræddir og vildu ekki trúa því að neitt óhreint væri í húsinu. En þeir heyrðu þetta líka og þegar það ágerðist, fekk faðir drengsins trjesmið til þess að rífa allar þíljur innan úr herbergi son- ar síns. Það kom fyrir ekki, þvert á móti magnaðíst nú gauragangur- inn um helfning, og hávaðinn af klórinu yfirgnæfði alveg sagar- hljóð og hamarshögg smiðsins. Þetta var aðeins byrjunin, og nú var farið að færa til húsgögn og kasta hlutum. — Diskum var beytt í gólfið. Tveir stórir stólar komu á fleygiferð sinn úr hvoru homi og krömdu John á milli sín svo að hann æpti af sársauka. Svo fór rúmið að dansa fram og aftur um gólfið með John á nóttunni, og gengu þessi læti stundum fram til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.