Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 3
Ólafur læknir var frekar lágur maður vexti, en þó sterklegur. Hann var snar í snúningum og kvikur á fæti. Bjartur yfirlitum og fölleitur, nettur í andliti og fríður sýnum, með mikið enni og stórt hökuskarð. Hann bar yfirvarar- skegg, ljósjarpt að lit. Ólafur var vel að manni, allra manna fimastur og snarpastur. Syndur var hann sem selur og að öllum íþróttum var hann svo bú- inn, að langt bar af öðrum mönn- um þegar í skóla. Oft Ijek hann það, þegar hann ferðbúinn var að leggja af stað að heiman í læknisferð, að hann hljóp að hesti sínum, studdi höndum á lend honum og svejflaði sjer fram í hnakkinn svo fljótt sem hendi veifði. f>á list Ijek hann einnig að hiaupa af hesti á harða spretti og koma standandi til jarðar. Þetta sá Davið frá Stöðlakoti hann gera. Reið iiann þá skjóttum hesti er hann átti og vanur var þessum leik húsbónda síns. Ólafur læknir var írábær gleði- og f jörmaður, söngvinn og hagorð- ur. Oft kastaði hann fram stökum til þess að vekja hlátur og glað- værð kringum sig, en naJega eru þær allar glevmdar, enda ekki ætl- aðar nema liðandi stund. Hvar sem hann bar að garði, hvort heldur til oðalsbónda eða kotunga fylgdi honum ávallt gfeði Qg gamanyrði, svo sjúkum ljetti og óx ásmegin í baráttu fyrir lífi og lieifsu. Áhyggjur dreifðust við komu hans sem ský frá sólu. Svo brjóstgóður var Ólat'ur lækn- ir, að segja mátti að hann gæti ekk- ert aumt sjeð, án pess að hlaupa undir bagga. Oft sást hann lítt fyr- ir í hjálpsemi sinni. Einhverju sinni kom húsfreyjan á Efrahvoli til þess að leita sjer LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 567 hjálpar að Stórólfshvoli. Bóndi hennar var í veri, en heimilið bjarg arlítið. Hún liitti læknisfrúna og bar upp erindi sitt, en frú Mar- grjet sagði eins og satt var, að sjálf ætti hún aðeins mat af svo skorn- um skamti, að ærinn vandj væri sjer á höndum, að sjá hjúUm sínum og gestum farborða. Fór konan við svo búið. Um þetta leyti var læknir að koma úr sjúkravitjun og sá til konunna:. Hvort einhver varð til þess að segja honum erindi hennar eða hann hafði af nærfærni sinni grunað það, er ekki vitað, en víst er um það að hann Jagði Jeið sína beina leið inn í búr húsfreyu og ljet þar greipar sópa og sendi með fenginn á eftir konunni upp að Efrahvoli. — Sjálfur sagðist hann geta sent út á Eyrarbakka ef alt um þryti. Sem dæmi um hugulsemi hans og hjálp.semi hefur merkiskonan Anna Guðmundsdóttir frá Bjólu- hjáleigu sagt frá því, að einhverju sinni, er hún yar hjá föður sínum á Stórólfshvoli, sambýlismanni Ólafs læknis um sex ára skeið, liafi hún vor eitt verið að basla við eldamensku, en eigi haft annan eldivið, en hálfblautt tað. Mun margt gamajt fólk enn minnast þess hver raun slik eldamenska gat verið í gömlu hlóðareldhúsunum. Svo hittist á að Ólaf lækni bar þarna að. var hann fljótur aö gjá og skilja erfiðleika annara. „Áttu erfitt núna Anna mín,“ sagði hann og hljóp þegar út og tíndi saman spýtur og sprek og kom með innan stundar og færði henni. Er Anna var innan fcrmingar- aldurs, var það starf hennar að sitja kvíaær i'öður síns í Djúpadal við Eystri-Rangá. Ekkert úr hafði hún, enda áttu fáir í þá daga. Var farið eftir sólinni. Hinsve,gar vand- aðist málið, þegar ekki sást til sólar og vissi hún þá ógjörla hve- nær mál væri að reka ærnar heim til mjalta. Dag nokkurn er þykt var loft bar Ólaf lækni þar að, var hann að íara í læknisvitjun. Hann hægði á fcrð sinni og ávarpaði Önnu glaðJega að vanda. Notaði hún þá tækifærið og spurði hann hvað framorðið væri. Svaraði hann með því að taka upp úr sitt og fá henni það með þeini ummælum, að hún hefði þess meiri þörf en hann og skyldi hann lána henni það. Oft eftir þetta þegar veður var þungbúið, •lánaði hann henni úrið. Átti hann ætíð frumkvæðið að því sjálfur. Svo mikil og vakandi var hugul- . semi hans og ljúflyndi, ekki síst er börn eða unglingar áttu hlut að máli. Þegar læknir kom úr kaupstað, frá Reykjavík eða Eyrarbakka, kom hann oft við hjá Magnúsi sýslu manni Torfasyni, sem þá bjó á Ár- bæ í Holtum. Jafnan færði hann þá börnum sýslumanns góðar og smekklegar gjafir. Minnist kona mín enn dominotafls úr beini, hag- lega gerðu, er henni þótti hin mesta gersemi, svo og fleiri gjafa. Átti hún þessa hluti mjög lengi til minn ingar um þennan góða ljósa sinn. Ólafur læknir var góður búmað- ur, svo sem hann átti kyn til og bar gott skyn á þá hluti. Hann átti sæmilegt bú, en mjög hvíldi það á herðum hinnar tápmiklu konu hans síðari árin. Á Stórólfshvoli var þá unnið að voryrkju á túnum með kvísl- um og klárum, eins og venja var. Þegar læknir sá þctta fyrsta vorið, sem hann var þar, sagði hann stúlkunum að hann skyldi hjálpa þeim til þess að vinna á tún- inu með miklu hægara móti. Bjó hann í skyndi til hrísherfi og kendi þeim að nota það. Þótti þetta hin mestu viðbrigði. _ j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.