Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Qupperneq 4
1 192
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
málmi, en það eru rafskaut, sem
þræðirnir-'-eru leiddir í. Jákvætt
skaut 'Vanóða) * og neikvætt skaut
(katóTTa). pessi rafskaut eru and-
spænis hvort öðru, en nokkurt bil
er á milli þeirra. Á neikvæða skaut-
inu er glóvír, sem gefur frá sér ör-
smáar efnisagnir, rafeindir (elek-
trónur)1, þegac hann hitnar, og eru
þær méð-rffeikvæðri rafhleðslu. —
Rafstraum ^néð hárri, allt að 200
þús." vóltá "spénnu, eða meir, sem
1 fæst frá röntgenvélinni, er hleypt
í gegnum lampann, og slöngvast
rafeindirnar þá með ofsahraða,
mörg þúsund kílómetra á sekúndu,
á jákvæða skautið. Með rafeindun-
um berst rafstraumurinn milli
skautahWái' ’ Mestur hluti þeirrar
orku, s'em losnar úr læðingi við
stórskotáhríð,, rafeindanna, verður
að ..hita,' en örlítið brot, nokkrir
þúsundustu hlutar, myndar rönt-
gengeisla, Sem geisla út frá já-
kvæðá skátiiinu-
• i b*/*
Röntgengéislarnir eru rafsegul-
býlgjur, líkt og útvarpsbylgjur,
hitageislar, sýnileg birta og ósýni-
legt útfjólublátt ljós. Það sem gerir
muninn er bylgjulengdin. Radio-
bylgjur eru almennt mældar í
metrum eða kílómetrum, ljósbylgj-
ur eru miklu-stýttri og mældar í
hluta af sentimeter eða millimeter,
eða þá millimy, þ. e. milljón-
ustu hlutúm-af millimeter. Rauð
birta er t. d. 800—700 millimy, síð-
an styttist byfgjulengdin í litrófinu
niður í fjólublátt sem er 400 milli-
my. Röntgwigeislarnir eru með enn
styttri bylgjulengd, sem er mæld í
Ángströmeiningum (Á), eða tíu
milljónustu híutum úr millimeter.
Þá ta.ka við gammageislar frá geisl-
andi efnum, eins og t. d. radium.
Síðan geimgeislar, sem flytja okk-
ur boð, sem við enn ekki skilj-
um, frá hmúm fjarlæga himingeim,
og þeir smjúga allt, dautt og lif-
andi, á.. þes^um hnetti. Rafsegul-
bylgjurnar ná þannig yfir stórt
bylgjusvið (speetrum), en það er
aðeins lítið brot af því, sem skyn-
færi mannsins geta greint sem ljós.
Rafsegulbylgjurnar, sem eru í ljós-
vakanum og allt umhverfis okkur,
fara að mestu fyrir ofan eða neðan
skynsvið okkar, ýmist eru bylgj-
umar of langar eða of stuttar fyrir
augun. En þrotlaus leit mannsand-
ans hefur borið ríkulegan ávöxt á
þessari öld. Nú vitum við ekki að-
eins um tilveru t. d. röntgengeisla,
heldur hafa þeir aukið sjónsvið
vort, og radiobylgjurnar hafa gert
okkur fært að heyra og tala saman
um óravegu. Hver veit hvers við
verðum vísari um ljósvakann og
bylgjur hans á ókomnum árum, því
að mörg gátan er enn óráðin, en
engin takmörk fyrir því, hvað hug-
ur mannsins þráir að vita-
Venjuleg birta er samsett af
geislum með mismunandi bylgju-
lengd, sem augað greinir, sem mis-
munandi liti. Á sama hátt eru hinir
ósýnilegu röntgengeislar með mis-
munandi bylgjulengd. Hraði þeirra
er sami og hraði ljóssins og ann-
arra ljósvakabylgja, þ. e. um
300.000 kílómetrar á sekúndu. Hin
mismunandi bylgjulengd röntgen-
geislanna hefur mikla hagnýta þýð-
ingu, bæði í eðlisfræði og læknis-
fræði. Röntgengeislarnir hafa þann
eiginleika að fara í gegnum heilt,
og smjúga því betur, sem bylgjan
er styttri, en hún styttist með
hækkandi spennu á röntgenlamp-
anum. Geislarnir stöðvast þó að
meira eða minna leyti í efninu,
sem verður á leið þeirra, og fer
það eftir eðlisþyngd þess. Blý, sem
er þungur málmur, er því mikið
notað til einangrunar, og verndar
starfsfólki á röntgendeildum- — Á
sömu eiginleikum geislanna bygg-
ist það, að notaðar eru málmþynn-
ur úr mismunandi þungu efni,
geislasíur, til þess að stöðva eða
sía frá bylgjulengdir, eftir því sem
æskilegt þykir, við röntgenlækn-
ingar.
Nýir geislar finnast
Áhugi vísindamanna fyrir hinum
nýju geislum leiddi til þess, að
Frakkinn Henri Becquerel fann
urangeislana 1896. í beinu fram-
haldi af þeirri athugun fundu
Pierre og Marie Curie síðan hið
geislandi polonium og radium. —
Rannsókn geislavirkra efna, sem
senda frá sér geislaorku sjálfkrafa,
er liður í hinni glæsilegu þróun
geislavísindanna, eftir að Röntgen
gerði uppgötvun sína.
Röntgen- og radiumgeislar gérðu
fært að rannsaka frumeind efnisins,
en sú þekking hefur valdið alda-
hvörfum sem kunnugt er. Frum-
eindin varð að rannsóknarstofu vís-
indamanna, og leyndardómar
hennar hafa opinberazt hver af
öðrum. Frumeindin reyndist kjarni
með rafeindum, sem haldast á
braut sinni umhverfis hann með
raíkrafti. Efni og orka varð eitt og
hið sama. Kjarnorkan kom til sög-
< i I • . i
unnar með sínu ægiafli og eyðandi
geislum- Þannig hefur þróunin orð-
ið síðan Röntgen fann sína ósýni-
legu geisla. Og enn eru þessi æðri
geislavísindi væntanlega aðeins á
byrjunarstigi.
Geislarnir notaðir til lækninga
Röntgen sá það fyrir frá upphafi,
að hinir nýju geislar myndu hafa
þýðingu í læknisfræði, tækni og
eðlisfræði. Eins og áður er minnzt
á, notaði hann þá til skyggningar
(gegnumlýsingar). Hann tók og
fyrstu röntgenmyndina, af hönd
konu sinnar (22. des. 1895). Hann
sá fyrir mikilvægi þeirra við rann-
sókn á mannslíkamanum og við
greiningu sjúkdóma. Hann er því
talinn faðir röntgenskoðana í lækn-
isfræði, þótt hann væri ekki læknir
sjálfur.