Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 8
196 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS már‘ í Reykjavík llcstar a beit í f jöruiuii Árni Óia: „Forljótt REYKVÍKINGAR áltu löngum íjölda hrossa, miklu íleiri en þörf virtist á. Meðferðin á hrossum þess- um vár þannig að þau voru látin ganga úti alian veturinn og þegar hart var á, gengu þau vanalega í fjörunni ug liíðu þar á þara og fisk- úrgangi. sem fleygt hafði verið í f jöruna eða sjóinn og síðan borizt á land_ Annars. var þetta hrossastóð oft eins og versti stefnivargur, réð- ust þau inn á tún manna, nöguðu þau niður í rót og spörkuðu þau öll sundur. Og þó var annað verra, að þau sóttu mjög í fisk, svo að hvergi mátti hafa hann úti við. Var ckki að sökum að spyrja ef hrossin kom- ust í fiskstakka að þá rifu þau og tættu fiskýin í sundur, átu og skemmdu. Urðu oft út af þessu illindi og ýfingar manna á milli. Fiskeigendum sárnaði, sem von var, þegar lirossin komust í fisk þeirra, og töldu að eigendur hross- anna ætti að gæta þeirra betur. Svo er það i desembermánuði 1834 að 5 bæjarmenn komu til bæj- arfogeta og kærðu það munnlega, að útigangshestar sínir. 3 að tölu, hefði orðið fyrir hraklegri meðferð og væri meira og minna skemmdir. Sögðu þeir að eftir því sem næst yrði komizt stafaði þetta af því að einhver hefði stungið eldi undir tögl þeirra fyrir nokkrum dögum. Þetta þótti, sem von var, hið mesta óþokkabragð og var þetta kallað „forljótt mál“ hér í bænum á þeirrar tíðar reykvisku. Var tai- in hin mesta nauðsyn að hafa upp á þeim, er þetta hefði gert og reyna að koma í veg fyrir að annar eins leikur yrði leikinn frarnar. í þenna mund bjó Þórður Guð- mundsson hafnsögumaður í Borg- arabæ í Grjótaþorpi. Stóð sá bær fyrir norðan Brekkubæ (nú Vina- minni). Hjá honum var vinnumað- ur, sem Brynjólfur Brandsson hét. Kvisaðist það þegar, að nokkrum dögum áður hefði Brynjólfur þessi hitt Magnús Norðfjörð beyki í Sjó- búð og sagt honum fi'á því, að kvöldið áður hefði einhver latið eitthvað undir tagl á hesti heima við bæ Þórðar Guðmundssonar, til þess að fæla hestinn þaðan úr fiski. Einhver maður, sem hafði hlustað á þetta, sagði að Brynjólfur hefði líka sagt „ að Þórður Guðmundsson hefði stungið lótorfu eða eldtoríu undir tagl a hesti við bæ sinn til þess að fæla hann úr fiski.“ Út af þessu var Brynjólfur kall- aður fyrir rclt og bar hann það, að hann hefði að kvöldi 14. des. um náttmal gengið ut úr bæ Þórðar og haít með sér logamli lótoríu. — Kvaóst kar-n liafa ætláð að fæla með henni hross þau, „sem höfðu sumpart uppetið og sumpart skemmt blautan fisk, sem þeir Þórður áttu í félagi.“ Sagðist hann hafa fleygt logandi lótorfunni inn á milli hestanna, en í sama bili hefði Þórður komið út og bannað sér að fara svo gálauslega með eld, og hefði hann þá þegar hætt eld- kastinu. Hinu neitaði hann þver- lega að hafa látið eld undir tagl á nokkrum hesti og kvaðst ekkert vita um hver að slíku væri valdur. Hann sagðist ekki minnast þess að hann hefði sagt við Magnús Norð- fjörð að Þórður hefði gert þetta, en hafi hann sagt það, þa hefði það verið lygi. En hinu hélt hann fram, að þeir Þórður Guðmundsson og Jón nokkur Vigfússon hefði verið í vitorði með sér og horft á er liann fældi hestana með logandi lótorf- unni. Þessu neituðu þeir Þórður og Jón harðlega. Hitt viðurkenndu þeir, að þeir hefði séð Brynjólf vera að íæla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.