Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 13
f
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Alaska. Ameríska lóan verpir í Al-
aska og um allan nyrzta hluta Kan-
ada og á eyunum þar fyrir norðan.
í Alaska verpa þessar tvær tegund-
ir oft á sömu slóðum, hver innan
um aðra, en það bregzt aldrei að
þær fara sín í hvora áttina þegar
haustar. — Kyrrahafslóan fer , til
Hawaieya, en ameríska ióan suður
til Argentínu.
Það eru um 2000 mílur enskar
sem ' Kyrrahafslóan verður 5að
fljúga í einum áfanga yfir opið haf
til þess að komast til Hawaieya.
Þetta er í sjálfu sér afrek, er gerir
flugvélum mannsins skömm.Væng-
haf lóunnar er ekki nema um 20
þumlungar og ef hinar stóru flug-
vélar ætti að fljúga tiltölulega jafn
langt í einum áfanga, miðað við
vænghaf, þá yrði sá áfangi að vera
150.000 mílur, eða sem svarar því
að þær færi sex sinnum umhverfis
jörðina.
Kyrrahafs-lóurnar halda til á
Hawaieyum um átta mánaða skeið
og lifa þar kóngalífi og eru bústnar
og feitar. En seint í apríl grípur
þær óþreya. Þær hnaþþast sámáií
og svo hverfa hóparnir út á hafið
og fljúga í einum áfanga til Aleut-
eya eða Þokueya. Þar hvíla þær sig
um stund, en halda svo áfram til
Síberíu og Alaska- Þar stofna þær
heimili, en þegar ungamir eru
orðnir stálpaðir, grípur þær sama
óþreyan og fyr, og í ágústmánuði
hefja þær sig til flugs út yfir hafið
og skilja ungana eftir. Nokkrum
vikum seinna fara svo ungarnir að
hópa sig, eins og hér, og svo halda
þeir á hafið og fljúga rakleitt til
Hawaieya, eins og þeim væri vísað
þangað.
Um líkt leyti hefja ungar ame-
rísku lóunnar suðurför sína. En
þeir stefna í þveröfuga átt. Þeir
fljúga fyrst til norðausturs, yfir
Labrador og Nova Scotia og þaðan
á haf út og koma ekki að landi fyr
en í Suður-Ameríku. Er það álíka
löng leið er þeir fara yfir opið
haf og Kyrrahafs-lóan. Alltaf fara
lóurnar þessa sömu leið suður á
bóginn, en á vorin fljúga þær alltaf
yfir land þegar þær halda norður
til varpstöðvanna.
Hvernig stendur nú á því að lóu-
ungarnir, sem fæðst hafa í Síberíu
og Alaska, vita að langt úti í regin-
hafi eru litlar eyar og rata á þessar
eyar? Um aldamótin héldu nátt-
úrufræðingar því fram, að einu
sinni hefði mikið meginland verið
þar sem nú er norðanvert Kyrra-
haf. Fuglarnir hafi þá alltaf flogið
yfir land, en er landið sökk hafi
þeir verið orðnir svo vanir þessum
ferðalögum, að þeir hafi haldið
þeim áfram. En það er sá galli á
þessari skýringu, að þetta megin-
land í Kyrrahafi hefur aldrei verið
til. En þótt svo hefði verið, þá er
það engin skýring á því hvernig
ungarnir, sem aldrei hafa farið
þessa leið rata hana af sjálfsdáðum.
... . J í . •
•uv . 1 t
5W 5W
PRÉSTUR nokkur í Ameríku hafði
mikinn áhuga fyrir heiðingjatrúboði og
hann tók sér fyrir hendur að safna fé
til þess meðal sóknarbarna sinna. Hann
kom til ríkasta bóndans og bað hann
að leggja eitthvað af mörkum.
— Þvi miður þýðir ekki neitt að tala
við mig um það, sagði bóndi.
— Þú veizt þó að okkur er kennt að
við eigum að seðja hina hungruðu,
sagði prestur.
— Jú, veit ég það, svaraði bóndi,
en ég held að hægt sé að ala þessa
villumenn á einhverju ódýrara en trú-
boðum.
—x—
— En þau ósköp sem þú átt af bók-
um. Þú þyrftir endilega að fá þér fleiri
bókaskápa.
— Það er alveg satt, en það er nú
einhvern veginn svona að ég hefi aldrei
komið mér að því að fá bókaskópa að
láni.
201
Örvhent börn
ALLS KONAR ágiskanir hafa
komið fram um hvernig á því
standi að sum börn eru örvhend,
en það stafar sennilega af því,
að þau beita meira vinstra auganu.
Allir, sem ekki eru örvhendir, böita
hægra auganu meira. Þú gétur
reynt þetta á sjálfum þér. Bentu
á einhvern hlut þannig að þú teyg-
ir fram handlegginn og bendir með
vísifingrinum. Lokaðu svo vinstra
auganu, og vísifingurinn bendir
beint á hlutinn- Lokaðu svo hægra
auganu, og þá muntu komast að
raun uin að þú bendir alls ekki
á hlutinn, heldur til hliðar við
hann. En ef þú ert örvhendur, þá
snýst þetta við.
Starfsemi heilans ræður nokkru
um það hvort menn verða örv-
hendir. Ef þær stöðvar heilans, sem
ráða gerðum líkamaris vinstra
megin, eru sterkari en ^ær, sem i
ráða gerðum líkamans hægra meg-
in, þá eru miklar líkur til "p^ss að
menn beiti vinstra auganu riöeira
og verði því örvhendir. Það ‘fná
því segja að það sé barninu með^
fætt hvor höndin því er tiltækarii
Það er enginn afkáraskapur né
heimskumerki að vera örvhend*
ur.
Foreldrar reyna stundum irieð
harðri hendi að venja börn síri
af því að vera örvhend. Það tekst
stundum, og hefir venjulega mjög
slæm áhrif á barnið. Meðal ann-
ars er það algengt að börnin fari
þá að stama og losna ef til vill
aldrei við þann kvilla. Með mestu
lempni er stundum hægt að kenna
börnunum að nota báðar hendur
jafnt. En yfirleitt ætti foreldrar
að sætta sig við það að börn þeirra
sé örvhend.
. .-£UJ£UÖi' f