Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 16
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS j -* um. Allir eru samborgarar og umgang- ast eins og bræður. Þarna sést að það er engin fjarstæða þegar bjartsýnir menn eru að tala um sameinaða Ev- rópu. Þjóðirnar gæti unnið saman sem ein þjóð, ef ekki stæði á stjórnmála- mönnunum. ^ ^ ^ ^ Góa og Harpa Ýmsar veðráttuspár geymast í göml- um íslenzkum vísum og hefur þjóðin tekið mark á þeim allt fram að þessu. Þar á meðal er þessi vísa: Ef hún Góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun Harpa hennar jóð herða veðráttuna. Að þessu sinni var Góa öll góð og ætti þá Harpa, sem hefst á fimmtudaginn kemur (24. marz) að „herða veðrátt- una“. Sighvatur Árnason fyrrum al- þingismaður gerði athuganir á því hvernig ýmsir veðráttuspádómar hefði reynzt á árunum 1840—1900 (um 60 ára bil) og skrifaði um það í Skirni 1907. Þar segir hann svo um þennan veðr- áttuspádóm: „Þau árin, 6 að tölu, á þessu árabili, sem Góan var einmuna góð, stundum greri jörð, þá rættist þetta þannig, að tíðarfarið breyttist alltaf til hins verra í næstu mánuðum (Einmánuði og Hörpu) en þó einkum 3 árin í alvarleg harðindi." Á Þjóðminjasafninu er gullúr og gulldósir, sem Tryggvi heitinn Gunnarsson bankastjóri átti. Þessa gripi gaf Gránufélagið honum haustið 1878 í viðurkenningarskyni fyrir ósérplægni og frábært starf í þágu félagsins. Fylgdi gjöfinni þessi vísa, er orkt hafði séra Björn Halldórsson í Laufási: Tvo gripi sendir Grána þér og gróf á nafn þitt: Tryggvi. Og gull er í þeim eins og þér vor erindrekinn dyggvi. FAGUR ER DALUR----------- Blaðamannafélag íslands er skipað mönnum með hinar ólikustu skoðanir á stjórnmálum og eflaust ýmsum öðr- um málum. En þar sem um sérsíök hagsmunamál og menningarmál alþjóð- ar er að ræða, þau er standa öllum flokkadráttum ofar, þá hafa félags- menn ákveðið að snúa saman bökum og starda sem einn niaður að því að þau nái fram að ganga. Fyrsta málið var að koma upp húsi fyrir þjóðminja- safnið. Það mál er nú komið í höfn og húsið verið afhent ríkisstjórn og þjóðminjaverði. — Næsta sameiginlegt áhugamál blaðamanna er svo skóg- ræktin og þar er ærið starf fyrir hönd- um. En þar sem allir blaðamenn leggj- ast á eitt, má sigurs vænta. Fyrsta spor þeirra í þessa átt var kvöldvakan í út- varpinu á annan í páskum. Þar var rakin fyrir þjóðinni örlagasaga íslenzku skóganna, brýnt fyrir henni hverja skuld hún á landinu að gjalda, og hve stórkostlegt hagsmunamál það er fyrir hana að hefjast þegar handa um að klæða landið skógi. Þar var sýnt og sannað að ísland liggur í hinu svokall- aða barrskógabelti og að vér getum eignast nytjaskóga, eigi síður en aðrar Norðurlandaþjóðir, með því að rækta barrtré ættuð frá þeim stöðvum, þar sem veðrátta og landkostir er svipað og á íslandi. Rcynslan hefur þegar sýnt að barr- tré þrífast hér ágæta vel. Um það höfðu Reykvíkingar dæmið fyrir augunum um hátiðarnar í vetur, þegar stórt grenitré frá Hallormsstað prýddi Austurvöll. — Myndirnar hér eru af erlendum trjátegundum, sem gróðursettar hafa verið að Hallormsstað. Má þar enn sjá að ræzt geta spádómsorð listaskáldsir.s góða: „Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna. Skaldið hnígur og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið“. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.