Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 3
tw Skcmmtanalíí var talsvCrt mikið í skólanum. Dansleikar annað hvert laugardagskvöld og málíundir ann- að hvert laugardagskvöld, allt á víxl. — Reglusemi nemenda var mikil. Var það nær undantekning- arlaust að nemendur mættu að morgni kl. 8, er kennsla skyldi byrja og varla minnist ég þess að ncmanda vantaöi, enda var hcilsan góð og við staðráðin í að nota vel kennslutímann, cnda var agi góður í skólanum og andrúmsloft hið bezta. Eins og fyr scgir var síra Magnús Ilelgason skólameistari. Ilann setti sinn svip á skólann og stjórnaði honum í ein.u og öllu eftir vild. Síra Magnús var mikill lærdómsmaður. Hann var afburða vel að sér í ís- lenzkum fræðum. Kunni íslend-* ingasögurnar, Biskupasögurnar og Fornaldarsögur Norðurlanda svo að segja utan bókar. Hann hafði tileinkað sér sögupersónurnar og skildi þær sálfræðilega eins og hann skildi nemendur sína. Ilann var aíbragðs góður ís- lenzkumaður, og það svo, að aldrei þurfti hann að grípa til útlends orðs, til þess að láta hugsanir sínar í ljós. Var hann þó að sjálfsögðu mikili latínumaður og ef til vill grískumaður- Þrátt fyrir þetta átti hann orð móðursmálsins yfir allt, sem liann hugsaði. Móðurmálið var í munni hans mj úkt eins og blómið og sterkt eins og stálið og tært eins og berglind. Hann var afburða kennari, og svo var hann samvizku- samur, að hann kom aldrei í kennslustund nema þaul-undirbú- inn, enda gerði hann hverja sína kennslustund að léttum leik, sér og nemendum sínum til gagns og ógleymanlegrar angegju. Ávallt var hann kominn a fætur fyrir kl. 8 að morgni, enda þótt hann ætti ekki að kenna fyrstu kennslustundina. Kom hann á fæt- ur til aö heilsa nemendum og kenn- urum og til að fullvissa sig um, að allir væru mættir. Hann vildi vita allt af eigin raun, sem að ráðs- mcnnsku hans laut og ekkert var lionum þar óviðkomandi. — Þegar kennsla var byrjuð hvarf hann til skrifstofu pinnar vitandi allt af eigin raun um stundvísi og starf kennara og nemenda. ÓFULLKOMIÐ SKOLAKÚS Þótt mér sýndist Kennaraskólinn mikið hús og veglegt, er ég leit hann fyrst, þá var hann, er betur var að gætt og á reyndi, á ýmsan hátt ófullkominn ög erfiður til af- nota. Hafði Hannes Hafstein, sem þá var ráðherra, látið byggja skóla- húsið. Var það gért áf góðum vilja, en miklum vanefnum. Síra Magnús Helgason gerði litlar kröfur til hins opinbera um lagfæringu og breyt- ingu til batnaðar inrianhússprýði eða umhverfisins. Hans æðsta boð- orð var að gera ekki miklar kröfur til annarra, en miklar kröfur til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.