Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
rauðu blóðkornin í sýnishorninu.
Þetía væri þýðingarlaust nema því
aðeins að nákvæmlega ákveðið
ínagn a£ blóði væri athugað. Stofn-
unin sér læknum fyrir slíkum blóð-
mælitækjum.
Metri og kílogram
Enda þótt fet sé lengdareining í
Bandaríkjunum og pundið þyngd-
areining, þá hefur stofnunin ekki
gert löggilt mál og vog fyrir það,
heldur fyrir metra og kílogram.
Eru þessi mælitæki geymd í loft-
þéttum skápum. Kílogram-lóðið má
aldrei snerta með berum höndum,
vegna þess að sviti af fingurgóm-
um manna gæti breytt þyngd þess,
af því að hann mundi loða við það.
Þegar lóðið er tekið út úr skápn-
um, er það gert með töng, og tveir
menn eru látnir bera það svo að
öruggt sé að það detti ekki í gólfið
þótt annar hrasaði eða fengi aðsvif.
Þegar það er lagt á vogarskál, til
þess að ganga úr skugga um hvort
annað lóð hafi rétta þyngd, þá
stendur maðurinn sem þetta gerir
í 10 feta fjarlægð, svo að hitinn af
líkama hans geti ekki haft nein
áhrif á lóðin.
Og þótt enginn hafi séð rafmagn
né viti hvað það er, þá hefur, þó
stofnuninni tekizt að mæla það ná-
kvæmlega og gera nákvæm mæli-
tæki fyrir það.
Ostöðugleiki sekúndunnar
Það er mjög áríðandi á þessari
véla og geislaöld að geta vitað ná-
kvæmlega hvað ein sekúnda er
löng. Á því veltur notkun radar-
tækja og bergmálsdýptarmæla, svo
að nokkuð sé nefnt. Þegar um notk-
un bergmálsdýptarmæla er að
ræða, verða menn að vita upp á
hár hvað hljóðbylgjan fer langt á
hverri sekúndu, og til þess að geta
mælt dýpið rétt, verður lengd sek-
úndunnar að vera hárrétt.
" 233
Stofnunin hefur ákveðið lengd
sekúndunnar eftir snúningshraða
jarðar. En því miður er þetta ekki
óyggjandi mál er til lengdar lætur,
því að snúningshraði jarðar er dá-
lítið breytilegur og hún er að smá-
hægja á sér, vegna þess viðnáms
sem sjávarföll valda á grunnsævi.
Vísindum nútímans er það afar
áríðandi að t'ímamálið sé rétt, t. d.
þegar þau eru að mæla hraða ljóss-
ins, en hann nota þau sem lengdar-
stiku til þess að mæla fjarlægðir
himingeimsins. Og nú hefur stofn-
unin fundið óyggjandi tímamæli
með aðstoð kjarnorkuvísindanna.
Þessi, tímamælir miðast við
bylgjulengd í grænum geislum,
sem stafa frá nýjum atómum, sem
menn hafa framleitt og kalla „mer-
cury 198“. Allir geislar fara í bylgj-
um, líkt og öldur á vatni, og bylgju-
lengd kallast millibil öldutoppanna.
Bylgjulengd græna ljóssins í „mer-
cury 198“ hefur verið mæld svo ná-
kvæmlega, að ekki getur skeikað
nema einum á móti hverjum 100
milljónum. Einn meter er nákvæm-
lega; jafnlangur 1.832.129.21 bylgj-
um i grænu geislunum.
Þetta efni, „mercury 198“ var
ekki til fyr en á atómöldinni. Vís-
indamönnum hefur tekizt að fram-
leiða þetta efni með því að fara
öfugt að við gullgerðarmennina
gömlu, sem reyndu að breyta
kvikasilfri í gull. Nú taka menn
gull og setja það undir skothríð
nevtróna og framleiða kvikasilfur
198 á þann hátt.
Klukkan er tímamælir, en það
er nú orðið úrelt að nota klukkur
með fjöður og óróa. Klukka stofn-
unarinnar er knúin með titringi í
frumeind. Þessi titringur slær 24
milljard sinnum á sekúndu og þar
á verður engin breyting, svo að
klukkan getur hvorki seinkáð áér
né flýtt. Önnur klukka er þar einn-
ig, knúin titringi í öðru frumefni.
Þar eru slögin 9200 milljónir á sek-
úndu og þetta er óumbreytanlegt
iika- *. | LS
Geislavirk efni
Síðan atómöldin hófst er farið
að nota geislavirk efni meira en
áður. En þau eru hættuleg í með-
förum, eigi síður en þrúðtundur.
Nú er það verk stofnunarinnar að
fá mælikvarða á geislamagnið, svo
að menn geti notað það áhættulítið.
Ýmis venjuleg frumefni, svo sem
járn og brennisteinn, geta orðið
geislavirk, líkt og radium, með því
að skjóta á þau með nevtrónum.
Slík efni kalla vísindamenn „iso-
topa“ og þau geta orðið til margra
hluta nytsamleg, sérstaklega til
lækninga á ýmsum kvillum, sem
menn réðu ekki við áður. En þessir
sömu geislar geta orðið mönnum
hættulegir ef þeir eru of'sterkir,
eða orka á menn að staðaldri. Það
er mjög vandfarið með þessa „iso-
topa“ því að frá þeim stafa ósýni-
legir geislar, sem menn verða ekki
varir við, en hafa banvæn áhrif á
líkamann. Þeir geta leynzt hingað
og þangað í vinnustofum, svo sem
í sprungum í veggjum eða gólfi,
jafnvel í ryki sem setzt hefur á
ýmsa hluti. Þeir geta koraizt í
sígarettur, varalit og mat og þannig
borizt niður í fólk. Þeir, sem eitt-
hvað fást við geislavirk efni, gæta
því fyllstu varúðar, svo sem með
því að halda vinnustofunum hrein-
um, nota þar sérstök föt og jafnvel
grímu fyrir andliti. Þar eru einnig
notaðir Geiger-mælar til þess að
finna hvort ósýnisgeislar sé í and-
rúmsloftinu, og svo fer fram rann-
sókn á því lofti, sem menn anda
frá sér. ;1 ' * :
í kjarnorku verksmiðjunum eru
þykkir veggir, gerðir af steinsteypu
og blýi til þess að skýla'verka-
mönnunum. Hefur stofnunin *reikn-
að út og gefið upplýsingax T«rr hve