Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 8
Frd fcrðum Kötlu VI. Hafnarbakkinn í Mariel i smíðurn MAGNÚS JENSSON: KÚBA hefur til skamms t ma ver- ið alspænskt land og ckki er mjög langt síðan, að Spánn var áhrifa- mikið stórveldi og siglingaþjóð, sem ekki lét hlut sinn á heims- höfunum fyrir einum né neinum í aldaraðir. Nýlendan Kúba íylgdist með í hruni þessa stórveldis, þann- ig að á niðurlægingartímum Spán- ar, þegar landið fekk „Manana“ (Á morgun)’ nafnið, þá átti það einnig við um Kubu. Með þessu-„á morgun“, er auð- vitað átt við framtaksleysi og leti. Engar framfarir urðu á neinu sviði. Deyfð og dugleysi rikti í heima- landinu og gegnsýröi nýlendur þess, Ekkert lá á. allt átti að gera á morgun, og þannig var auðvitað aldrei neitt gert. Síðan Kúba brauzt undan Spáni, með aðstoð Bandaríkjanna og varð sjálfstætb* ríki, hefur nafnið „Á morgun-land“, smátt og smátt, ver- ið að fá aðra og betri merkingu, eða þá, sem falizt gæti í hugtakinu „Land morgundagsins", því að und- anfarna áratugi, en þó sérstaklega hinn síðasta, hafa orðið aíarmiklar verklegar framkvæmdir í landinu, sem miða að nýtingu hinna rniklu auðæfa þess. Fjoldi sykurverk- smiðja hefur verið byggður, í ná- munda við hina víðlendu akra. — Sementsverksmiðjur hafa nsjð upp við grjægðir hráefna. Sumum er þannig fynr komið, að framleiðsl- an er áfgreidd í skip við dyrnar á byggingunní. — Þa hafa verið byggóar ýmsar aðrar verksmiojur til alls kor.rg iör.aðar, eir.s og t. d- gerfisUk: verksmiðjaa í Matanzas, sem framleiðir meðal anr.ars silki- þráð, sem notaður er í hjólbarða. Verksmiðja þessi er ný og véltækni mikil, en veitir þó um 12000 manns atvinnu. Vegir á Kúbu eru enn víða slæm- ir og illa við haldið, en járnbrautar- teinar hafa verið lagðir um landið þvert og endilangt, um S000 krn vegalengd, aðallega fvrir vöru- vagna, sem annast flutninga á framleiðslunni til útskipunarhafna. Margar og margvíslegar aðrar fram kvæmdir hafa orðið í landinu síð- ustu árin og rnargt er fyrirhugað. Efnahag og afkomu landsins má kannske nokkuð marka af því. að gjaldmiðilhnn peso, sem jaíngildir am. dollar og oft kalíaður „Kúba- dollar“, er alls staóar vel séður penir.gur í Vesturálfu, er.da keypt- ur a skraðu ger.gí hvar sem er. Þratt fyrir allar þessar verklegu framkvæmdir og framfarir á ýms- um sviðum, er eins og almenningur á Kúbu hafi ekki áttað sig á, að nýir tímar eru runnir upp í land- inu. Verkstjórar og atvinnurekend- ur kvarta yfir því, að fólkið fáist ekki til að vinna, nema endrum og eins, eða rett á meðan aflað er tekna til næsta málsverðar og út- sláttarsemi eina eða tvær kvöld- stundir. Margir ungir verkamenn á Kúbu vihna eina viku eða svo í lotu, en mæta svo ekki á vinnustað fyrr en aurunum er eytt, segja verkstjórarnir. En á meðan á vmnu stendur verður ekki annað séð en að þetta s^u harðduglegir menn, jafnvel með tilhti til þess að flest vinna og þar á meðal skipavmna, er unnin í svokallaðri ákvæðis- vinnu. Ljos dæmi um þessa Mán- ana-hugsun eru íbúðir almennings í þorpum og kauptúnum víðsvegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.