Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 4
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Drangarnir hjá Hítardal, líkastir nátttröllahöndum, sem dagað hefir uppi. — Takið eftir aiidlitunum á klettunum. legsteinn hans, sem enn er í Hítar- dal. Steinn Jónsson, síðar biskup, þjónaði Hítardal um þriggja ára skeið eftir hann, en þá kom þangað hinn mikli fræðimaður séra Jón Halldórsson, faðir Finns biskups. Þjónaði hann Hítardal frá 1691 til 1736. Seinasti prestur í Hítardal var séra Jónas Guðmundsson 1872 til 1876. ---^------ Mörg einkennileg náttúru fyrir- brigði er að sjá hér í Hítardal. — Suður af bænum rísa upp af jafn- sléttu tveir klettar miklir, sem kallaðir eru Drangar. Tilsýndar er mannsmynd á báðum, og eðlilegra hefði virzt' að þjóðtrúin kallaði þessi steinrunnu tröll Hít og Bárð, heldur en myndirnar á kirkjustein- unum. Það er engu líkara en að hér sé jötnahjón og hafi verið á leið þvert yfir dalinn, jötunninn á und- an, en skessan á eftir. Kippkorn suðaustur af bænum er sandsteinsklettur allhár og ein- kennilega veðraður og blásinn. — Hann heitir Nafnaklettur. Og sann- arlega er það réttnefni, því að flest- ir ferðamenn, sem í Hítardal hafa komið, hafa rist þar nöfn sín eða fangamörk í mjúkan sandsteininn. Er kletturinn allur útkrotaður hátt og lágt*og væri það ærið verk, ef skrá ætti, allt, sem á honum stend- ur. Sjálfsagt eru margar elztu rist- urnar af máðar, því að bergið er lint víðast hvar og veðrast árlega. Ekki veit eg hvaða ristur sjást þar elztar, en þar hefur Ebenezer Henderson skráð nafn sitt með hebrezkum stöfum árið 1815. Lang- flest eru nöfnin frá þessari öld. Uppi í Bæarfellinu eru margir ■hellar, en merkastir þeirra eru Fjárhellir og Sönghellir. Svipar þeim til annarra sjálfgerðra mó- bergshella, að í þeim eru afhellar og skútar og skot upp um alla veggi, þar sem bergíð hefur verið linast og því veðrazt mest. Þeir eru upp undir efstu brún fellsins. Sönghellirinn dregur nafn sitt af því, hve vel tekur undir í honum, líkf og í nafna hans hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi. En þó eru þessir hellar að ýmsu ólíkir að lögun. — Þessi hellir er tvídyraður og er þar komið inn í háan forhellli og er bjart þar inni. En uppi í berginu er afhellir allstór og reglulegur. Þar er niðamyrkur og verður hann ekki skoðaður nema menn hafi ljós með sér. Fyrir hundrað árum vott- aði fyrir einhverjum rúnum og myndum í helli þessum, en voru þá orðnar svo máðar að þær voru óskiljanlegar og nú munu þær að mestu eða öllu horfnar. Fjárhellirinn er þar skammt frá. Er svo sagt í sóknarlýsingu að hann sé 21 alin á lengd inn í botn, en 27 alnir þvert um innan við dyrnar. Að norðan er afhellir, en á móti dyrum uppi í berginu er skvompa 3 alnir á breidd, 4 alnir á lengd og 3 alna há. Konrad Maurer segir að þarna í fellinu sé tveir hellar, sem heiti Paradís og Víti, en hann gat ekki fengið neinar upplýsingar um það hvernig á þeim nöfnum stóð. Þetta eru ekki nema smáskútar og við gleymdum alveg að líta á þá. —-4^ — Degi var tekið að halla þegar við komum að Hítardal og enn áttum við langa leið og erfiða fyrir hÖnd- um, því ákveðið var að fara inn að vatni og gista þar í gangna- mannakofa um nóttina. Akveginn þrýtur hjá Hítardal, en þó var af- ráðið að freista þess að komast nokkuru lengra á bílnum, þar sem hann var hár og sterkur og með drifi á öllum hjólum. Var svo klöngrazt inn fyrir fellið. Eru þar vikursandar með köflum, en svo tekur hraun við. Og eftir að hafa sneitt nokkra stund milli klapo- anna komum við að klifi, sem var algjörlega ófært fyrir bílinn. Var nú ekki um annað að gera en skilja við hann og leggja allan farangur- inn á bakið, svefnpoka og bakpoka. Og svo var lagt á stað inn í hraunið. Það er tröllavegur og við vorum hálfa aðra klukkustund að ganga upp að Hólmi, þangað sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.