Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 435 trúar til að sitja aðalfund Bændasam- taka Norðurlanda, sem haldinn var i Reykjvik. — Hið 10. norræna iðnþing var haldið í Reykjavik og sóttu það fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Finri- landi og Danmörku. — Enskt skemmti ferðaskip, Chusan, kom hingað með 1000 ferðamenn. — Edouard De Haller, útnefndur 'sendiherra Sviss á íslandi, kom hingað til þess að afhenda for- setanum embættisskilríki sín. Hann dvaldist hér hálfan mánuð, en er bú- settur í Ósló. — Finletter, flugmála- ráðherra Bandaríkjanna, kom hingað til nokkurra daga dvalar og stundaði laxveiði í Haffjarðará í boði Thor Thors sendiherra, er hingað kom sam- tímis. — Sean MacBride, írskur lög- fræðingur og kunnur stjórnmálamaðu'-, kom hingað í boði Háskóla íslands og flutti þar fyrirlestur. — Fjórir flokkar enskra stúdenta og flokkur franskra námsmanna, voru í þessum mánuði við náttúrurannsóknir hér á landi. — •Listdansarar frá Norðurlöndum komu hingað og hófu sýningar í Þjóðleik- húsinu i lok mánaðarins. — Þórunn Jóhannsdóttir píanóleikari kom hing- að í sumarleyfi og hélt hljómleika viða við ágætan orðstír. Hún er nú orðin stór stúlka — 13 ára. — Hal Linker kvikmyndasmiður og Halla Guð- mundsdóttir kona hans komu hingað frá Hawai-eyum og færðu Garðyrkju- skólanum á Reykjum að gjöf 12 kaffi- plöntur frá eldfjallinu Mauna Loa. MERKILEG DEILUMAL Fyrir 11 árum var varpað miklu af hrájárni fyrir borð á skipi, sem strand- aði á Dynskógafjöru. Hefir það legið þar síðan, en nú er fjaran komin fram fyrir það. Járnið er milljóna virði tal- ið. Bændurnir á Kirkjubæarklaustri tóku sér nú fyrir hendur að reyna að bjarga járninu, þar sem það er á kafi í sandi. En þá þóttust ýmsir aðiljar hafa eignarrétt á því og gengu klögu- mál og réttarhöld allan mánuðinn. Er þetta með flóknari málum. — Önnur deila stóð yfir út af veiðirétti í Veiði- vötnum. Krafðist Landhreppur einka- réttar á veiðinni, en Holtahreppur, Rangárvallahreppur og ríkisvaldið mótmæltu. Út af þessu var áreið gerð og réttur settur inni í öræfum. —• Þriðja deilan reis út af veiðirétti á vatnasvæðí Rangánna í Rangárvalla- sýslu. Höfðu bændur í Þykkvabæ stundað ádrátt í Hólsá og töldu sér það heimilt, því að Fiskræktarfélag Rangæinga væri ólögleg stofnun og gæti ekki sett neinar reglur. ELDSVOÐAR Eldur kom upp 1 reiðhjólasmiðjunni Örninn í Reykjavík, skemmdist hún mikið og brunnu mörg hjól, sem voru þar til viðgerðar. — Eldur kom upp í bíl, sem stóð i lokuðum skála í Reykja- vík. Eldinn tókst að slökkva, en bíll- inn skemmdist mjög. — Kviknaði í íbúðarskála í Þóroddstaðabúðum í Reykjavík, skemmdist hann mikið, en húsmunum flestum bjargað. — Eldur kom upp í kornhlöðu á Sámstöðum 1 Fljótshlíð, orsakaðist af neistaflugi frá heykvörn. Tjón varð ekki teljandi. — Sprenging varð í vélarrúmi vélbáts- ins Nönnu frá Reykjavík, en hann var þá í Norðfirði. Brendust vélstjórarnir báðir illa. Eldur læstist um skipið og tókst ekki að slökkva hann fyrr en hann hafði valdið miklum skemdum. — Gamall skúr, hænsnahús við Klepps- veg í Reykjavik, brann til kola; talið að óvitar hefði kveikt í. — Eldur kom upp í íbúðarskála í Reykjavík, þar sem var tvíbýli. Urðu þar miklar skemmdir á íbúðum og búslóð. / SLYSFARIR Kona í Reykjavík varð fyrir bíl og fékk heilahristing. — Þorvaldur Finn- bogason stúdent druknaði í Hreðavatni. — Fólk í stolnum bíl ók með ofsa- hraða á mannlausan bíl á götu, og eyðilögðust báðir bílarnir að mestu. — Maður á bifhjóli rakst á bíl í Reykjavík, féll á götuna og fótbrotn- aði. — Fimm ára drengur féll út úr bíl á ferð í Bitru og slasaðist hættu- lega. — Unglingspiltur á Sauðárkróki varð undir gteinvegg, sem féll og slas- aðist mikið. —■ Starfsstúlka á Hótel Borg hrasaði með fulla fötu af sjóð- andi vatni og skaðbrendist á fótum. — Lík fannst í höfninni í Reykjavík og reyndist vera Kjartan G^ðmunds- son sjómaður frá ísafirði er hvarf um miðjan des. — Árekstur varð milli strætisvagns og fólksbifreiðar í Reykja vík og meiddust tvær stúlkur í strætis- vagninum. — Einar Gíslason í Kefla- vik, 84 ára og hrumur, hvarf að heim- an og fannst ekki þótt leitað væri af mannfjölda dag eftir dag. lÞRÓTTIR Meistaramót Islands í frjálsum í- þróttum, hið 26. i röðinni, var háð f Reykjavik. Var þátttaka fremur litil og árangur lélegur. Þó setti Kristján Jóhannsson nýtt með í 3000 metra hindrunarhlaupi. — Sænskir bridge- spilarar komu hingað og kepptu við Reykvíkinga. Unnu þeir sænsku með 127 stigum á móti 84. — íslendingar tóku þátt í Ólympíutaflmóti í Helsinki og urðu næst neðstir — ÍSÍ fékk Fearn- ley-bikarinn, æðstu viðurkenningu Al- þjóða Olympíunefndarinnar fyrir frá- bært íþróttastarf um 40 ára skeið. — Iþróttafélag Reykjavíkur keypti skemmtistaðinn og veitingahúsið Tivoli og rekur það framvegis í sambandi við íþróttastarfsemi sína. ÓTRÚLEGT EN SATT Meðan síldarlaus var sjór fyrir öllu Norðurlandi, veiddust 3 síldar í sil- unganet í Húnavatni, sem er langt frá sjó. Virkt tundurdufl kom upp á akkeri hjá norsku skipi í Seyðisfirði og varð að fá mann úr landi til þess að gera ,það óskaðlegt. Símalínunni milli Kolviðarhóls og skátaskálans undir Skarðsmýrarfjalli var stolið, en hún var um 4 km löng. Skammt frá Hlíðarenda í Fljótshlíð og „milli lækja tveggja" fannst haus- kúpa af manni, en engin bein önnur. Halda menn að þarna sé komið höfuð Sigmundar Lambasonar, er þræll Hall- gerðar langbrókar. þorði ekki að færa henni. Arsþing Stéttarsambands bænda hófst að Laugarvatni 30. Voru þangað komnir 47 fulltrúar. — Landbúnaðarvísitala hækkaði í þessum mánuði um 12,35%. AfengismAl Út kom skýrsla Barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur og sýnir hún að afbrot unglinga aukast stórkostlega ár frá ári, jafnhliða því sem drykkjuskapur ungl- inga fer í vöxt. „Er það ekki óalgengt“, segir nefndin, „að unglingar fari að drekka um 14 ára aldur og af þessu leiðir allskonar óregla, lauslæti, flæk- ingur, þjófnaður, líkamsmeiðingar og margskonar skemmdarverk. Árið 1949 höfðu 7 unglingar framið afbrot undir áhrifum áfengis, en 53 árið 1951.“ — A fyrra helmingi þessa árs varð áfeng- issala heldur minni í Reykjavfk og á Akureyri en á sama tíma í fyrra, en á öllum öðrum útsölustöðum hafðt húo aukist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.