Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 2
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN5 IVfiEÐ FERÐAFELAGI ISLANDS I tiíTARDAL Frh. Árið 1166 stofnaði Klængur bisk- up klaustur í Hítardal. Telja menn líklegt að hann hafi gert það til minningar um Magnús biskup. En um sögu klausturs þessa er allt á huldu, og telja menn óvíst að þar hafi nokkuru sinni verið klaustur- lifnaður. Þó eru nefndir 5 ábótar, sem eiga að hafa verið vígðir þang- að. Seinastur þeirra er Lambkárr Þorgilsson, er dó í hárri elli hjá Sturlu lögmanni Þórðarsyni á Staðarhóli 1249. í Bjarnar sögu Hítdælakappa segir: „Á Völlum lét Björn gera kirkju og helga með guði Tómasi postula, og um hann orkti Björn góða drápu. Svo sagði Runólfur Dálksson". Runólfs Dálkssonar er getið 1143 að hann hafi verið prest- ur á Vesturlandi, sennilega á Helga felli, svo að þessi sögn ætti að vera sönn. Sagan hermir að Björn hafi verið grafinn að þessari kirkju, en löngu seinna hafi hún verið tekin \ upp og flutt að Hítardal og öll bein með. Ekki er nú kunnugt hvenær þetta hefur verið . Elsti máldagi Hítardalskirkju er sá, er Gyrður biskup setti 1345. Sú kirkja var Allraheilagra kirkja. Þá hafði hún staðið í meira en öld, því að 1221 er talað um prest í Hítardal. Á dög- um Staða-Árna urðu miklar deilur um staðinn og seinast náði Árni kirkjunni undir biskups forræði 1271. Hítardalskirkja var rík um eitt skeið. Hún áttLallar jarðirnar í sókninni: Hróbjargastaði, Velli, Moldbrekku, Syðriskóga, Ytri- skóga, Hítardal og Helgastaði. Auk þess átti hún 7 jarðir í Mýrasýslu, 3 í Hnappadalssýslu, 2 í Snæfells- nessýslu, Hvalseyar hálfar með æðarvarpi og lundatekju, hálfan reka á Gömlueyri, allan reka á Vigdísarstöðum, afrétt fyrir allan geldfénað á Langavatnsdal og lax- veiði að hálfu í Haffjarðará. Þótti og Hítardalur um langt skeið eitt af beztu brauðum landsins. Sóknin var lítil og hæg, en auk hlunnind- anna fylgdu kirkjujörðunum 55^ kúgildi og leigur eftir þau voru 1110 pund af smjöri. • Með konungsbréfi 1875 var svo ákveðið að Staðarhrauns og Álftar- tungu prestaköll skyldi sameinuð Hítardalsprestakalli. — En 1879 ákveður brauðamatsnefndin að leggja Hítardalskirkju niður og sameina sóknina Staðarhraunssókn. Á héraðsfundi 1884 var samþykkt að Hítardalskirkju mætti leggja niður og sóknin sameinuð Staðar- hraunssókn. Biskup skrifaði lands- höfðingja 22. júlí og lagði til, að þetta yrði gert og Hítardalskirkia „seld við opinbert uppboð og and- virði hennar, ásamt ornamentis hennar og instrúmentis, svo og sjóður hennar verði lagt til Staðar-* hraunskirkju." Með bréfi 29. sept. fellst landshöfðingi á þetta, þó þannig, „að Hítardalskirkja verði seld til niðurrifs, en ekki til þes» að kaupandi hennar megi láta hana standa og hafa til neínna verald- - legra afnota." Var svo kirkjan rifin " og þess ekki gætt hve merkilegur forngripur hún var. Þetta var merkileg kirkja, eink- um fyrir myndir þær, er þar voru. — Eggert Ólafsson segir svo frá: „Veggir kirkjunnar eru hlaðnir úr höggnu grjóti. Steinarnir eru fer- hyrndir, að mestu með réttum hornum, 2—3 alnir á hvora hlið. Hið merkilegasta er, að á horn- steinana undir innri gafli kirkj- unnar, eru höggvin tvö mannsand- ht, annað með hökuskegg, hitt skegglaust. Sú sögn fylgir þeim, að þetta sé Bárður Snæfellsás og Hít tröllkona___ Það er ótrúlegt að klerkar þeir, er með ærrium kostn- aði létu gera kirkjuveggina af kalkh'mdum steini, hafi kosið heið- in tröll til að skreyta veggina, rétt eins og þau væri verndardýrhngar kirkjunnar." Jónas Hallgrímsson kom í Hítar- dal í júlílok 1841 og segir að höggn- ir steinar sé á þremur hornum kirkjunnar. Á tvo þeirra hafi verið úthöggvin stórkarlaleg andlit, en nú sé aðeins annað heilt. Hitt and- litið hafi flagnað af steininum og sé horfið. Þetta hafi átt að vera myndir af Hít og Bárði Snæfellsás. Hann kveðst fremur trúa því að það eigi að vera postulamyndir og að steinar þessir sé úr gömlu klausturbyggingunni. Á þriðja steininum voru myndír af manni og konu. Þann stein lét Matthías Þórðarson . prófessor flytja hingað suður fyrir nokkrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.