Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 433 gangnamannakofinn, eða hinn svo- kallaði fjallaskáli er. Hér fyllir hraunið dalinn fjall- anna milli og er bæði úíið og grett. Hraunstraúmarnir hafa komið að austan og hafa flæmt ána vestur að fjöllunum. Gömul gata hlykkj- ast í gegn um hraunið og skáhalt yfir það, og komum við að ánni þar sem hún fellur að Klifsandi nyrzt. Er þar einkennilegt um að litást. Áin hefur lent þar í úlfa- kreppu milli hraunsins og fellsins, en vegna þess hvað sendsteinninn er linur, hefur henni tekizt að grafa hann að neðan og svo hefur bergið fyrir ofan hrunið niður í ána. Eru þar gríðarmikil sandsteinsbjörg hvert við annað og seitlar áin fram undir þeim og milli þeirra. Gatan liggur svo upp með ánni þangað til komið er að Hólmi, þar sem fyrrum var bústaður Bjarnar Hítdæla- kappa, eins og áður er sagt. Fjalla- skálinn er úr steinsteypu og hann stendur í túni Bjarnar. Norðan við hann er girðing fyrir hesta gangna- manna og inni í henni vottar fyrir gömlum mannvirkjum á ofurlitlum hóli. Er mælt að það sé rústir-'af Nafnaklettur. Hinn merkilegi út- höggni kirkjusteinn í Ifítardal. Hann þyrfti nauðsynlega að kom- ast á Þjóðininjasafn- ið. — Krossir n er á leiði séra Þorsteins Hjálmarsen, eina leiðinu, sem enn er óhróflað í Hítardals kirkjugarði. bæ Bjarnar. Víðar sést móta fyrir rústum og gerði Jónas Hallgríms- son teikningu af þessu þegar hann var þarna á ferð fyrir rúmum hundrað árum. Talið er að Hólmur muni hafa farið í eyði þegar Björn var falhnn og þar hafi ekki verið byggð síðan. Er því sízt að kynja þótt litlar minjar sjáist þar mann- virkja. Á einum stað má sjá að garðlag hefur verið milli árinnar og Hólms, og hafi það verið tún- garður, þá hefur túnið verið nokk- uð síórt og túnstæði sæmilegt. Tals- verðan heyskap hefur auk þess mátt hafa sunnan í Hólminum, en þó sérstaklega á Hvítingshjöllum, handan við ána. Má sjá á sögu Bjarnar að hann hefur haft tals- verðan heyskap þar, því að hann átti þar tvo stakkgarða. í sóknar- lýsingu 1840 segir: „í Hvítingshjöll- um nýfallin 58 faðma skriða og af- tók bezta slægjulandið, sem var í fjallinu.“ Sést á því að þá hefur enn verið sóttur heyskapur þangað. Nú sér hvergi fyrir skriðunni og eru Hvítingshjallar grænir og grón- ir yfir að líta. Þarna fell BjÖrn Hítdælakappi eftir frækilega vörn gegn oíurefli liðs, og er rétt að rifja upp þann atþprð, því hér hefur maður allt svið þessa harmleiks fyrir augum. Það var í septembermánuði árið 1024 og voru göngur byrjaðar. — Björn var fámennur heima í Hólmi, því að sumir húskarlar hans höfðu farið til rétta í Langavatnsdal, en sumir annað. Tveir húskarlar, sem heima voru, höfðu verið sendir í skóg, en einn hafði farið í óleyfi á aðra bæi, og þótti Birni það illt. Fjandmenn hans höfðu komizt að því að Björn var íámennur heima og þótti nú ráð að veita honum að- för. Ekki vildu þeir þó taka hús á honum, heldur bíða þess að hann færi eitthvað að heiman, og gerðu þeir helzt ráð fyrir því að hann mundi fara til rétta á Þórarinsdal. Þeir voru 24 saman og skiftu liði sínu í fjóra hcpa. Lá einn hópurinn í leyni við götu þá er lá til Valla, annar sat við götu þá er lá sunnan við Hólminn, sá þriðji á götu þeirri er lá norðan við Hólminn inn með vatni, en sá fjórði fór upp í Hvít- ingshjalla. — Björn hafði gefið Þorsteini Kuggasyni í Ljárskógum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.