Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er garðurimi geisivíður. En um- hverfis er síki, sem áin Tejo fellur í. Er það ekki á mínu valdi að lýsa þessum garði svo, að lýsing in geti geíið neina hugmynd um hann. Skulum vér því heldur gang: inní höllina og svipast þar um. Þar er þá fyrst anddyri mikið og í því stendur forniálegur vagn. l-’að er ekki að furða. því að hann er kominn til ara sinna og er nú orðinn l'orngripur. Þetta er drottn- ingarvagninn, vagninn, sem henn- ar hátign ók í milli Madrid og Aranjuez. Inni í vagninum, sem auðvitað er lokaður, er hægindi hennar mjúklega útbúið með flos- sessum. Til hliðar við það er sæti fyrir hirðmey, og annað sæti fyr- ir hirðmey aftur í gegnt drottning- arsætinu. En til hliðar við það er alveg sérstakt sæti. Það er kamar drottningarinnar, því að auðvitað gat hún ekki farið út úr vagninum til þess að sinna þörfum sínum, þegar slíkt kallaði að hjá henni eins og hverjum öðrum dauðlegum manni. Uppi á lofti eru svo hallarsal- irnir og er þar svo ofboðslegt óhóf í herbergjaskrauti, að mesta furða er ef nokkur maður hefir getað haldið heilum sönsum að búa við slikt prjál, glóandi gull og ofsa- fengna liti. En margs konar lista- verk eru þarna líka, og hefir þar verið saínað saman svo mörgum dýrgripum, að þeir verða ekki metnir til neins verðs. Þar er damask víða á veggjum, stórkost- legar krystals ljósakrónur í lofti og fjórar fornar klukkur, sín af hverri gerð og sín á hverjum vegg í flestum herbergjum og ganga all- ar enn. Á einu herbergi eru vegg- ir fóðraðir með platínu. Svo er kínverski salurinn, þar sem bæði loft og veggir er þakið með postu- línsmyndum í kínverskum stíl og eru engar tvær myndir eins. Þá eru þar hljómlistarsalir, hásætis- Þessar tvær myndir eru úr hinum fagra hallarffarði. salur, mótttökusalir, veislusalir o. s. frv. og verður ekki á milli séð hvar óhófið er mest. Þá eru svefn- herbergi konungs og drottningar ekki óglæsileg. Þar eru rúm úr dýrasta viði og kórónur yfir. Her- bergin eru sitt á hverjum gangi, en innangengt er þó milli þeirra. Svo er skrifstofa konungs, með dýr- indis skrifborði og stól úr malakit, sem er gjöf frá Rússakeisara, en stólinn er þannig að setið er í hon- um öfugum og snýr hann þá baki að skrifborðinu. Sums staðar cr á veggjum gulisaumað siD:i. en ann- ars staðar eru veggirnir þaktir rneð myndvefnaði (gobelin), eða þá málverkútn eftir fræga málara. Sá setn sýndi okkur hölliiia og útskýrði það, sem þar var að sjá, var svo nauðalíkur Alfons konungi XIII. að hann gæti vel verið laun- sonur hans. Hann var lítill vexti og andlitsfallið nákvæmlega hið sama. Tók maður einna bezt eftir þessu er hann sýndi oss mynd af konunginum í fullri líkamsstærð. En ekki kallaði hann Alfons kon- ung, heldur Don Alphonso. BODEGA Frá konungshöllinni heldum vér svo „upp í sveit“, þar sem oss var boðið að skoða vínbruggunar- hús, sem hér kallast Bodega. Það er ríkt fólk, sem á búgarðinn þarna og býr þar ekki sjálft, held- ur í höfuðborginni. En frúin var komin sjálf til þess að taka á móti oss. Var það ung og forkunnar fög- ur kona með tindrandi augum. Fyrst var íarið með oss í stórt hús, sem er líkast hlöðu. Stóðu þar meðfram báðum veggjunt biðu- laga stórkeröld, um tveggja mann- hæða há, og voru ÖO hvoru megin, eða 60 alls. Hvert þeirra tók 4800 lítra. í þessi ker er safa vínberj- anna safnað og fer þar fram fyrsta gerjun. Má á þessu sjá að vínrækt muni vera mikil þarna, þar sem gert er ráð fyrir að 288 þúsundir lítra fáist af vínberjalegi. En akr- ana sáum vér ekki, þeir eru ekki heima við. Úr þessari stóru hlöðu var geng- ið niður í tvo samliggjandi kjall- ara eða neðanjarðar ranghala og voru 20 samskonar stórkeröld í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.