Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Page 13
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 371 GUNNAR DAL: UPAIMISH ADAR Ekki er til neiiiii einn <)ud LOKAKAFLI hverrar Vodabókar* er kallaóur Upanishad. — Bókstaflega þýöir það að „setjast niður nálægt'1 (Upa ni sad). — Enn í dag má sjá á Indlandi hóp lærisveina á görðum, götum og torgum sitja í hvirfingu kringum fræðara sinn og hlýða á það, sem hann hefur fram að færa. — Upa- nishad þýðir þannig þau fræði og sú heimspeki, sem kennd var í hinum forna indverska skóla. Þessar bækur eru sagðar 108 að tölu, og þær eru skráðar af mörgum og ólík- um höfundum. Hinar elztu þeirra eru um það bil 3000 ára gamlar og því skráðar fyrir daga Búdda. — Hinar yngstu eru frá þriðju öldinni fyrir Kristburð. Uin nöfn og ævi höfund- anna vita menn næsta lítið. A sama hátt og höfundar íslendingasagna létu * Hinar fornhelgu bækur Indlands. og dagstofa og rúm þar inni. Inn- ar af var nokkurs konar setustofa og innst svefnherbergi, en í af- helli fremst var eldhúsið. Lítið er um dagsbirtu þarna inni, en rafljós alls staðar. Allur var hell- irinn hvítkalkaður innan og mjög þrifalegt þar um að litast. Var oss hvarvetna sagt að hellarnir væri góðir bústaðir, einkum síðan raf- magnið kom; þeir eru svalir á sumrin en hlýir á vetrum, og þar er enginn saggi. Þeir, sem skoðuðu aðra hella þarna lýstu þeim mjög á sama hátt, svo líklega eru flest- ar vistarverurnar svipaðar. Ef ég ætti að velja um hvort ég vildi heldur búa í sumarhöll konunganna eða í einhverjum af þessum hellum, þá hygg ég að ég mundi fremur kjósa hellirinn. Á. Ó. þeir ekki nafns síns getið, en tileink- uðu þær guðunum. — ★ — Með Upanishödum og með kenningu og bókmenntum Búddismans nær ind- versk heimspeki hátindi sínum. Þær eru þó ekki ný stefna í indverskri heimspeki, heldur framhald þeirrar þróunar, sem hefst með Vedabókum. Samhengið helzt órofið. Höfundar Upanishadanna lögðu þó meiri áherzlu á að kenna mönnum rétta breytni en skeggræða trúarsetningar gamalla ritn- inga. Trúarþulur og gamlar bænir töldu þeir haldlitlar og óvænlegar til skilnings og þroska, — og þeir virSast heldur ekki hafa borið ýkja mikla virð- ingu fyrir hinni viðurkenndu klerka- stétt sinna tínia: — „Þeir, sem iðka messugerðir halda að þeir séu menn lærðir og gáfaðir, — en skjögra þó raunar áfram í ráðaleysi líkt og blind- ur leiði blindan." Stundum eiga þeir til að skopast góð- látlega að prestunum fyrir að gera sér trúna að atvinnu og afla sér á þann hátt matar og drykkjar. — Þó eru þeir engir uppreisnarmenn í trúmálum. — Persónulega trúa þeir að vísu ekki á hina gömlu guði. Samt ráðast þeir aldrei gegn þeim né afneita þeim. Þeir litu á sig sem fræðara. Hæfur fræðari kannar fyrst hæfni og þroska nemenda sinna og hagar síðan fræðslu sinni eftir getu þeirra. Ef hann vill leiða þá til dýpri og hærri lífsskiln- ings, verður hann fyrst að stíga niður til þeirra eigin hugmynda og nota þær og aðra þekkingu þeirra og reynslu við útskýringar sínar og fræðslu um hinn æðri veruleika. Aðeins á þann hátt er honum unnt að koma nemandanum í skilning um óhlutstæða heimspeki. Það er tilgangslaust að bera á borð fyrir menn meiri þekkingu en þeir eru færir um að tileinka sér. — ★ — Hugmyndirnar um hina gömlu guði voru fornar og rótgrónar í vitund manna. Það, sem höfundar Upanishad- anna vildu kenna mönnum, var að til væri aðeins einn sannur guð sem væri kjarni allrar tilverunnar og hinn innri veruleiki í lífi hvers manns. Sjálfs- þekking var því sama og að skilja hinn eina guð. Þeirra hlutverk var að vísa mönnum leiðina til sjálfsþekkingar, sem ein veitir friðlausum anda manna fullkomið frelsi og jafnvægi. En nem- andinn á erfitt með að tileinka sér óhlutstæðar hugmyndir. — Hann vill trúa á eitthvað áþreifanlegt a. m. k. eitthvað nógu líkt honum sjálfum, til þess að hann geti skilið það. Fræðarar Upanishadanna gera sér fulla grein fyrir þessu. Þegar þeir vilja koma nemanda sínum i skilning um að til sé aðeins einn raunverulegur guð, (á sanskrit Brahman) sem allir hlutir eru komnir frá, reyna þeir ekki þegar í stað að brjóta niður hugmvndir hans um hina mörgu guði, heldur segja þeir honum að Brahman sé faðir guð- anna, að frá honum séu allir guðirnir komnir, að Brahman og allir hinir mörgu guðir og allt annað í tilverunni sé hinn sanni guðdómur. Þannig hyggj- ast þeir smám saman leiða nemandann frá hugmynd hans um marga guði til hins eina. Meðan þessum skilningi er ekki náð eru menn látnir í friði með að dýrka þann guð, sem þeim geðjast persónu- lega bezt að og sem er í mestu sam- ræmi við þroska þeirra. — Frumstætt náttúrubarn, sem á lif sitt og afkomu undir náð og miskunn náttúruaflanna og óttast storminn, sem tætir strákofa þess sundur og feykir jafnvel öllu þorpinu burt, eldinguna, sem dauðinn hefur í hendi sér, myrkur næturinnar fullt af galdri og illum öndum, villi- dýrin og ógnir skógarins, sem leynast í kræklóttum greinum, sem andsetnar eru af dísum og nornum — þetta frumstæða náttúrubarn er látið í friði með að tilbiðja slönguguðinn, eða þá tré eða fljót, mánann eða sólina. Aðrir eru á sama hátt látnir í friði með að tilbiðja Visnu, Agni og Inóra. En smátt og smátt reyna fræðarar Upanishari- anna að snúa mönnum frá hinum mörgu guðum og með einföldum orð- um og líkingum að leiða menn til skilnings á sjálfum sér og hinum sanna guði, eða eins og þeir segja: „frá hinu óraunverulega til veruleikans, frá myrkri til ljóss, frá dauða til eilífð- ar“. — ★ — írlendingur nokkur, sem beðinn var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.