Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Page 1
26. tbl.
Sunnudagur 5. júlí 1953
„NIÐLR MEÐ
LAIMDSHÖFÐIIMGJAIMIM“
FYRIR réttum hundrað árum gerð-
ist sá merkisatburður í sögu þjóð-
arinnar og Alþingis, að danska
stjórnin gekk fram hjá Trampe
greifa, en skipaði Pál Melsteð full-
trúa konungs á Alþingi. Varð þetta
eigi skilið öðru vísi en vantrausts-
yfirlýsing á Trampe af hálfu stjórn
arinnar. Og menn voru ekki í vafa
um að ástæðan til þessa var frum-
hlaup Trampe á þjóðfundinum
1851, þar sem hann hafði verið
konungsfulltrúi. Trampe hafði þá
ætlað að kúga íslendinga með her-
valdi, haíði fengið sendan hingað
flokk hermanna frá Danmörk. En
er hann sá að þjóðfundarmenn ótt-
uðust ekki hermennina, greip hann
til þess ráðs að slíta fundinum þeg-
ar áður en hann tæki til starfa. Þá
var það að Jón Sigurðsson mælti
hin alkunnu orð: „Ég mótmæli í
nafni konungs og þjóðarinnar þess-
ari aðferð, og áskil þinginu rétt til
að klaga til konungs vors yfir lög-
leysu þeirri, sem hér er höfð í
frammi“. Og þingmenn hrópuðu í
einu hljóði: „Vér mótmælum allir“.
Ekki er nú víst að mótmæli þing-
manna hafi orðið þess valdandi, að
ÓLGA í REYKJAVÍK FYRIR 80 ÁRUM
danska stjórnin sýndi Trampe það
vantraust að svifta hann því trún-
aðarstarfi að vera fulltrúi konungs
á Alþingi. Hitt getur átt sér stað,
að þar hafi meir um ráðið sú óá-
nægja, sem ko.m upp í danska rík-
isþinginu út af kostnaðinum við
herflokkinn. Hann hafði kostað
ríkissjóð 18.000 krónur og stjórnin
fekk miklar ákúfur fyrir þá ráðs-
mennsku, en þar hafði hún farið
að ráðum Trampe. Virðist svo sem
hann hafi verið í minni metum hjá
stjórninni upp frá því, og á íslandi
hafði hann bakað sér óvild allra.
Hann gegndi þó stiftamtmanns-
embætti fram til ársins 1861, var
óánægður með það og vildi komast
heðan. Fekk hann að lokum léleg-
asta amtmannsembætti í Dan-
mörku og fluttist þangað. Það var
því eigi aðeins að misheppnaðist
tilraun hans að kúga íslendinga,
heldur saup hann seyðið af henni
sjálfur.
Þegar Trampe fór héðan var
Þórður Jónassen settur stiftamt-
Hilmar Finsen
maður. Bjuggust menn við nýum
stiftammanni þá og þegar, en það
fór á aðra leið. Þórður gegndi
emþættinu um sex ára skeið sem
„settur“. Hik dönsku stjórnarinnar
að skipa mann í þetta embætti,