Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 441 Þrjú axarblöð af mismunandi gerð, en allar eiga axir þessar sammerkt í þvi, að þær hafa jöfnum höndum verið notaðar sem vopn og smíðatól. Myndin til hægri er af döggskó á fornum sverðslíðrum. Aldur gripanna, sem svndir eru í salnum er að mestu miðaður við þetta tímabil, þó þar finnist ýmsir, sem ekki verða tímasettir, og eru sumir þeirra sennilega nokkru yngri. Eitt af því fyrsta, sem vekur at- hygli, er skápur austan megin við inngangsdyrnar, í honum er kom- ið fyrir beinagrind ungrar konu, sem liggur í kumli sínu, eins og hún fannst. Fundur þessi er frá Hafurbjarnarstöðum, og er kumlið talið vera frá því um miðja 10. ö!d. — Konan liggur á hliðinni, bakið er dálítið bogið og fæturnir kreppt- ir um hnén. Auðsjáanlega hefur verið reynt að láta hana liggja sem eðlilegast, eins og hún svæfi. — Sennilega hefur hún verið grafin í öllum fötum, þó þess sjáist nú lítil merki að öðru en því, að á brjósti hennar er fremur lítil þrí- blaða-næla (,,smáralaufsnæla“) úr bronzi, en slíkar nælur eru mjög algengar í konugröfum frá víkinga öld, langur prjónn liggur þar líka, og hefur möttlinum sennilega ver- ið fest saman með honum, þá eru hjá henni nokkrir járnmolar úr einhverju verkfæri, einir þrír ein- kennilega lagaðir og litlir steinar, og tvær stórar kúskeljar (samlok- ur), en þær hafa sennilega verið matarskeljar. Þetta er allt haugfé hennar, og hefur hún farið frekar fátæk í gröf sína samanborið við marga aðra. Á bakhlið skápsins er komið fyrir nokkrum fleiri munum úr kumlum frá Hafurbjarnarstöðum, en þar var heill kumlateigur, e. t. v. fjölskyldugrafreitur. Vegna upp- blásturs og af mannavöldum fyrr á tímum, voru hin kumlin mjög eydd. Þarna er þó höfuðkúpa heil af konu, og einkennilega stórir og sterklegir kjálkar með öllum tönn- um af karlmanni, hefur sá verið ærið stórleitur, hvernig sem vaxt- arlag hans hefur verið að öðru leyti, en vafalaust hefur hann allur verið hinn mikilúðlegasti, eins og vér gjarnan höfum viljað hugsa oss fornkappana. — Kannske eru þetta kjálkar Hafurbjarnar sjálfs — eða þá Molda-Gnúps föður hans, landnámsmannsins. — Og ósjálf- rátt vill ímyndunaraflið setja vopnin, sem þarna eru sýnd, sverð, öxi og þrjú spjót, eitt þeirra all stórt, í samband við þá feðgana, einkum sverðið, sem verið hefur hið merkilegasta vopn, bæði mikið og skrautlegt, hjaltið og klótið eru grafin og hafa verið silfurbúin, og meðalkaflinn vafinn með silfurvír. í skápnum við hliðarveggina að austanverðu eru margir mjög merkilegir gripir, eru þar t. d. spjót og axir af ýmsum gerðum, hár- greiður og kambar úr horni og beini og skæri, en einkum eru skartgripirnir talsvert fjölbreyttir og athyglisverðir í einfaldleik sín- um. Mest ber á hinum stóru, kúptu bronznælum, en þær hafa bersýni- lega verið afar algengar og finnast í fjölmörgum konugröfum, oftast tvær saman. Af þeim eru til tvær gerðir eldri og yngri, og; er sú yngri frábrugðin að því leyti að hún er íburðarmeiri og með mörg- um typpum upp úr til skrauts. Eru þær steyptar og allar forkunnar vel skreyttar. Þá er talsvert af þrí- blaðanælum úr bronzi, og nokkrar ágætlega smíðaðar silfurnælur, sem vel gætu verið til fyrirmyndar smiðum þann dag í dag, og litlar, kúptar silfurnælur með skraut- festum hangandi við. Ekki má gleyma „steinasörvun- um“ (hálsfestum) úr rafperlum, sem fengnar eru frá ströndum Norðursjávar og Eystrasalts, og úr marglitum glerperlum, sem fluttar hafa verið sunnan úr löndum. — Aðallega hafa „steinasörvin11 sjálf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.