Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 2
440 LESBOK MORGUNBLADSINS Á fremri myndinni eru þrjú sverð frá Á hinni myndinni eru ýmsir spjótsoddar. fundið í haugum og ýmislegt annað. söguöld, á miðju sverð Bárðar Hallasonar. Þar er og brot úr steinkatli, kvenskart Borið saman við alla þessa auð- legð er fornaldarsafn vort harla fábrotið, og þó það hafi sitt gildi fyrir oss, þá er það ef tíl vill af- sakanlegt, þó í brjósti íslendings geti vaknað nokkur öfund, er hann gengur um milli allra þessara góð- gripa frændþjóðarinnar, og jafn- framt þá dálítið beiskjubland;n spurning um, hvers vegna safn- menn þessarar þjóðar, sem er ein- hver sú gagnauðugasta af eigin þjóðminjum, séu að rembast við að sitja yfir vorum hlut og halda fyrir oss þeim dýrmætustu minjum, sem til hafa orðið í landi voru, hinum gömlu íslenzku handritum, sem eru h'tils virði fyrir þjóð þeirra af þeirri einföldu ástæðu, að þau eru ekki hennar eigin afkvæmi, heldur aðeins lánuð skrautfjöður. — En ekki meira um það að sinni, þessar línur áttu nefnilega ekki að fjalla um handritadeiluna. Ég sagði hér að ofan, að forn- aldarsafn vort væri fábrotið — en samt sem áður, þegar á allar að- stæður er litið, eru minjar vorar frá fornöld, hvorki svo fábrotnar né lítilfjörlegar sem virðast kann við fyrstu sýn. Vér erum ung þjóð og eigum engar forsögulegar minj- ar. Saga vor hefst með upphafi íslandsbyggðar á síðari hluta 9. aldar, eða svo seint, að jafnvel hin eiginlega fornöld Norðurlanda er liðin hjá. íslenzkir fornaldarfund- ir eru því aðeins frá síðasta tíma- bili víkingaaldarinnar, en þá er ekki eftir nema rúmlega ein öld til kristnitöku, tíminn er því stuttui, jafnvel þó talið sé til fornaldar allt tímabilið til loka lýðveldisins 1262, sem vitanlega er ekki allskostar rétt, því að með kristnitökunni er fornöld íslendinga raunverulega lokið að minnsta kosti í einu mjög veigamiklu atriði að því er forn- leifafundi snertir. Upp frá því eru grafsiðirnir gerbreyttir, en eins og að líkum lætur, eru íslenzkir forn- leifafundir aðallega úr hinum heiðnu víkingaaldargröfum. Forngrafir eða kuml, sem hér hafa fundizt, eru þó tiltölulega fá (um 120 fundarstaðir í landinu), og ber einkum tvennt til þess, hinn stutti tími, sem heiðnum grafsið- um var fylgt hér á landí, og hitt að kumlin hafa venjulega verið lítið áberandi, að líkindum sjaldan stærri en venjuleg leiði í kirkju- görðum síðari tíma, þau hafa því fljótlega jafnazt við jörðu og stað- irnir gleymzt. Það, sem hér finnst, er því mikið undir tilviljun komið. Uppblástur hefur leitt í ljós ekki svo fá fornaldarkuml, en sjálfsagt líka gereytt mörgum, en á síðari árum er það einkum hin stóraukna vegagerð víðsvegar um landið og hinar stórvirku ræktunarvélar, sem raskað hafa ró fornskörung- anna í kumlum sínum, og komið fram í dagsljósið með bein þeirra, vopn og skartgripi og annað, sem þeim var talið nauðsynlegt til hinn- ar hinztu ferðar. Fornaldarsafnið er nú í fremsta sýningarsal Þjóðminjasafnsins, og hefur hann fengið nafnið „Forn- öld". Yfir inngangsdyrunum að innanverðu stendur þessi áletrun: „NORRÆNIR MENN FUNDU ÍSLAND UM 870 INGÓLFUR ARNARSON NAM LANDIÐ UM 874 LANDNÁMSÖLD ÍSLANDS 874—930 LÝÐVELDI Á ÍSLANDI 930—1262"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.