Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 459 fundur formanna norrænna vinnu- veitendasamtaka. Komu 3 fulltrúar frá hverju sambandi á hinum Norð- urlöndunum en af íslendinga hálfu mættu 10 fulltrúar. Félagsmálaráðherrar Norður- landa komu saman á fund í Reykja- vík og var þar rætt um og teknar ákvarðanir um tryggingarmál og gagnkvæmar ráðstafanir í þeim (16.—lö.) Stjórnarfundur norrænna embætt- ismanna var haldinn hér 19. Sátu hann fulltrúar frá öllum Norður- löndum. Ráðstefna íþróttasambanda Norð- urlanda var háð hér 23. og 24. júlí. Og hinn 31. hófst svo hér stærsta ráðstefnan, 19. norræna bindindis- þingið. Sátu hana um 100 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum, en 150 frá íslandi. AÐRIR FI’NDIR OG ÞING Aðalfundur Kirkjukórasambands ís- lands. í sambandinu eru nú 165 kirkjukórar (2.) Aðalfundur SÍS. Heildarvelta Sam- bandsins hafði numið 424 milljónum króna árið sem leið (3.) Aðalfundur Skógræktarfélagsins. Hann sátu um 80 fulltrúar. Héraðs skógræktarfélögum fjölgar nú og starf þeirra eykst fyrir áhuga unga fólksins. Hermann Jónasson land- búnaðarráðherra var endurkosinn formaður félagsins (7.) Ársþing Landssambands hesta- manna var haldið í Borgarfirði og kappreiðar í sambandi við það. For- maður sambandsins var kosinn Stein- þór bóndi Gestsson ó Hæli. Stórstúkuþingið var háð 26.—23. og sátu það um 70 fulltrúar. Björn Magnússon prófessor var endurkjör- inn stórtemplar. ATIIAFNIR. Minnisvarði um Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson var afhjúp- aður á Arnarstapa í Skagafirði 20. júli. Gerði það dóttir hans, frú Rósa Benediktsson, sem komin var hingað í kynnisför. Forsætisráðherra flutti þar ræðu og mikill mannfiöldi var þar saman kominn. Minnisvarðann hafði Ríkarður Jónsson gert og stendur hann þarna rétt við þjóð- veginn þar sem glæsilegust er utsyn yfir héraðið. Tímaritið Helgafell hóf aftur göngu sína og fyrsta heftið helgað Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara (3.) Bæarráð ReykjaVíkur samþykkti að fresta um óákveðinn tíma að ióta fara fram atkvæðagreiðslu um héraðs- bann (9.) 39 heimili í Aðaldal hafa nú fengið rafmagn frá Laxárvirkjun (9.) Fyrstu sex mánuði ársins fluttu flugvélar Flugfélags Islands 16.801 farþega. Þar af 14,278 innan lands en 2523 milli landa (11.) Slysavarnadeildirnar í ísafifði hafa keypt hús á Sæbóli í Aðalvík fyrir skipbrotsmannaskýli (25.) MENN OG MÁLEFNI Alfreð Gíslason lögreglustjóri í Kefiavík var kosinn umdæmisstjóri Rotary-klúbbanna á íslandi (1.) Finn B. Árnason ræðismaður ís- lands í Sao Paulo í Brazilíu, kom hingað í heimsókn (1.) Vegabréfaskylda til V.-Þýzka- lands var afnumin (1.) Enski fuglafræðingurinn Peter Scott kom hingað til þess að halda áfram merkingum á heiðargæsum hjá Hofsjöldi (3.) Þýzka stjórnin veitti styrki til framhaldsnáms handa tveimur ís- lenzkum stúdentum. Menntamála- ráðuneytið mælti með því að þeir felli í hlut þeirra Jakobs Magnús- sonar (fiskirannsóknir) og Svein- bjarnar Da^finnssonar (félagsréttur) (4.) Svanhildur Jónsdóttir fekk gull- pening Kai^pmannahafnar háskóla fyrir ritgerð um gamburmosann (8.) Thor Brandt, sem verið hefir um- sjónarmaður á Þingvöllum í 13 ár,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.