Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 1
32. ibl. OYgtntfrlabgísi* Sunnudagur 16. ágúst 1953 ? xxvnr. ávg. íslendingar í striði við ÁRrÐ 1885 gerðu Indíánar og kynblendingar í vesturhluta Kanada uppreisn. Ástæðurnar til þess voru margar. ' Veiðidýrum (villinautum) hafði fækkað svo mjög, að heita mátti að þeim væri útrýmt. Indíánar höfðu feng- ið sínar eigin lendur þar sem þeir máttu veiða, en ekki annars stað- ar. Hvítir landnemar voru farnir að streyma að, og þeir Htu niður á Indíána eins og þeir væru óæðri verur, en það þoldu þeir illa því að þeir voru stoltir í eðli sínu. En þeir voru óduglegir sem bændur og þess vegna var sultur í búi hjá sumum árið 1884. Um þessar mundir var verið að leggja járn- brautina vestur til Kyrrahafs, og þegar hún var komin að land- svæði Svartfætlinga (Black feet Indíána) heldu þeir að nú ætti að brjóta samninga á sér. Bjuggust þeir þá til varnar. Samtímis var mikil óánægja meðal kynblendinganna hjá Saskatchewan-fljóti. Sendu þeir þá eftir átrúnaðargoði sínu, Louis Riel, sem átti heima í Montana. Hann kom til Batoche í júlí 1884 og fór sér hægt í fyrstu. Sendi hann hógværar kvartanir til stjórnarinnar í Ottawa, en fekk ÞETTA Eíl útdráltur úr grein í seinasta hefti „The Iselandic Canadian" eftir W. Kristjánsson. Hann tehir þar upp 29 Islendinga, sem tóku þátt í stríðinu við Indí- ána arið 1885, og eru þeir þessir: Jóhann Pálsson, Þorsteinn Pét- ursson, Guðmundur Jóhannsson, Stefán Guðmundsson (Steve Oiiver), Magnús Jónsson, Jón Dínusson, Andrés F. Rcykdal, Runólfur Runólfsson, Jón Júlíus, Jón Blöndal, Björn Blöndal, Stef- án Guðmundsson, Sigurður Árna- son, Jakob Crawford, Þórarinn Brekkman, Jón Jonasson Landy, Jón Guðmundsfon, Jakob Jó- hannsson, Helgi Bjarnason, Jón Guðmundsson. ekkert svar. Og það var ekki fyrr en í marz 1835 að stjórnin skip- aði nefnd til að athuga málið. Þá hafði Riel þegar skipað stjórn og gert sjálfan sig að forsætisráð- herra, en ýmsir Indíána þjóð- flokkar létu allófriðlega og voru farnir að dansa stríðsdansa. Voru þá allir hvítir menn þar nærlendis í hættu staddir. Næsta skref Riels var að safna saman Indíánum og kynblend- ingum og svo lét hann greipar 5 sópa um allmiklar birgðir, sem herinn átti í Batoche. Þetta skéði 25. marz. Daginn eftir fór 45 manna ílokkur af slétturiddurum Kanadastjórnar áleiðis til Duck Lake til þess að varna því, að birgðir, sem þar voru geymdar, felli í hendur rndíána. En Indíán- ar voru í launsátri og hofu ákafa skothríð á þennan fámenna flokk, drápu tíu menn og særðu sex á örstuttri stund. Þegar fregnin um þetta barst út, æstust ýmsir Indíánaflokkar mjög og var ekki annað sýnna en að þeir mundu heíja allsherjar styrjöld. Þeir byrjuðu að ræna og drepa hvíta menn. Nú leizt þjóðinni ekki á blik- una og vildu menn að'þetta'uþp-1 hlaup væri barið niður hið allra fyrsta. Þúsundir sjálíbooalioa gáfu sig fram til hernaðar gtegn Indíánum. Þar á meðal voru 20 íslendingar. Tóku þeir þátt í mörg- um bardögum. En aðalorustan var háð hjá Batoche. Þar höfðu Indíán- ar komið sér vel fyrir á hæðum nokkrum, gert sér skotgraíir og brjóstvirki, þar sem illt var- að sækja að þeim. Á fyrsta degi orust- unnar sóttu Kanadamenn fram að hæðunum, en lengra komust þeir X Oo = g.C ft. ^ 05- -í 3. td 55 .£ S. c 5.' •< £, ^ - ^ <> c a 2 2 £.' a aa 01

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.