Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 2
464 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sér sæti til vinstri í vélinni aftan til“ — segir einhver — og allir flýta sér eðlilega til að verða fyrst- ir til. Vitanlega fer sem að líkum læt- ur, að um það bil helmingurinn af hópnum hreppir sætin „til vinstri í vélinni“ — hinir verða að notast við hægri hliðina og virðast reynd- ar una við hlutskipti sitt engu sið- ur en þeir til vinstri, enda er út- sýnið, hvort sem heldur er yfir lög eða láð, hið fegursta. Það er bjart í lofti, og við fljúg- um ýmist fyrir ofan eða neðan léttar skýaslæður og skemmtilega lagaða skvabólstra með síbrevti- legum litbrigðum í skini kvöldsól- arinnar. í gegnum smærri og stærri glufur og göt á skýafarinu lítum við yfir skrúðgrænt Suðurlandsundir- lendið, blómleg býli og nýslegin tún. Innan skamms siáum við blika yfir bungunum á Mýrdals- og Eya- fjallaiökli, sem bera fagurlega við dimmbláan flöt Atlantshafsins úti fyrir. — Svo tekur Síðan við, ein- kennilega sett eins og græn ræma undir traustum skjólvegg norður- fjallanna. í nálægð jöklakóngsins Landslagið verður æ eyðilegra. gróðurinn æ fátæklegri eftir því sem austar dregur, þar til við loks erum stödd í nálægð sjálfs fjalla- kóngsins, Vatnajökuls. Hann minn- ir á fullvalda, frjálsborinn til ríkis í örnakinni tign Öræfanna — skrið- jöklarnir á volduga þegna hans á varðbergi, viðbúna þá eða þegar til að teygja út ískalda jötunarma sína og láta greipar sópa um sand- flæmin við fætur þeirra. Þarna sjáum við Hvannadalshnjúk fyrir neðan okkur. Er þetta virkilega hæsti íslandstindur, sem ekki sýn- ist háreistari en þetta? — Bíddu þangað til þú kemur niður á jörð- ina — segir einhver — og kemst upp á tindinn — og sjáum svo til, hvort þú leyfir þér að gera lítið úr Hvannadalshnjúk. — Alveg satt — það er víst miklu ráðlegra! Móttökurnar á Fagurhólsmýri Rúmum klukkutíma eftir að við hófum okkur upp til skýanna yfir Reykjavík setjumst við á flugvöll- inn á Fagurhólsmýri. Þar tekur á móti okkur falleg hjörð af föngulegum kúm og for- vitnum kálfum. Hins vegar er hér engin mannleg vera til að troða okkur um tær — það gerðu nú reyndar blessaðar kusurnar ekki heldur. — Páll Arason ætlaði að vera hér mættur, er við kæmum, með álíka stóran hóp af ferðalöng- um og okkur, sem hann hefur verið með undanfarinn hálfan mánuð á sams konar ferðalagi og því, sem við erum nú að ieggja upp í. En honum hefur seinkað lítils háttar síðasta áfangann frá Reynivöllum og við bíðum róleg, skoðum okkur um og tökum til við að tjalda, þeir, sem tiald hafa meðferðis, þangað til bíll Páls kemur brunandi á tólfta tímanum með fullfermi af kátum og glaðklakkalegum ferða- löngum. Þetta er æði mislitur hóp- ur. Mér er sagt, að þarna ægi sam- an ekki færra en 7 þjóðernum, Norðmönnum, Dönum, Svíum, Englendingum, Ameríkumönnum, Þjóðverjum og Svisslendingum, að ógleymdum íslendingum. Þetta er fólk af öllum stéttum — ólíkt í út- liti og sjálfsagt með ólíkar skoð- anir og lífsviðhorf — en þó öllu eitt saméiginlegt þessa stundina: áhuginn á og ánægjuna af að sjá og kynnast íslandi og íslenzkri náttúru á ferðalagi sínu. Og fólkið er yfirleitt í sjöunda himni yfir öllu því sem það hefur séð og reynt undanfarinn hálfan mánuð, veðrið hefur verið ágætt mestallan tím- ann — Askjah og Herðubreiðar- lindirnar töfrandi — og ferjurnar á Breiðamerkursandinum þá um daginn eftirminnilegar. Miss Stanlcy — hálfsjötug „Ég hef notið hverrar mínútu í ferðinni síðan ég lagði af stað frá Reykjavík", segir við mig ensk kona hálfsjötug að aldri. Hún heitir Mary Sloane Stanley og á heima í litlu þorpi nálægt Salisbury í Hampshire í Suður-Englandi. — Fólkið heima hjá mér — heldur hún áfram — hélt, að ég væri nú loksins alveg gengin af göflunum, þegar ég hafði ákveðið að fara til O t <0 ÁS á Sandfelli í Öræfum. Mary Sloane-Stanley með myndavélina sína. íslands. En það gilti mig nú einu. Mig hefur alltaf dreymt um að koma hingað, en aldrei getað kom- ið því við fyrr. Þessar 6 vikur, sem ég hef dvalizt á íslandi, hafa verið eins og eitt ævintýri, en á þriðju- daginn kemur verð ég að hverfa heim aftur — við komum heim í litla þorpið mitt í Hampshire um kl. 6 á þriðjudagskvöldið, nái ég í tæka tíð í lestina frá London. Ekki fisjað saman Já — henni er svei mér ekki fisj- að saman, þessari hálfsjötugu ensku konu, enda enginn flysj- ungsbragur á henni í útliti í gráa ferðabúningnum sínum, svell- þykku pilsi og viðeigandi peysu, að ógleymdum flókahattinum. Ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.