Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 Til vinstri: Við flug- vélina á Fagurhóls- mýri. — Til hægri: Á ferjunni yfir Breiðárlón á Breiða- merkursandi. ( I ~hi<r * tLt urn þar við einn húsvegginn tvö gríðarstór tundurdufl — sakleysis- leg, af því að við vitum, að dráps- máttur þeirra hefur verið að engu gerður, svo að við getum óhult tyllt okkur á þau á meðan við sjúg- um ánægð brjóstssykursmolann okkar, langt frá öllu stríði, í sátt við guð og menn. Þessi tvö dufl eru aðeins fá af mörgum, sem bar þarna upp að söndunum á stríðsárunum. Öræf- ingarnir voru hættir að kippa sér upp við komu þessara grályndu fjörulalla. Svo kveðjum við Öræfin — og sólskinið um leið. — í dag grúfir þoka á fjöllum og byrgir jökla- sýnina okkur til angurs og leið- inda. Fjórði farkosturinn Við komum að Breiðárlóni og nú kemur að því, að við fáum að reyna fjórða farkostinn í ferðalaginu: bátinn, eftir flugvélina, hestinn og bifreiðina. Kænan, sem við erum ferjuð á, tekur aðeins 5 manns í einu yfir ósinn, og ekki er hún „pottþéttari“ en svo, að við verð- um að hvolfa úr henni austrinum í hvert skipti, áður en nýr fólks- farmur er tekinn. Þessir selflutn- ingar taka alllangan tíma. Við, sem bíðum, styttum okkur stundir við að reika um sandinn, rista í hann rúnir og horfa á selina leika sér og reka í skvett úti við fjöruborðið. Við eigum hér annars í vök að verjast gegn áleitnum kjóum og kríum, sem virðist lítt um komu okkar gefið. í Jökulsárlóni — grátt en fagurt En loks kemur röðin að þeim síðustu. Við þökkum ferjumanmn- um, knálegum Öræfingi, fyrir drengilega aðstoð, komum okkur fyrir á bílpallinum og enn er af stað haldið austur á við um Suður- sveitina, þar til við komum að Jökuisárlóni um 9 leytið um kvöld- ið. Hér væri dýrðlegt um að litast í góðu veðri. — Jafnvel nú í þung- búnu dumbungsveðri er hið ein- kennilega, gráísaða landslag hríf- andi. Umhverfið, hæðir og jökul- öldur, og hólmar í lóninu, er und- arlegt sambland af ís og sandi og einn drifhvítur ísjaki, eins og sjálf ímynd hreinleikans, speglast í grá- lygnum vatnsfletinum. Hér verðum við að fá ferju á ný — í þetta skipti gengur hún miklu greiðlegar heldur en yfir Breiðárósinn áður. Rauður og Pálína taka við Hingað til höfum við ferðazt á opnum Öræfabílum. Nú skiptum við um og förum í tvo bíla lokaða, sem Páll Arason á sjálfur — annar er hárauður og ber því nafnið Rauður með réttu, hinn er grænn, Pálína heitir hann, þ. e. Páll sjálf- ur er bílstjórinn. Ferðinni er heitið að Reynivöllum, þar sem við tjöld- um um nóttina. Nokkrar ár og sprænur eru á leiðinni, sem við verðum að fara yfir. Ein þeirra, Stemma, veitist Pálínu æði þung \ skauti. Boðaföllin ganga á báðar hliðar — við stöndum kyrr eitt augnablik, þar sem állinn er dýpst- ur og finnum vætu undir fótum á bílgólfinu. Skyldum við ekki ætla að hafa það? — Ojú — Pálína skreiðist örugglega upp á bakkann hinum megin. En ógurlegt átak kostaði það hana, — og Pál — og farþegana, sem ekki gátu hjálpað til á neinn hátt annan en að öskra af öllum kröftum í hvatningar- skyni! Rauður er háhjólaðri en Pálína og veitist því yfirferðin léttari. Morguninn eftir, sunnudag, bjartan og hlýan, höldum við áleið- is til Hornafjarðar og komum til Hafnar eftir þægilega dagsferð kl. um 7 síðdegis. Öræfin mega ekki verða útundan Hér skiljast leiðir mínar og ferðafélaga minna. Ég hverf aftur áleiðis vestur að Djúpi — þeir halda áfram hinni upphaflegu ferðaáætlun. Ég þakka þeim öllum fyrir skemmtilegar samvistir, — Páli Arasyni fyrir ötula ferðaforystu, Jóni, kokkinum okkar, fyrir ágæta frammistöðu í sínu mjög svo þakk- arverða starfi — og óska þeim góðrar ferðar áfram. Að lokum þetta: Enginn, sem langar til að sjá og kynnast því sem íslenzk náttúra á fegurst, má láta Öræfin verða útundan. Það er ef til vill erfiðara að ferðast um þau en flesta aðra landshluta — en erfiðið borgar sig þúsundfalt — jafnvel þótt ekki sé gengið á Hvannadalshn j úk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.