Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 469 mönnum, eða ryðja þeim úr vegi að öðrum kosti. Á hverju ári eyð- ir sovétstjórnin milljónum í mútu- fé. Ef einhver vill ekki þiggja mútur, er sjálfsagt að grafa und- an honum, sérstaklega ef hann er hátt settur. Og rússnesku erind- rekunum verður ekki skotaskuld úr því að koma með getsakir á hendur honum, og svo kemur rússneska sendiráðið þeim á fram- færi. í þriðja lagi er unnið að því markvisst að koma ríkinu fjár- hagslega á kaldan klaka. Sadchi- kov sendiherra brýndi fyrir oss að vér yrðum að gera allt sem í voru valdi stæði til þess að koma á fjár- mála öngþveiti í landinu.Eitt af því, sem vér gerðum, var að ein- oka sykurmarkaðinn. Rússneska stjórnin lét innlenda milliliði kaupa 30.000 smálestir af sykri — meginhluta allrar sykurfram- leiðslu í landinu — og kippa þessu út af markaðnum. Afleiðingin varð almennur sykurskortur og almenn gremja. Rússneska stjórnin leggur fram stórfé til þess að gera glundroða í kauphöllinni. En lang stórkost- legasta áfallið fyrir fjárhag Irans var það, er Rússum tókst að siga olíuverkamönnum á Breta og koma því til leiðar að olíustöðv- arnar í Abadan, hinar stærstu í heimi, voru teknar af Bretum og þjóðnýttar. — Ég var sjálfur við þegar áætlunin um þetta var gerð 1948. Fyrirskipunin um það kom frá Kreml. Sadchikow sendiherra sagði að það væri tvöfaldur gróði fyrir Rússa ef takast mætti að hrekja Breta frá Abadan. I fyrsta lagi væri Bretar þá sviftir þeirri olíu, sem þeim væri lífsnauðsyn- leg, og í öðru lagi mundi þetta ríða Iran að fullu, því að þeir hefði ■ ekkert vit á því að reka olíu- stöðvarnar sjálfir. Hið fyrsta sem oss var falið að gera var að æsa vel’kalýðinn upp á móti Bretum, og síðan að koma þjóðernissinnum í stjórn. Að þessu var unnið af fullu kappi. Árang- urinn varð meðal annars sá, að dr. Mossadek varð forsætisráð- herra í apríl 1951. Að vísu er hann ekki kommúnisti. En rússnesku stjórninni var vel kunnugt um að hann var svarinn fjandmaður Breta, og þess vegna studdi hún hann til valda. Og nú er Iran komið á heljarþröm fjárhagslega. í fjérða lagi skyldi kapp lagt á að brjóta niður lög og reglu í Ir- an. Þess vegna var reynt að myrða Pahlevi, og þess vegna var Ali Razmara forsætisráðherra myrtur 1951. Hann var andstæðingur Rússa. En svo er einnig reynt að trylla lýðinn og koma á stað upp- hlaupum. Hefir mikið verið sagt frá óeirðum og upphlaupum í Te- heran og öðrum borgum seinustu árin. Blöðin segja að æstir þjóð- ernissinnar hafi staðið að þessum óeirðum. En sannleikurinn er sá, að þær voru fyrirfram ákveðnar í sendiráði Rússa, og sá, sem kom þeim á stað heitir Ischenko og er fyrverandi foringi í leynlögreglu Rússa. Hann ákveður hvenær það sé heppilegast fyrir Rússa að upp- hlaup verði og svo gefur hanri samverkamönnum sínum skipun um að koma á stað óeirðum á þess- um stað, þennan og þennan dag. Aðaltilgangurinn með þessum upp- hlaupum er að veikja traust þjóð- arinnar á sinni eigin ríkisstjórn. í fimmta lagi er það svo áróð- urinn. Fjöldinn allur af blöðum og tímaritum í Iran eru gefin út fyrir rússneskt fé, og mörgum af helztu mönnum þjóðarinnar hef- ir verið mútað til þess að útbreiða rússneskan áróður. Það er ekki langt síðan, að nafn- kunnur íranskur prófessor, sem vitað er að er svarinn andstæðing- ur kommúnista, ritaði grein í blað nokkurt í Teheran og úthúðaði þar Bandaríkjunum fyrir efna- hagshjálp þeirra og sagði að þau væri með þessu að hneppa irönsku þjóðina í þrældómsfjötra. Grein þessi vakti afar mikla athygli og var útbásúnuð sem „raunhæf sönn- un þess hvert álit almenningur í Iran hafi á Bandaríkjunum". En þessi grein var rituð af manni sem heitir Vladimir Mede- vev og er fréttaritari fyrir Tass í Rússlandi. Hann skrifaði grein- ina eftir fyrirsögn Denisovs, sem er í rússneska sendiráðinu í Teher- an og hefir umsjón með áróðrin- um. Denisov borgaði svo prófess- ornum 10.000 dollara fyrir að setja nafn sitt undir greinina. -----o---- Það kostar mikið fé að koma öllum fyrirætlunum Rússa í fram- kvæmd í Iran. Eitt árið eyddi sendiráðið í Teheran 1600 milljón- um króna í myrkraverk sín þar í landi. Hvaðan kemur svo allt þetta fé? Þótt undarlegt sé — það kemur ekki frá Rússlandi. Kreml krefst þess að hvert sendiráð sjái um sig sjálft fjárhagslega! Féð var fengið í íran sjálfu, aðal- lega með smygli. Rússneska sendi- ráðið fekk í stjórnarpósti gim- steina og skartgreipi, sem það þurfti ekki að greiða toll af, og var því auðvelt að græða stór- fé á þessu. Sendiráðið fekk líka vörur, sem Bandaríkin höfðu lát- ið Rússa fá með láns- og leigu- kjörum, og seldi þær á svörtum markaði í Iran. Bandaríkin sendu Rússum t. d. þúsundir bílhringa handa hernum. Þessir bílhringar komust aldrei til hersins. Þeir voru seldir á svörtum markaði í íran.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.