Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 2
r 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NÚ VAR LAND LAGT UNDIR FÓT Þarna skildu nú leiðir okkar Stefáns, því að hann ætlaði út í Vestmanneyar, og þarna skildi ég hestinn eftir og helt gangandi að Núpi með poka minn á bakinu. Þar bjó þá góðkunningi okkar Jón Benónýsson og ætlaði hann og fleiri Fjallamenn að fara suður í Grindavík til sjóróðra. Einn af þeim var Páll Guðmundsson frá Kálfafelli, jafnaldri minn og kunn- ingi. Varð ég að bíða þarna 4—5 daga þangað til allir voru komnir. Þorsteinn Sveinbjörnsson frá Holti hafði tekið að sér að fylgja þeim Eyfellingum út í Flóa og fara svo heim með hesta þeirra. Kafaldsbylur af austri var þeg- ar við lögðum á stað. Allir voru ríðandi nema við Páll, en poka okkar reiddu þeir. Varð okkur Páli erfitt að fylgja þeim eftir, því að þeir riðu greitt. Við Páll vor- um báðir í þykkum snjósokkum, sem náðu upp á mið læri. Var þetta venjulegur fótabúnaður þá, en af því að sokkarnir voru úr togi, loddi mikið af bleytusnjónum í þeim og varð okkur því gangan erfið. Öll vötn voru á ísi og var þó munur að vera þur í fætur. Þegar tók að dimma um kvöld- ið, bar okkur að bæum, sem sýnd- ust eins og melkollar þarna á slétt- unni. Þetta var Klasbarðahverfið í Landeyum. Við Páll og Jón feng- um gistingu á sama bæ. Var þar baðstofukytra með moldargólíi og niðurgengt í hana. Fjögur rúm voru þar inni, en innst í endanum var lambakró. Skarsúð var á bað- stofunni og veggir þiljaðir niður að rúmum. Þarna var gott og alúð- legt íólk og virtist ánægt í þessu greni; það hefir ekki átt öðru að venjast. Leið okkur þarna ágætlega um nóttina. Um morguninn þegar iagt var ^ i stað, sprettu þeir ríðandi úr spori, en við reyndum að hanga á þeim. Var nú haldið rakleitt að Skúmstöðum. Þar bjó Sigurður Magnússon, efnaðasti bóndinn í Landeyum. Þar var okkur vel tek- ið. En ekki grunaði mig þá, að ein af vinnukonum Sigurðar, María Jónsdóttir, ætti að verða konan mín. Hún var þá 28 ára gömul, en réttum 10 árum seinna giftumst- við austur í Seyðisfirði. Frá Skúmstöðum var haldið rak- leitt vestur yfir Þjórsá. Þar sneri Þorsteinn aftur með hestana, og nú voru allir gangandi. Við komum við hjá Magnúsi í Pörtunum, sem var góðkunningi Jóns. Þar var okkur borið stórbrytjað hangikjöt og man ég vel hvað Magnús sagði þegar maturinn var framreiddur: „Gerið þið svo vel, ég vona að .ykkur verði að góðu þjósurnar af henni gömlu Jörp“. Mér skildist að hann hefði fengið Jörp hjá Jóni og teldi því maklegt að hann fengi sig saddan á kjötinu. Um kvöldið heldum við svo út á Eyrar- bakka og þar gisti ég hjá Hannesi frænda mínum í Roðgúl. Hann var frú Núpstað í Fljótshverfi. KULDALEGTí þorlAkshöfn Morguninn eftir var norðaustan hríð og talsvert frost. Slógust nú í hópinn fimm Fljótshlíðingar, sem voru á leið í verið, svo að nú vor- um við 12 saman. Allir vorum við með þungar byrðar. Seinni hluta dags náðum við Þorlákshöfn í grenjandi stórhríð og treystumst ekki að fara lengra. Okkur var vísað til gistingar í sjóbúð og var þar köld aðkoma, jafnmikið frost inni sem úti og marhálmurinn í bælunum gaddaður. Brekán voru okkur fengin til að hafa ofan á okkur, en fatapokana höfðum við undir höfðmu. Við spurðum fólkið hvort vlð gætum ekki fer.gið eitt- hvað heitt að lata í okkur, en því var dauflega tekið. Setti fljótt hroll að okkur, þar sem við vorum áð- ur sveittir af göngunni og fannst flestum kuldinn óbærilegur. Þá vorum við Páll sendir inn í bæ að spyrja hvort við gætum ekki feng- ið keyptan heitan graut. Við kom- um þangað skjálfandi og lýstum átakanlega líðan félaga okkar, svo að fólkið aumkaðist yfir okkur og lofaði að sjóða graut og senda okk- ur. Leið svo og beið fram til kl. 11. Þá var komið með stóra fötu fulla af heitum bankabyggs vatns- graut, mjólkurlausum. Var í föt- unni spónn handa hverjum manni. Ég býst við að mjólkurskortur hafi verið á heimilinu, en grautinn át- um við með góðri lyst. Hann var heitur og það kom sér vel. Snemma var lagt á stað næsta morgun. Þegar upp í Selvogsheið- ina kom, var þar talsverð ófærð. Björn hét maður, sem með okkur var. Hann var ríðandi og fór geist yfir sandana og skeytti því ekki þótt aðrir væri gangandi. En þeg- ar upp í heiðina og ófærðina kom, varð hann að hlífa hestinum og mæltist þá til þess að hægt væri á ferðinni „vegna drengjanna". Þar átti hann við okkur Pál. En við launuðum honum með því að greikka enn sporið. Færðin fór að skána þegar vest- ur fyrir Herdísarvík kom. Þar úti í hrauninu komum við að dys, og var svo sem sjálfsagt að hver mað- ur kastaði steini í hana. Mér þótti þetta ófagur leikur, en varð þó að gera sem hinir. Seinna frétti ég að þetta ætti að vera dys þeirra Herdísar og Krýs, sem fyrstar bjuggu á bæum þeim, sem við þær eru kenndir, en sprungu þarna af geðofsa út af beit. Skammt þaðan var mér sagt að héti Mjöltunnu- klif. Að Krýsuvík komum við um kvöldið og gistum hjá Árna Gísla- syr-í sýslumar.ni, sem nýlega var fluttur þangað frá Kirkjubaear-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.