Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
55
klaustri. Þá var nýkominn til hans
í fóstur frændi minn, Stefán Stef-
ánsson, er síðar varð alkunnur
ferðamaður og nú er sagt að haldi
vörð um Kleifarvatn. Það var svo
sem sjálfsagt að við svæfum sam-
an, — og margt var þá spjallað, og
margs þurfti hann að spyrja.
Nú var haldið á stað til Grinda-
víkur. Ekkert rennandi vatn er á
þeirri leið og tók marga að þyrsta
illilega. En á melhól nokkrum um
miðja vega stendur stór steinn, sem
Drykkjarsteinn er nefndur. Hon-
um fylgir sú blessun, að aldrei
þrýtur vatn í holu, sem í hann er
og hefir mörgum ferðamanninum
komið það vel.
Seinni hluta dags komum við til
Þorkötlustaðahverfis í Grindavík.
Þar voru allir félagar mínir ráðn-
ir í skiprúm, svo ég varð nú eins
og staki hrafninn á haustþingi. En
úr þessu rættist betur en á horfð-
ist, því að Jón Benónýsson bauðst
til að fylgja mér út í Hafnir eftir
tvo daga.
ANNAÐ ER HJAItTARÚM
EN HÚSRÚM
Á leiðinni komum við að ein-
hverju koti í Staðarhverfinu og
var okkur boðið kaffi. Þarna áttu
heima karl og kerling og virtist
mér þau ánægð með hlutskipti sitt
í lífinu, en á annað eins heimili
hefi ég aldrei komið á ævi minni.
Þarna var baðstofugreni með
moldargólfi. Innst við stafn hafði
verið lagður timburfleki á gólfið
og þar hamaðist karl á þófi, svo að
svitinn bogaði af hónum. Voðin
hafði verið undin upp úr stækri
keitu, svo hún skyldi þæfast bet-
ur, og á ég engin orð til að lýsa
þeim þef, sem þarna var inni, því
ofan á keítuþefinn bættist, að reyk
lagði inn göngin framan úr eldhúsi,
þar sem kerhng var að élda við
þ^ng. Mér varð þegar cglatt er
ég kom inn, en ekki vildi ég þó
fara út. Svo kom kerling með
kaffið, og þá tók ekki betra við,
því að það var gert úr brimsöltum
sjó. Sá ókostur var á brunnum í
Grindavík að sjór flæddi inn í þá
með flóði og varð að sæta sjávar-
föllum þegar vatn var sótt. Um
leið og ég bragðaði á kaffinu, ætl-
aði að líða yfir mig. Þó komst ég
einhvern veginn út á hlað og þar
kom spýan upp úr mér og engd-
ist ég sundur og saman, Aumingja
konan kom þá út og skildi ekkert
í því hvað að mér gengi og var víst
hrædd um að ég mundi enda ævi
mína þarna við bæardyr hennar.
Smátt og smátt hresstist ég í úti-
loftinu, en ekki áræddi ég að fara
inn aftur, því að ég þóttist vita að
þá mundi líða yfir mig. Vildi ég
því komast sem fyrst á stað.
Heldum við Jón nú út á Reykja-
nes. Þar vildi hann að ég hvíldi
mig, því að enn var ég fárveikur.
Þarna bjó þá Jón Gunnlaugsson
vitavörður og tók okkur opnum
örmum. Þar fengum við góðan mat
og gott kaffi, og náði ég mér þá
að mestu eftir áhrifin af keitu-
þefnum og sjókaffinu.
Að Merkinesi náðum við svo um
kvöldið til Sigurðar frænda. Þótti
þá fótabragð mitt heldur krum-
fengið, því að ég var með skó-
vörpin um öklana, enda hafði ég
ekki lagt upp í ferðina nema með
eina leðurskó.
STÓRT HEIMILI
í Merkinesi voru þá þrír bænd-
ur, Sigurður Benediktsson, Mar-
teinn og Sigurður Ólafsson. Voru
þeir allir formenn og áttu sitt skip-
ið hver. Sigurður frændi átti téin-
æring, en hinir áttæringa. Höfðu
þeir fullráðið á skip sín, enda átti
þá hver maður að vera kominn til
skips fyrir Kyndilmessu (2. febr.)
Sigurður Benediktsson var við 18.
manh i sínu $kipí. Veri> það úr-
valsmenn og víkingum líkir, flest-
ir úr Fljótshlíð og undan Eya-
fjöllum. Einn Norðlendingur var
þar þó og kallaðist Sigurður frá
Hrafnagili og getur hans síðar.
Sjómennirnir höfðu bækistöð sína
í stórum sal undir baðstofulofti.
Vóru þar rúm með báðum veggjum
og sváfu tveir og tveir saman í
hverju rúmi, en á syllu yfir rúm-
unum voru tvær skrínur og í þeim
var mata þeirra, smalki og smjör.
En brauð og grauta fengu þeir ó-
keypis og soðningu lagði hver á
borð með sér og var það mest-
megnis lúða.
Á heimilinu voru þrjár vinnu-
konur og Þórunn amma mín, móð-
ir Sigurðar, þá nær blind. Bene-
dikt sonur Sigurðar og Guðjón
Guðmundssonar fóstursonur hans
töldust til sjómannanna. Alls var
þarna 25 manns í heimili.
Ingigerður Jónsdóttir, bróður-
dóttir Ketils eldra í Kotvogi, var
matselja, dugleg kona og' harð-
vítug, enda kom það sér betur, því
að stórir voru pottar þar og vildi
löngum slá í brýnu milli hennar
og sjómannanna, þegar hver heimt-
aði sitt rétta lúðustykki upp úr
pottinum. Hún stóð sig alltaf vel
í þeirri viðureign. En fyrir kom
það, að hlutur minn og vinnu-
kvennanna, Siggu og Gunnu, yrði
býsna rýr, þegar allir sjókarlarnir
höfðu veitt upp úr pottinum. Var
það og eðlilegt, því að ekkert lögð-
um við til í pottinn. Gerða var ekki
öfundsverð af sínu starfi, en eng-
inn erfði það við hana þótt hún
skvetti nokkuð rösklega frá sér
annað veifið. Oft var hún orðin
löðrandi í lúðuroði og feiti um það
bil er hún hafði lokið við að út-
hluta hverjum sínum skammti úr
pottinum.
Versta ævi átti hún á landlegu-
dögum, en væri kariarnir á sjón-
um ba var allt auðveldara. Þá
gat húá íært upc ur-þótUnúm í ró
og naeði, og jafnan varð þa hlutur